Jóla-hvað.

Það er nú meira tímaleysið hjá mér þessa dagana. Ég afar upptekinn við að gera ekki neitt Frown Það er þetta tímabil í gangi hjá mér að ég æði úr einu í annað og klára ekkert verk. Ég er að þrífa í einu herberginu, pakka inn jólagjöfum í öðru, skreyta í stofunni, skrifa á jólakort í eldhúsinu og man ekki neitt stundinni lengur hvað ég var að gera. Fæ með reglulegu millibili svitakóf af angist yfir því hvað ég á mikið eftir að gera. Þetta kallast víst stress Pinch Reynið ekki að segja mér að slappa af, jólin komi samt þó ekki sé allt 100 prósent hjá mér. Ég nefnilega veit það að jólin eru að koma, annars væri ég ekki svona stressuð GetLost

Dóttir mín útskrifaðist í gær með flottar einkunnir Wizard og mamma er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. Til hamingju elsku Íris mín ég hlakka til að faðma þig og knúsa þegar þú kemur heim en það styttist nú óðum InLove

Best að fara halda áfram við að klára eitthvað af þessum verkum mínum, eða kannski byrja ég bara á einhverju nýju verki, ég á til dæmis alveg eftir baðherbergið Grin Knús og kærleikur til ykkar allra og vonandi get ég nú farið að kvitta hjá ykkur Heart

Suðrnesjaruglurnar: Takk fyrir afmæliskortið og jólakortið þið eruð yndislegar svolítið ruglaðar en samt yndislegar InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kvitt kvitt Óla þreytta :-)

Ólöf Karlsdóttir, 12.12.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með Írisi þína það verður gaman fyrir þig að fá hana heim og knúsa hana í krús í krús
Það kom hér í hús í dag það fallegasta jólakort sem ég hef á ævi minni fengið og er það komið upp á vegg svo ég geti augum það litið alla daga.
Takk elsku besta mín.
Ljós og gleði í bæinn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með Íris þína elsku Erna mín og gleðileg jól Ég á systir sem heitir Erna líka það eru margar Ernur í minni ætt. Knús og kossar til þín elskuleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: M

Til hamingju með dótturina

M, 13.12.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Erna

Takk fyrir hamingjuóskirnar, elsku vinkonur

Erna, 13.12.2008 kl. 11:06

6 identicon

Til hamingju með dótturina Erna mín þú mátt vera stolt af stelpunni.

Ég kannast við þetta byrja á einhverju og fer svo að gera eitthvað annað og man svo ekkert hvað ég var að gera þegar ég er búin að snúa mér í einn hring.

Hafðu það gott um helgina elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 14:58

7 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með dóttur þína, dugleg stelpa sú arna ;)

Aprílrós, 14.12.2008 kl. 03:13

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til lukku með dótturina,en ósköp man ég þetta með að byrja á nýju verki fyrir jól og ég vona að þú komir öllu í stand vinan.

Magnús Paul Korntop, 14.12.2008 kl. 05:27

9 Smámynd: egvania

Hæ Erna mín láttu nú ekki jólastressið ganga frá þér, veistu að jólin koma hvað sem að við gerum ekki.

egvania, 14.12.2008 kl. 13:56

10 identicon

Á ég að koma að leita að þér Erna mín ertu nokkuð týnd?

Knús og ljós til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:45

11 identicon

Hjartanlega til hamingju með Írisi þína, Erna mín.  Mér þótti svo vænt um að hún kom við hjá okkur áður en hún brunaði norður.  Trassinn ég kom því aldrei í verk að kíkja í heimsókn til hennar, en mikið var ég nú búin að plana það oft.  Hún er svo æðisleg stelpa, sæt og flott og hefur svo góða nærveru.  Hún á eftir að blómstra í framtíðinni.  Síðasti vinnudagurinn minn fyrir jól er á morgun.  Oh ég hlakka svo til að fara í frí, ef frí skyldi kalla, því eins og þú þá hef ég í nógu að snúast.  Hafið það gott fyrir norðan.  Guðrún.

Guðrún Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Erna

Takk fyrir innlitin og hamingjuóskirnar

Jónína, mín er helst að leita, hér innandyra ég gæti leynst í jólaskrautshrúgunni í hægra horninu í stofunni eða leitandi að rykrottum undir rúmi

Elsku mágkona, Írisi gekk vel norður og ég þarf ekkert að segja þér hvað það var gaman að hitta hana Njóttu þess að komast í jólafríið, þú ert þá allavega laus við hana og getur einbeitt þér að stússinu heima. Bestu kveðjur til ykkar

Erna, 16.12.2008 kl. 11:17

13 identicon

Ég byrja þá að leita í hægra horninu í stofunni.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:49

14 Smámynd: egvania

Erna mín ekki tekst okkur kaffihúsaspjallið fyrir jólin en við höfum allt næsta ár ekki satt ?

egvania, 17.12.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband