Færsluflokkur: Spaugilegt
27.11.2008 | 14:14
Ég vildi að ég væri skógarbjörn.
Í þessu lífi er ég kona.
Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.
Ég gæti lifað með því.
Áður en þú legst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.
Ég gæti líkað lifað með því.
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðir þú ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég get sko alveg lifað með því.
Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu.
Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!!!
Og ég bæti við: Skógarbjörn þarf aldrei að moka snjó, skafa af bílnum eða að mæta í vinnu.
Kveðjur til ykkar úr snjóa og óveðurstaðnum Akureyri.
14.9.2008 | 19:44
Dugleg kona.
Nítjánda barnið kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 10:13
Vanþakklæti.
Rómantískur ræningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |