Jæja þá er komið blogg.

Það er víst komið að bloggfærslu hjá mér, ég var jú búinn að minnast á að næsta færsla yrði um Hvítasunnuna en þar sem ég ætla mér að hafa gott veður þá og vera í fríi er ekki víst að ég hafi tíma þá. Vegna þess að ég ætla að þrífa allt að innan sem utan eins og Milla bloggvinkona með ediki meira að segja. Ætli sólpallurinn þoli edik? Svo fer nú að styttast í spánarferðina mína Cool  vá hvað ég hlakka til, bara 16 dagar í það. Hef samt áhyggjur af tíkinni minni henni Tinnu sem á að fara að lóða og ég ætlaði að lofa henni að freista gæfunnar einu sinni, er búinn að velja hund sem bíður óþreyjufullur en ekkert gerist hjá minni Woundering  En þessu get ég nú ekki breytt dýrin hafa sinn hátt á. Það er ég viss um að hún á eftir að njóta lífsins á meðan ég verð ekki heima og hleypa hverjum sem er...... þið vitið.Angry . Kveð í bili læt ykkur heyra frá mér áður en hverf af landi brott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það eru víst 23 dagar í mína ferð. Unglingurinn var að telja í dag. Mér finnst það of stuttm, á eftir að gera helling áður er ég fer. Hafðu það gott á pallinum.

Anna Guðný , 5.5.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Erna

Takk Anna mín ég er búinn að eiga frábæran dag á pallinum ásamt góðum gestum. Alma mín kom og kíkkaði á tengdamömmu þegar hún var búinn að vinna kl.5 og sátum við aðeins saman og spjölluðum, hún er svo indæl, eins og hún á kyn til . Þú ert alveg velkominn á pallinn kæri nágranni í spjall og kaffi.

Erna, 5.5.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko má ég ekki koma á pallinn líka?, og eruð þið nágrannar þið Anna Guðný?,
Ertu að fara til SPÁNAR gellan þín fær frændi minn að fara með, nei bara spyr.

Sko hvað ertu að gefa í skyn að elsku Tinna þín sé ? leifa hverjum sem er,
hvað?????????? Ég er nú svo saklaus.
                        Knús til þín mín kæra
                           Milla.
                                                                 Cinco Dancer 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín þú ert sko velkominn á pallinn það er nú engin spurning, mikið þætti mér vænt um það ef þú myndir mæta.Já við Anna erum nágrannar getum horfst í augu út um eldhúsgluggana okkar, og ekki nóg með það heldur er hún föðursystir tengdadóttur minnar, að þessu komust við Anna í gegnum bloggið. Já Milla mín ég er að fara til spánar, fer alltaf á þessum tíma á hverju ári . Þetta með Tinnu mína ætla ég ekki að reyna útskýra fyrir jafn saklausri manneskju sem þú ert .Takk fyrir innlitið dúllan mín mér þykir vænt um þig.

Erna, 5.5.2008 kl. 20:34

5 identicon

Tinna verður að hugsa fyrst um göngutúranna með fóstra áður en hún  veður út í vilt kynlíf meðan þú verður úti Erna mín. þú þarft ekki að hafa neinnar áhyggur af henni Tinnu hún vil ekki hvern sem er, í það minnsta ekki ég það verður vandað til verks.

Sangríukveðjur

Fóstri 

Einir Örn Einisson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Sæl Erna ég segi bara góða ferð, það þíðir lítið fyrir mig að byrja að telja niður þar sem það eru 81 dagur í mína ferð

Sölvi Breiðfjörð , 7.5.2008 kl. 04:37

7 identicon

Hæ æðsti STRUMPUR, þú leynir á þér  þetta er flott hjá þér.

Var búin að reyna að reikna í huganum vörnina hjá þér, en endaði á reiknivélini ufffff 

Sjáums fljótlega

Didda (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Erna

Takk fyrir innlitinn elskurnar, elsku systir ertu að meina sólarvörn  Hlakka til að hitta  dúllan mín

Erna, 7.5.2008 kl. 15:04

9 Smámynd: Erna

Hlakka til að hitta þig dúllan mín átti það að vera

Erna, 7.5.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband