3.6.2008 | 22:14
Framkvæmdir og tímaleysi.
Þá kemur smá blogg. Komin heim frá spáni kom á föstudagskvöld eftir frestun heimfarar þrisvar vegna bilunar, nei nei ekki í mér
heldur vegna bilunar í flugvél, vorum nú samt ekki komin út á flugvöll sem betur fer, fengum aðra íbúð í sólarhring og græddum frábæran dag úti + inneign hjá heimsferðum upp í næstu ferð
Annars vorum við ekkert sérstaklega heppinn með veður frekar kalt og talsvert rok. Það var víst heitara hér á Akureyri heldur en hjá okkur út á costa del sól
.En við skemmtum okkur vel og það er fyrir mestu. Hér eru búnar að vera heilmiklar framkvæmdir á lóðinni búið að grafa upp bílastæðið og garðin fyrir framan húsið og setja fleiri tonn af salla og möl. Þetta er orðið rosa fínt og allt annað að sjá, svo settum við skjólveggi fyrir framan húsið. Þannig að það hefur verið nóg að gera hjá mér í þrifum eftir að ég kom heim það berst svo mikið inn þegar svona framkvæmdir standa yfir, það var fínn salli yfir öllu hér innandyra. En nú er allt að komast í fastar skorður, Bjössi minn fór út á sjó í kvöld og ég fer að vinna á morgun. Nú fer líka að gefast meiri tími til að kíkja á bloggið og heilsa uppá ykkur kæru bloggvinir.
Bless í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ, ég þakka fyrir bloggvina-samþykkið..
En já það hefur komið fyrir að veðrið hér á landi er betra en í sjálfum sólarlöndunum..
Eigðu góðan dag. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:12
Halló var bara a-ð flakka og ákvað að senda þér smá kveðju
egvania, 4.6.2008 kl. 21:42
Kæra Erna takk fyrir fallega kveðju. Dagurinn í dag er bjartur og fallegur og hef ég þá trú að hann varði svo. Það er alltaf erfitt að kveðja góða vini sem fara á þann stað sem leið okkar allra liggur að lokum. Kærleiks kveðja frá mér til þín
egvania, 6.6.2008 kl. 14:02
Takk fyrir innlitin dúllurnar mínar
Erna, 8.6.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.