Nú er úti veður vott.

Góðan daginn þá er nú blessuð rigningin mætt á svæðið, ég er búinn að senda sólina suður yfir heiðar, en fæ hana aftur til baka um miðja vikuna ef LadyVally tímir að skila mér henni Wink  Hér á bæ er nú frekar rólegt ég er með hundaömmustrákinn í pössun en hann er óþægðarangi, ég er nú að reyna að siða hann til en hann bræðir mig jafnharðan með sínum brúnu fallegu raunamæddu augum, alveg hissa á því að ég skuli vara að skamma sig. Tinna mín er með þóttasvip yfir þessu öllu og þykist yfir hann hafinn, en hún er nú ekki dannaðri en það en hún kútveltist með honum út í garði í leik og uppátækjum þegar hún heldur að ég sjá ekki til. Svo bætist við í vikunni tvær kisur sem ég ætla að passa á meðan brósi minn og fjölsylda verða erlendis en þær verða nú ekki hér á heimilinu ég fer til þeirra og sinni þeim þar, en þetta eru yndislegar innikisur og sérvitrar með afbrigðum. Ég vona nú samt að ég fari ekki alveg í hund og kött. Jæja nú þarf ég að fara að taka inn hundana hundblauta og gefa þeim morgunmatinn. Eigið góðan dag elskurnar Heart Ég er farinn í hundanaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara nóg að gera hjá þér elskan í hundunum.
Hún Vally tímir ekki að gefa okkur sólina sína svo ég tali nú ekki um lognið.
Nú er ég að skjóta á hana þessa elsku, má það ekki hún er svo góð.
                     Knús til þín Erna mín
                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: egvania

Halló mikið er ég fegin að vera ekki heimsk takk fyrir góða nótt ætla að smala saman ömmustelpunum þær ganga sjá ala núna á meðan ég sit hér.

egvania, 8.6.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Hehehehehe skemmtilegt blogg hjá þér, þetta eru yndisleg dýr..

hafðu það gott, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Erna

Hæ elskurnar minar og takk fyrir innlitin, eg hef ekkert getað bloggað eða kommentað hjá ykkur því tölvan mín er biluð.Og engin heima til að hjálpa mér.En ég læt heyra frá mér þegar þetta kemst í lag hjá mér dúllurnar mínar og hafið það sem allra best. Ps.ladyVally takk fyrir að skila sólini hún kom í gær.

Erna, 13.6.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Það er óskandi að blessuðum dýrunum hafi komið sér saman um að halda friðinn.

Sölvi Breiðfjörð , 16.6.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband