Tölvuleiðindi og sólarleysi.

Smá fréttir af mér, talvan mín enn í verkfalli og ég veit ekkert hvenær því líkur. En ég fæ stundum afnot af tölvuni hennar dóttur minnar.Annars er bara allt gott að frétta komin í sumarfrí en sólina vantar, mér finnst nú sunnanmenn farnir að vera ansi frekir á hana. Í gærkvöldi komu börnin og tengdabörnin í mat til mín sem var yndislegt. Svo komu skemmtilegir og kærir gestir í dag, enginn önnur en Milla mín uppáhaldsbloggari og engillin hennar hann Gísli með þeim voru Dóra mín vinkona og droparnir hennar tveir Guðrún Emilía og Sigrún Lea. Það fylgir þeim svo mikil gleði hlátur og kærleikur, sem ég finn liggja í loftinu löngu eftir að þau eru farinn. Takk fyrir komuna frábæru vinir. Ég er nú eiginlega farinn að bíða eftir honum Bjössa mínum að hann komist í frí en hann kemur sennilega ekki í land fyrr en í næstu viku, þá get ég vonandi dreigið hann á eitthvað flakk með mér. Læt þetta duga í bili og vonandi hættir talva gamla í verkfalli fljótlega. Knús á ykkur og njótið lífsins elsku vinir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Erna mín, okkur vantar svo sannarlega sólina hér en við fáum víst engu um það ráðið því miður.

Ég sendi þér engil sem ég vona að veiti þér gleði. Angel 3 





egvania, 14.7.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Erna

ladyVally. Ef þú rekst á hana endilega sendu hana hingað norður.

Ásgerður mín, engillin gladdi mig.

Takk fyrir innlitin og eigið góðan dag.

Erna, 15.7.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku besta vina mín takk fyrir kærleiksrík orð í okkar garð, bara að segja þér að þú ert yndisleg heim að sækja, mér og englinum þykir undur vænt um þig og þína. Það er nú ætíð sagt að líkur sækir líkan heim og það á við um okkur því þú ert full af gleði og kátínu sjálf.

Vonandi kemur Bjössi heim fljótt þá akið þið í sólina, en ekki var hún fyrir sunnan, þar var bara rok og rigning.
Knús til þín skjóðan mín.
Millaguys.
Gísli biður fyrir kveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 19:59

4 identicon

Velkominn á fætur gamla mínhöfum það gott í sveitinni, rt að fara út að labba og hreifa mig ekki veitir af eftir allar kræsingarnar í fríinuþað er alltaf gaman að koma til ykkar, og kominn 28.ár síðan að við hittumst fyrst, ég man ennþá eftir þeim degi. En þú.

Dóra (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:56

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Í þessum töluðum ( rituðum ) orðum að þá er sól hér fyrir sunnan....En hvar á landinu býrð þú??? sólar-knús á þig mín kæra kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 12:12

6 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín, ég segi líka takk við kommentinu þínu þið eruð alltaf velkomin

Dóra mín, ég man eftir því þegar við hittumst fyrst, enda hefur þú oftar en einu sinni minnt mig á það Knús krúttið mitt

Gunna mín ég er búsett á Akureyri þar sem alltof sjaldan hefur sést til sólar í sumar, fengum reyndar sól í gær og í dag  en ekki var nú hátt hitastigið í norðanáttinni. Kveðja til þín Gunna mín

Erna, 17.7.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband