18.7.2008 | 18:55
Þrír á palli.
Nú hef ég náð þremur dögum í sól á pallinum
hitastigið hefur að vísu ekki farið mikið yfir 10 gráður. En ég er sátt annað er bara ekki í boði hér á Akureyri
. Eins og þið hafið sennilega rekið ykkur á kæru bloggvinir þá er ég komin með tölvu sem virkar og það er allt elsku brósa mínum að þakka. Hann sá að þetta gæti ekki gengið lengur og bjargaði Strumpnum sínum. Takk elsku Addi minn
Það er gott að eiga góða að. Annars er bara allt við það sama hjá mér, ég er bjartsýn á helgina það er verið að lofa okkur norðlendingum SÓL um helgina og ég ætla að njóta hennar og jafnvel skreppa á sveitamarkað, eða að gera eitthvað skemmtilegt. Góða helgi elskurnar mínar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Erna mín tilhamingju með tölvuna og sólina, ég ætla að slappa af um helgina með mínu húsbandi og köttunum tveim.
Börnin flogin á heimaslóðir og allt svo rólegt í kotinu.
Þau eru svolítið skondin ég er með speglasúlu og þegar þau ganga um þá stoppa þau og skoða sig.
Kærleikskveðja til þín og góða helgi
egvania, 18.7.2008 kl. 19:16
Nei Dóra mín það er ekki hægt að brenna, blessuð norðanáttin sér um það. Sömuleiðis hafðu það gott um helgina og góða nótt krúttið mitt
Erna, 18.7.2008 kl. 23:04
Takk Ásgerður mín ég ætla líka að njóta helgarinnar og gera eitthvað skemmtilegt
Erna, 18.7.2008 kl. 23:09
Það er nú gott að tölvan er komin í lag. Mikið er maður nú orðin háður þessu tæki. Annars vona ég að þú hafir það gott á Akureyrinni um helgin. Ég er sjálf í Ólafsvík. Held það verði svipað veður hér.
Anna Guðný , 18.7.2008 kl. 23:58
Til hamingju með tölvuna Erna mín! Nú er hægt að bloggast út í eitt. Hafðu það sem best í sólinni..
Óskar Arnórsson, 19.7.2008 kl. 05:16
Erna mín ertu þá búin að fá Bjössa þinn heim finnst það er búið að gera við tölvuna, til hamingju með það, tölvan er orðin viðhaldið manns.
Knús í helgina þína
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 08:43
Knús á þig elska mín og hafðu það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.7.2008 kl. 15:33
Erna mín ert þetta þú sem ég held .Ég vil endilega fá simanúmerið þitt dúllan mín .olofkarls@simnet.is,Iss ég myndi kveikja í grillinu og sjálfri mér á eftir.Og ég myndi henda mér í stóran poll til að slökva í mér ,og dröslast upp úr forarpittinum you no og gleyma mínum bíl og fara bara á þeim næsta þangað til ég myndi uppgötva að ég væri að gera villu .Þá sko færi allt í bál og brand.Og já mig langar að heyra í þér og helst hitta þig .Kveð í bili
Ólöf Karlsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:20
Hey og ég sem var svo dugleg að keyra austur ,og fór heim norðurleiðina vildi ég hefði heft símanumerið þitt þá en svona er þetta bæbæ
Ólöf Karlsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:24
Takk þið öll fyrir kommentin og kveðjur.
Anna mín allavega finnur maður fyrir vissum fráhvarfseinkennum þegar tölvan er ekki til staðar, hafðu það gott á ferðalaginu
Óskar ef ég bara nennti að blogga ég hangi bara inni á síðum hjá öðrum Kveða til þín Óskar minn.
Milla mín hann Bjössi er ekki komin heim ennþá, það var Addi bróðir þessi elska sem reddaði mér
Katla mín sömuleiðis
Vally það var frábært veður hér um helgina og fjör á pallinum
Óla mín þetta er rétt til getið hjá þér, sendi þér póst fljótlega. Bestu kveðjur til þín elsku Óla mín og hafðu það gott.
Erna, 22.7.2008 kl. 00:04
Segi nú bara eins og margir - til hamingju með tölvuna og netsambandið. Hugsanlega eru sólarstundirnar að fara yfir til ykkar þarna fyrir norðan - en hér fyrir sunnan hefur sólin bakað allt undanfarnar 6 vikur eða svo - mínus núna undanfarna daga .. nú snýst veður í lofti og þið fáið sólina líklega - eða vonandi.
Hafðu ljúfa nótt og þakka þér fyrir innlit hjá mér ..
Tiger, 22.7.2008 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.