22.7.2008 | 11:44
Hitt og þetta.
Ég verð nú seint valin sem duglegasti bloggarinn hér í bloggheimum. Ég er bara ekki að nenna þessu og það er ekkert sem bendir til að einhver breyting verði þar á. Ég er að fara á flakk veit ekkert hvert ég fer en reyni að vera þar sem sólin skín, Bjössi er að koma heim í frí og og ég tek hann með, hvað annað, ekki er hægt að hafa hann einan heima, hann veit reyndar ekkert um þetta plan mitt og það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast
Helgin var fín frábært veður kíkkaði í búðir, fór í göngutúra og að sjálfsögðu var fjör á pallinum, gestir litu við og sumir gistu. Í gær ringdi þessi ósköp og þegar kvöldaði fór ég út að tína ánamaðka á lóðinni, það gekk nú frekar illa því þeir eru sneggri en andsk,,,, þessir ormar að stinga sér ofaní moldina ef þeir verða einhvers var, en nokkrum náði ég feitum og flottum
sem duga fyrir veiðina sem brósi minn er að fara í, en það var fyrir hann sem ég var í þessari ormatínslu. Seint mundi ég leggja þetta fyrir mig
Svo í nótt voru það ánamaðka draumar, mér fannst ég vera komin með fullt af ormum sem ég réði ekkert við þeir sluppu upp úr dollunni og eg missti þá úr höndunum á mér og ég var eltandi þá um alla lóð og út á götu
Ekki skemmtilegar draumfarir. Ég veit ekkert hvenær ég nenni að blogga næst þetta verður að duga eitthvað. Elsku bloggvinir takk fyrir öll innlitin og kommentin hjá mér og síðast en ekki síst fyrir þolinmæðina, þó að ekki komi ný færsla dögum saman hjá mér, þá eruð þið samt að kíkka og kvitta þið eruð yndisleg og mér þykir vænt um ykkur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þið verðskulið nú að fara í frí saman þið Bjössi og skellið ykkur í það, en alveg sama hvenær þú kemst í tölvu aftur stelpa mín þá verðum við hér,
hlakka til að heyra í þér aftur dúllan mín, kysstu frænda frá mér
góða ferð og skemmtun, en var það í júní á næsta ári sem þú ætlaðir að koma
misskildi þetta eitthvað sjáumst þá hér en áfram mun ég koma til þín elskan.
Knús kveðjur
Þín Millaguys. Gísli og Neró biðja að heilsa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 12:46
Takk Milla mín, er júní virkilega búinn,ég sem ætlaði að gera svo margt og júlí langt kominn þetta gengur ekki ég fer að vinna í þessu svo er nú eitthvað eftir af sumrinu vonandi. Gleðilega mærudaga og sænskadaga, þetta hljóta að vera heilmikil hátíðarhöld hjá ykkur, vona að veðrið eigi eftir að leika við ykkur. Kveðja til strákanna þinna, Gísla og Neró. Knús
Erna, 22.7.2008 kl. 13:03
Já Erna mín heilmikil hátírahöld, em minna um að sú gamla komist á þau.
Mun bara fylgjast með úr fjarlægð.
Knús knús
milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 14:06
Bara knús og kossar þú kemur fljótt aftur en skemmtið ykkur vel
Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 15:53
Góða ferð Erna mín og hafið það gott í fríinu....ég verð hérna...er ekkert að fara neitt... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 17:09
Erna mín njóttu þess að fara með húsbandið ( lærði þetta hjá ladyVally ) í ferðalag og ekkert að vera þar sem rignir. Leitaðu uppi sólina og njóttu hennar en vertu dugleg að snúa húsbandinu við svo að hann brenni ekki, uhm, já eða verður það öfugt svei mér þá þið verðið að vera dugleg að snúa hvort öðru við eða þannig sko.
Kærleikskveðja og njóttu lífsins.
egvania, 22.7.2008 kl. 21:11
Hafðu það gott í fríinu Erna mín. Ég hefði örugglega kíkt á pallinn hjá þér, hefði ég verið heima. Geri það næst.
Hugguleg ertu að bíða eftir Bjössa. Gaman fyrir hann að fá að koma með.
En ég get lofað þér að sumarið verður búið áður en við vitum af.
Ég hef nú ekki prófað að tína maðka í garðinum,
Anna Guðný , 23.7.2008 kl. 01:29
Erna mín hafðu það gott í fríinu passaðu bara að vera komin á réttum tíma svo þú lendir ekki í útivistarbanni eins og ég .Baráttukveðjur héðan úr Kef
Ólöf Karlsdóttir, 24.7.2008 kl. 19:16
Risaknús á þig Erna mín
Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.