16.8.2008 | 10:05
Laugardagsmorgun.
Góðan daginn Þið sem eruð vöknuð og líka þið letingjarnir sem eruð ennþá sofandi. Ég var vöknuð fyrir allar aldir í morgun, jú ástæðan fyrir því er að ég var sofnuð fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Ég ætlaði að hafa það náðugt og horfa á sjónvarpið eitthvað fram eftir kvöldi en sveif inn í draumheiminn mjög fljótlega en sjónvarpið er mitt svefnlyf og þetta kemur nú æði oft fyrir hjá mér, nema þegar strákarnir okkar eru að spila. En þeir eiga einmitt að fara að spila við Dani á eftir og það verður engin hætta á að ég sofni yfir þeim leik
Ég heiðraði s-þingeyjasýslu með með heimsókn minni í gær, en þá fór ég að hitta hana Dóru mína sem á heima á Laugum í Reykjadal. Það var notaleg stund sem við áttum saman ég og þessi yndislega vinkona mín. Takk fyrir það Dóra mín
Þessu sældarlífi fer nú að ljúka hjá mér, ég byrja að vinna eftir sumarfrí á þriðjudagskvöld og tek þá næturvakt. Allt tekur víst enda
En ég á nú alveg eftir að heimsækja Húsavík í sumar og hver veit, það er nú ekki farið að snjóa ennþá
Magga og Milla hafið það í huga
Njótið svo helgarinnar elsku vinir og gleymið ekki að horfa á strákana okkar á eftir og hugsa hlýtt til þeirra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já góðan daginn vinkona...ég var sko líka vöknuð eldsnemma svona eitthvað fyrir kl 6 í morgun en drullaðist ekki framúr fyrr en um kl 8, enda engin ástæða að fara framúr fyrr. En vonandi ganga strákunum okkar vel ég ætla að kíkja á leikinn auðvitað. Góða skemmtun dúlla, kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.8.2008 kl. 10:23
Sæl elskan ég er löngu vöknuð. Kær kveðja til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 11:02
Gunna morgunstund gefur gull í mund og góðar W.C. ferðir
Katla mín vonandi verður dagurinn þér góður, ég mun hugsa til þín
ladyVally.... Sko það eru komnar fjórar færslur í þessum mánuði hjá mér Vona að nafna þín vinni Grind..kjánana
Erna, 16.8.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.