13.9.2008 | 22:11
ég
Já já elskurnar mínar ég veit að ég er farin að skulda ykkur blokk og komment. Það var bara gott að taka smá blogg pásu. Suðurferðin var æðisleg við gerðum mikið og margt með dóttur og tengdasyni, tíminn var bara allt of fljótur að líða, ég er ekki frá því klukkan gangi hraðar þarna fyrir sunnan. Svo heimsótti ég glænýja, yndislega litla frænku heima hjá Valda bróðir og Guðrúnu mágkonu. En dóttir þeirra Ragnheiður var að gera þau að ömmu og afa og mig að afasystur
Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér og engin leiðindi, sem ég átti von á. Ég heyri í dóttlu á hverjum degi og hún er mjög ánægð í skólanum. Helgin hjá mér það sem er af henni er liðið er búin að vera frábær. Á föstudag kallaði Anna mín frábæra bloggvinkona í mig frá svölunum sínum og bauð mér í kaffi og kleinur, en við búum svo nálægt hvor annari að við getum kallast á. það vissum við ekki þegar við urðum bloggvinkonur. Svo fór ég í deildarpartý heima hjá Rönnu minni sem bauð okkur vinnufélögum heim í grill og heitan pott, frábær matur og ljúf samverustund í góðra vina hópi. Svo er það stóri dagurinn í dag..........Mætti á Kaffi Akureyri til að sjá leik Liverpool og Man. United. Var að sjálfsögðu í mínum flotta Liverpoolbol, við litlar vinsældir hjá þeim sem við borðið sátu, enda júnædid híhí....aðdáendur. Það vita nú´flestir hvernig leikurinn fór, en fyrir þá sem ekki vita þá unnu Liverpool veðskuldaðan sigur
Eftir leik keyrði ég einn tapsáran heim sem bað mig vinsamlegast að taka þetta glott
í burtu, en ég brosti bara breiðar
En ég verð að hætta núna því það eru komnir gestir. Vona að þið njótið kvöldsins og eigið góðan dag á morgun. Guð geymi ykkur og mér þykir vænt um ykkur





Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég vildi að ég hefði verið með ykkur ,en ég átti góðan dag i dag
Erna mín ég er bara að láta vita að ég kom í heimsókn á síðuna þína
En nú veit ég af hverju ég er mikið eldri en þú og þið hinar fyrir norðan og austan
Það er vegna þess að klukkan hér fyrir sunann gengur hraðar en hjá ykkur
Kveðja gamla hróið í Víkinni
Ólöf Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:29
Takk fyrir síðast ,,, þær voru góðar skyrkleinurnar .. Mundu svo eftir Púkanum
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 02:59
Innlitskvitt og hafðu góðan sunnudag mín kæra :)
Aprílrós, 14.9.2008 kl. 05:19
Ég segi nú bara hjá þér eins og hjá honum Dodda, það var gott að annað liði vann.
Ég svaf alveg yfir úrslitunum, en hefði sofið jafnvel þótt hitt liðið hefði unnið.
Til hamingju með árangur þinna manna. Gott að geta glatt þig.
Hafðu það gott í dag ljúfan
Anna Guðný , 14.9.2008 kl. 09:44
Var það Addi sem þú keyrðir heim, æi stúrinn hefur hann verið.
Milla.
Gott að það er nóg að gera og snúllan þín er svona ánægð, flott.
og bara alltaf í partýum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 12:24
Ólöf Karlsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:41
egvania, 14.9.2008 kl. 18:25
Risastórt knús Erna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.