15.9.2008 | 19:41
Styttist í draumaferðina.
Var að fá farseðilinn til Ítalíu á dag og legg í hann 25 nk. Farinn að hlakka mikið til, þetta verður heimikið ferðalag. Við fljúgum til Frankfurt og gistum eina nótt, í keyrum við yfir Brennerskarð inn í Ítalíu um suður Tíról. Endum i Riva del Garda við Gardavatn og þar gistum við í fimm nætur. Þá daga notum við í að fara meðal annars til Feneyja, siglingu á Gardavatni, heimsækjum fallega staði við Gardavatnið Limone og Malcesina. Förum líka til Veróna. Frá Ítalíu förum við til Austurríkis og til Seefeld sem er bær í Tíról. Þar verðum við í þrjá daga og þaðan verður farið til Innsbruck, sem er elsta höfuðborg Tíról og þar er hægt að taka kláf upp upp á fjall. Ég ætla sko ekki að sleppa því. Svo síðustu tvo dagana verðum við í Wurzburg sem er í Franken vínhéraðinu. Komum heim 6.okt. Þetta er ferð sem mig hefur dreymt um að komast í lengi. Og elskulega fólkið mitt lét hann verða að veruleika og gáfu mér þessa ferð í fimmtugsafmælisgjöf. Takk elsku börn, tengdabörn, systkini,og Bjössi. Þið eruð yndisleg. Ef einhver hefur farið í svona ferð eða er á leiðinni, sem les þetta, þá væri gaman að heyrast. Kveðja í bili elskurnar
Athugasemdir
Til hamingju, gaman þegar draumarnir rætast ;)
Aprílrós, 15.9.2008 kl. 20:13
Já ladyVally þetta verður án efa frábær ferð
Krútta mín, það er ekki sjálfgefið að fá drauma sína uppfyllta, ég er ein af þeim heppnu og er þakklát fyrir það.
Dóra mín þú ert nú soddan héri ég er nú ekki búin að gleyma þegar við fórum í tívoli tæki hérna um árið haha þá var nú mín frekar föl eftir þá ferð. En Dóra mín ef kláfurinn pompar þá pompar hann bara Ég get engu um það breytt. En ég sleppi ekki svona tækifæri.
Erna, 15.9.2008 kl. 21:37
Dóra mín þetta kallast kláfur ekki kálfur Á kálfi kæmist ég aldrei upp
Erna, 15.9.2008 kl. 22:15
Strumpur minn til hamingju með ferðina,njóttu hennar í botnMikið öfunda ég þig af þessuNei nei ég fer kannski til Mexikó næsta sumarKveðja Óla gamla
Ólöf Karlsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:52
Góða skemmtun í kláfinum. Ég fæ ennþá hrylling þegar ég hugsa til þess þegar ég fór í svoleiðis farartæki. Jesús minn, held ég aldrei orðið eins hrædd um ævina, nema kannski þegar ég stóð skjálfandi upp á fyrsta palli í Effelturninu og var handviss um að turninn mynda velta. Líka skjálfandi á beinunum í Útvarpsturninum í Vilníus í Litháen. Ég skil ekki af hverju ég lét plata mig í þetta en ég get alveg sagt þér að eftir að hafa tekið kláfinn upp, þá labbaði ég niður. Og var lengi að því. En veitingastaðurinn uppi var flottur og ég skoðai allt umhverfið þar mjög vel á meðal ég var að reyna að telja í mig kjarki til að fara niður í hryllingnum aftur.
En góða ferð og hafðu það ljúft.
Eins og þú vissir var hætt við okkar ferð til Veróna en förum þess í stað til Berlínar. Held það verði fín ferð. Annars erum við að fljúga með Iceland Express svo???? Krossa fingur.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 15.9.2008 kl. 23:38
Góða skemmtun Erna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2008 kl. 10:02
Mikið áttu gott að vera að fara þetta. Góða skemmtun. Ef til vill verð eg búin að droppa í kaffi áður en þú ferð. Annars góða ferð.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:04
Góða skemmtun á kálfinum, en held annars ekki að það verði neitt gaman að ferðast á honum eða með
Fáum nú að heyra í þér áður en þú ferð,
Knús knús
Milla,
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 11:17
En æðislegt Erna mín... það eru komin ár og dagar síðan ég fór út síðast..reyndar komin heil 15 ár...
En góða skemmtun og hafðu það virkilega gott úti. knús og kram vinkona... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 13:32
Hljómar spennandi, góða skemmtun
Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:25
Æðislegt að þú sért að fara í svona draumaferð En það eru komin ansi mörg ár síðan ég fór til ítalíu hummm...1976 þá einmitt fórum við í rútuferð til júoslavíu og fl yndislegt að ferðast þarna er einmitt alltaf á leiðinni þangað aftur enda held ég að ég mundi njóta þess meira í dag en þá enda var ég bara 16 ára þá en æðislegt samt fer í svona draumaferð með kallinum seinna Hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:51
Sæl Erna mín, mikið áttu gott að vera fara til ítalíu, eins og veðrið er farið að láta hér heima, ég óska þér bara góðrar ferðar.
Sölvi Breiðfjörð , 17.9.2008 kl. 20:27
Góða ferð Erna og njótið ykkar í botn.
M, 17.9.2008 kl. 23:14
Innlits-kvitt og góða nótt vinkona. Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 00:00
Strumpur minnBloggið þitt er orðið soldið eldgamalt sendir þú það suður kannskiKomin svefngalsi
Ólöf Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:28
Takk og aftur takk fyrir innlit og komment elskurnar
Erna, 19.9.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.