Ég er mætt.

Sæl verið þið elskurnar mínar. Þá kemur hér smá bloggfærsla, þó fyrr hefði verið hugsar einhver. En ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir fallegar kveðjur, komment, skilaboð og símtöl til mín þið eruð frábær og það yndislegt að finna svona samhug. Ferðin mín var frábær í alla staði, hver dagur var ævintýri og ég segi ykkur meira frá ferðinni seinna. En ég kom heim fyrir viku síðan með töskuna sem ég týndi ekki Wink  hvorki á útleið eða heimleið. Ég hef ekki getað kíkt á ykkur öll síðan ég kom heim en ég reyni að líta við hjá ykkur öllum og skilja eftir spor fljótlega. Bóndinn hefur verið heima síðustu viku og yfirtók tölvuna á heimilinu, en hann er í fjarnámi og var að vinna verkefni og fleira í sambandi við námið, áður en að hann færi út á sjó aftur. Ég ákvað bara að láta hann um tölvuna og bíða bara róleg þangað til að ég kæmist að og það tókst næstum því. Ég var að farinn að ókyrrast yfir þessari endalausu setu hjá honum við tölvuna og bauðst til að hjálpa honum við námið. Eins og ég viti eitthvað um siglingarfræði og eða stöðugleika skipa, en það má alltaf reyna að vera til staðar. Hann afþakkaði pent og horfði á mig með augnaráði sem sagði: Farðu nú bara að sofa, en ég gafst ekki upp baráttuandinn alltaf til staðar og í góðmennsku minni bauð honum að lesa með honum yfir verkefnin og hlýða honum svo yfir á eftir.......en ykkur að segja þá féll það ekki í góðan jarðveg. Ég var alveg rosalega snögg að koma mér í bólið það kvöld. En nú er ég bara alveg með tölvuna fyrir mig, hann fór á sjóinn í gær þessi elska. Knús og kveðjur til ykkar allra í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Hef alltaf heyrt að sjómannskonur elska að fá kallana sína heim, en svo er voða gott þegar þeir fara aftur út á sjó. Rútínan fer í kikkelanekoff

Gaman að heyra frá þér aftur.

M, 15.10.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Aprílrós

Velkomin aftur ;)

Aprílrós, 15.10.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Hæ mín kæra og velkomin heim, gott að fá þig aftur... Þú ert sjómannskona eins og ég... hehehe...minn kall fór á sjóinn í fyrradag og er það reyndar aukatúr, annars átti hann að vera í fríi núna.

Eigðu gott kvöld og ég sendi þér stórt KNÚS og BROS... 

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomin aftur mín kæra

Gaman að heyra að þú fékkst mörg faðmlög frá mér, þrátt fyrir að hafa bara sent þér einu sinni, moggamenn hafa greinilega ákveðið að þú þyrftir að fá fleiri frá mér

Huld S. Ringsted, 15.10.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Velkomin heim dúllan mín saknaði þínVertu góð við húsbandið þitt lánaðu honum tölvuna smáKveðja og knús Rugluspiladósin

Ólöf Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Brynja skordal

Velkomin heim og það verður gaman ef þú kemur með ferðasöguna En ég tróð mér svo mikið í tölvuna hjá kallinum að hann varð að kaupa tölvu fyrir mig svo hann/ég fengi frið allir sáttir hafðu það ljúft og knús

Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim elsku Erna mín þín var sárt saknað. Stórt faðmlag.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 12:00

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín bara gaman að vera búin að fá þig aftur og takk fyrir kaffið í gær það er ætíð jafn gott að koma til þín. heyrðu vorum að endavið að eta yfir okkur af þorski með sveppum, lauk, fersku salati og nýjum kartöflum, ekki hægt að fá betra.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 18:26

9 identicon

Blessuð og velkomin heim úr þinni ævintýraferð. Gott að þú hélst þinni áætlun.(knús til þín) Ég get ekki neitað því að mér létti stórlega að vita að töskum þínum væri borgið. Hlakka til að fá ferðasöguna. Ég sé í anda stórhátíðar svipinn á Birni þegar að þú kaffærðir hann með þínum gylliboðum,já þessi fjölskylda okkar getur verið lúnótt. En hvað er kappinn að nema????

Bestu kveðjur. Magga.

magga (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Erna

Emm: Þetta er hjá þér, það kemur rugl á rútínuna

Takk Krútta mín

ladyVally: Takk fyrir umhyggjuna, sendi þér Knús til baka

Gunna mín gleðigjafi bros og knús til þín

Elsku Huld mér veitti ekkert af öllum þessum faðmlögum

Óla mín ég saknaði þín líka, takk fyrir símtalið

Brynja: Ég hefði átt að vera frekari  þá ætti ég kannski nýja tölvu í dag  Frekjast bara betur næst

Milla mín takk fyrir síðast og verði ykkur að góðu elskurnar. knús

Dóra mín sömuleiðis, vona að þú sért búinn að hvíla þig, er að fara að kíkja aftur á myndirnar

Elsku hjartans Katla mín, þín var líka saknað. Faðmlag til þín og knús

Erna, 16.10.2008 kl. 21:59

11 Smámynd: Erna

Hæ Magga mín, bóndin er að ná sér í stýrimannsréttindi, en hann hefur verið að leysa af með undanþágu. Endilega kíkkaðu í sopa ef þú kemur í bæinn frænka mín, en hringdu á undan eða sendu mér skilaboð hér. Bestu kveðjur til þín og þinna  Takk fyrir innlitið.

Erna, 16.10.2008 kl. 22:12

12 Smámynd: Anna Guðný

Blessuð og sæl Erna mín. Nú er kólna og því kíki ég sjaldnar yfir til þín. Fer bara ekkert oft út á svalir á veturnar.

Velkomin heim. Það er þetta með tölvuna, geturðu ekki bara gefið honum eina svo hann verði til friðs? 

Ert í fríi í fyrramálið?

Anna Guðný , 16.10.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Erna

Anna mín ég er í fríi, endilega kíkkaðu í kaffi

Erna, 16.10.2008 kl. 22:56

14 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Erna mín Rugludósin

Ólöf Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:42

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Stórt knús til þín elsku Erna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.10.2008 kl. 10:43

16 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

innlits-kvitt og eigðu góða helgi og hafðu það sem allra best Erna mín, sendi bros og knús til þín,  kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 19:44

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

KnúskvittGamla hróið

Ólöf Karlsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:58

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Her er ég hér er ég Kvitt rugludósin

Ólöf Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:44

19 Smámynd: Erna

Nei nei Dóra mín, ekki týnd bara löt. Ég er búinn að hafa það mjög gott

Erna, 20.10.2008 kl. 22:14

20 Smámynd: Tiger

Vertu velkomin aftur strumpastelpa ..

Ég er náttúrulega líka kominn til baka fyrir einhverjum dögum en ég er samt ekki ennþá kominn á fullt skrið á blogginu. Veit svo sem ekkert hversu mikið virkur ég verð hér - en mun samt alltaf láta í mér heyra af og til og senda inn færslur eftir nennunni ..

Knús og kreist á þig skottið mitt ..

Tiger, 21.10.2008 kl. 14:24

21 identicon

Hæ elsku frænka og takk fyrir síðast.

Frábært að þið mæðgurnar gátuð kíkt á okkur um daginn, alltaf svo gaman að hitta ykkur. Hlakka til að heyra meira frá ferðalaginu þínu. Kvenfólkið á heimilinu og unglingurinn erum að stinga af í sumarbústað fram yfir helgi á meðan karlpeningurinn vinnur hörðum höndum að nýju eldhúsi.

Bestu kveðjur og knús úr Teigó

Ragnheiður Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:28

22 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kvitt og knús Erna mínRugludósin þín

Ólöf Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:49

23 Smámynd: Erna

lady mín takk fyrir innlitið

Tiger minn kæri,velkomin heim og takk fyrir innlitið. Kreist og knús til baka

Erna, 21.10.2008 kl. 20:31

24 Smámynd: Erna

Elsku Ragna gaman að fá komment frá þér, ég má til með að segja þér að Íris fékk einkunnina 9. Þegar þú varst módelið hennar   Góða ferð í bústaðinn og knús á elsku Guðrúnu Margréti. Ég veit ekki hvort ég næ að hitta ykkur áður en þið farið út elskurnar.  Bið að heilsa öllum.

Erna, 21.10.2008 kl. 20:39

25 Smámynd: Erna

Óla mín engin rugludós hér, bara bjórdós og dós undan grænum baunum. Er hægt að endurvinna rugludósir?  Knús Óla mín.

Erna, 21.10.2008 kl. 20:49

26 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Nei Erna mín við erum of ruglaðar þeir mundu aldrey ná því að snú okkurFáum okkur bara bjór ,skál ég restina

Ólöf Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:50

27 Smámynd: egvania

Hæ Erna takk fyrir innlitið.

Við sjómanns konurnar viljum hafa þetta allt í réttum skorðum ekki satt ?

Bara svona að minna þig á það að það er ekki víst að ég þekki þig aftur vinsamlegast pikkaðu í mig ef ég læt sem að ég sjái þig ekki.

Ég er fegin að þú er komin heim en það hef ég víst skrifað áður og svo er eitthvað skrítið við það að hér vantar tvær færslur frá mér.

Sennilega hef ég aldrei sent þær það er sko líkt mér.

egvania, 22.10.2008 kl. 22:34

28 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín það er farið likta bloggið þittKveðja og knús hróið í snjónum blauta

Ólöf Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 22:44

29 Smámynd: lady

velkomin aftur ,og takk fyrir mig elsku bloggvinkona

lady, 22.10.2008 kl. 23:34

30 identicon

Frábært að heyra hvað Íris fékk hátt, enda ekki við öðru að búast þetta var svo flott hjá henni :) Við höfðum það rosa gott í bústaðnum, yndislegt að komast aðeins í sveitasæluna :)

Kossar og knús norður

Ragnheiður Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband