8.12.2008 | 00:10
Helgarlok.
Enn ein helgin að líða undir lok. Þessi helgi hefur verið mjög góð hjá mér, en lítið hef ég verið í jólaundirbúning. Tengdapabbi fékk útivistarleyfi frá sjúkrahúsinu á laugardag og sunnudag í nokkra klukkutíma í senn. Ég náði í hann á spítalan og hann var hjá mér og það var frábært að sjá hvað hann lifnaði allur við og hresstist við að koma í annað umhverfi. Hafþór fór með afa sinn í örlitla göngu hér fyrir framan húsið hjá mér og kom hann endurnærður til baka. En fara verður afar varlega því þrekið á langt í land og þolinmæðin hjá elsku tengdapabba líka. Helst vill hann fara að hlaupa um enda mikill harðjaxl. En allt hefur sinn tíma. Bakaði nokkrar vöfflur í dag með kaffinu, sem er nú ekki mikið til frásagnar, en er að gera henni Tinnu minni eitthvað slæmt, hún fékk örlítið að smakka sem hún hefur greinilega ekki þolað og rekur við í laumi og fnykurinn eftir því Svo skaust ég á jólahlaðaborð í gærkvöldi, en það var haldið í Sveinbjarnargerði, frábær matur en allt of margir réttir var algjörlega sprungin þegar kom að eftirréttunum en þeir voru BARA SJÖ....... Fékk mér bara kaffisopa og svo var farið heim og beint upp í rúm
Svo fer nú að styttast að elsku dóttlan mín komi heim, en hún útskrifast 11 des sem förðunarfræðingur Og mikið hlakka ég til að hitta hana
Hafið það gott elsku vinir og takk fyrir öll innlitin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag Erna mín.
Gott að sjá að þú áttir góða helgi.
Það er gott að lesa hér að tengdapabbi þinn er að hressast en honum er óhætt að fara varlega svona til að byrja með.
egvania, 8.12.2008 kl. 05:49
Gaman að heyra að helgin hafi verið svona skemmtileg hjá þér og vonandi fer tengdapabbi þinn að hressast meira og úthald hans að aukast.
Til hamingju með dóttur þína.
Magnús Paul Korntop, 8.12.2008 kl. 05:51
Gott að heyra um tengdapabbi þinn er að koma til eigðu góðan dag elsku Erna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 12:12
Gott að þú hafði það gott um helgina Erna mín það er bara allt að gerast hjá þér. Það hefur ekki verið amalegt að fara á jólahlaðborðið mikið gott að borða. Ég fékk svínarif á Aski á laugardaginn það er mitt uppáhald á þeim staðnum.
Knús til þín og eigðu frábæran dag elskuleg.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:03
Já, það er alltaf gott þegar fólk getur farið af sjúkrahúsum eða heimilum til að fá tilbreytingu í það daglega. Dagsferðir í bæinn eða bara heim til maka eða barna geta gefið mikið af sér og hreinlega bjargað sálarheill þeirra sem þurfa að dvelja á stofnunum vegna veikinda eða aldurs..
Knús og kram í jólaundirbúning og aðventuna þína ..
Tiger, 8.12.2008 kl. 16:49
Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 20:06
Var einmitt að hugsa það sama og Tiger, alltaf gott að komast út á sjúkrahúsinu og í annan umhverfi. Ekki verra að það sé til þín.
Annars bara hafðu það ljúft
Anna Guðný , 9.12.2008 kl. 21:59
Yndislegt að heyra með tengdapabba hann verður örugglega fljótur að ná upp þrekinu, ætli hann þurfi svo ekki að koma í þjálfun hingað svona þegar hann er búin að ná sér vel.
var ég búin að segja þér að ég hitti Erlu tengdó þína um daginn á tónleikum upp í skóla, hún var á heimleið.
Æi það verður nú gott að fá dúlluna heim maður er svo glaður er allir eru nálægt manni.
Ljós í daginn þinn ljúfan mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 08:31
Til hamingju með sigur okkar mannaOg vona að tengdapabbi þinn nái sér fljótlega .
Knús á þig og þína Erna mínÓla
Er lítið við þessa dagana fann hobbý
Ólöf Karlsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:12
Góðan daginn skjóðan mín og ljós í daginn þinn.
Þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 07:58
Til hamingju með Írisi þína :) Hún hefur án efa útskrifast með glæsibrag!
Bestu kveðjur frá Óðinsvéum frá litlu frænkunni þinni og auðvitað okkur skötuhjúum líka :)
Ragnheiður frænka (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:16
Það er svo niðurdrepandi að vera á spítala en það kemur fyrir að maður þarf að vera þar, en þá er einmitt svo gott að geta komist í annað umhverfi ef maður þarf að vera á spítala í einhvern tíma.
En innlilega til hamingju með dóttur þína Erna mín.
knús og klemm.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.