21.12.2008 | 13:40
Jólin koma.
Þá er undirbúningur fyrir þessi jól að ljúka, búið er að þrífa, skreyta, kaupa jólagjafir og pakka inn. Jólamaturinn komin í hús og allt sem því fylgir. Á borðum hjá okkur á aðfangadagskvöld verða rjúpur fyrir strákana en hamborgarahryggur fyrir stelpurnar, ásamt allskonar meðlæti sem ég nenni ekki að telja upp. Á jóladag verður kalt hangikjöt með rjómajafningi, baunasalati, kartöflum, rauðkáli og laufabrauði. Ekki alveg ákveðið hvað verður á annan í jólum, trúlega verður það lambalæri. Þetta verða vinnujól hjá mér, byrja á vinnutörninni minni á Þorláksmessu kvöld tek þá næturvakt á svefndag á aðfangadag sem er ágætt ég get þá verið með fólkinu mínu þetta hátíðarkvöld. Jóladag og annan í jólum verð ég á kvöldvöktum. Í dag ætla ég ekki að gera neitt nema að njóta, rápa í búðir fá mér kakó með rjóma, hitta fólk á förnum vegi og spjalla, kaupa kannski eitthvað fallegt handa sjálfri mér, sem sagt þetta verður dagurinn minn í gleði og kærleik. Vona innilega elsku vinir að þið eigið líka góðan dag, þið heyrið frá mér aftur fyrir jól. Ljós og kærleikur til ykkar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hljómar yndislega. Gott að vera búin að öllu og njóta sín bara.
Eigðu ljúfan og yndislegan dag elskuleg mín.
Kærleiks jólaknús á þig.
Aprílrós, 21.12.2008 kl. 14:00
Já það er æðislegt að vera búin að öllu. Ég kláraði allt í gær og búin að pakka öllum jólagjöfunum og jólamaturinn komin í hús.
Eigðu góða daga kæra vinkona.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.12.2008 kl. 17:53
Elsku Krútta mín ,ég hef ekki getað kommentað við síðustu færsluna þína, það vantar athugasemdarlínuna,er þetta eitthvað sem er bara hjá mér? En hvað um það dagurinn hjá mér var alveg frábær. Takk fyrir innlitið og ég sendi þér kærleik og jólaknús til baka.
Erna, 21.12.2008 kl. 20:41
Dóra mín ég drakk tvo bolla fyrir þig og fór létt með það
Gunna mín það er notaleg tilfinning að vera búinn að sem flestu og getað slappað af og átt stund í rólegheitum. Ég bara þarf á því að halda áður en vinnutörnin mín byrjar
Erna, 21.12.2008 kl. 20:47
Hugs, hugsið virkaði. Nota sömu uppskrift og mig minnir að þú hafir notað í fyrra. Ekki vanþörf á, miðað við ástandið á honum.
Anna Guðný , 22.12.2008 kl. 00:24
Það er nú gott að þú þarft ekki að vinna á aðfangadag Erna mín þú getur að minnst kosti tekið upp pakkana í friði og ró. Annars finnst mér gaman að vinna á aðfangadag sérstaklega á meðan ég vann á Sankti Frans. Þar var jólastemmingin engu lík.
Hafðu það gott um jólin og farðu vel með þig í vinnunni.
Jólaknús og kærleiksljós til þín og þinna.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:27
Gleðileg jól, þau geta verið góð þótt í vinnunni sé.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.12.2008 kl. 22:44
Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar Erna mín .Óla og vala
Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.