Síðasta bloggið.

Þetta verður síðasta bloggið mitt á þessu ári.....sé svo til hvort framhald verður á nýja árinu.

Jólin mín voru ágæt var mikið að vinna en átti góðar samverustundir með fjölskyldunni á milli. Fór í jólaboð á jóladag og hitti þar ættingja og vini, einn ástvin vantaði í hópinn og fann ég vel hvað hans var saknað, en ég veit að hann var hjá okkur, þetta jólaboð er og hefur alltaf verið haldið heima hjá honum. Guð blessi minningu þína elsku frændi minn. Ég fékk margar fallegar jólagjafir m.a. Tvær bækur, diskana með Rúnari Júl og Vilhjálmi Vilhjálms, snyrtivörur að sjálfsögðu frá förðunarfræðingnum nú á gamla að fara punta sig Woundering leðurstígvél, skyrtu, nú fer mín að slá gegn Tounge Tvo yndislega engla alvöru sko Halo jólakúlu og jólaóróann2008 í safnið mitt... Svo hef ég nú passað vel upp á það að kýla vömbina hvort sem ég er heima eða í vinnunni og hef nákvæmlega ekki neitt samviskubit yfir því hef bara notið þess,og ég ætla að halda áfram að borða góðan mat og tertur fram yfir áramót.

Svo er nú kallinn minn orðinn pungur fékk skírteini um það í dag, en hann hefur verið í fjarnámi í vetur til að ná sér í réttindi. Fékk frábærar einkunnir úr þessum fjórum fögum sem hann var í. 9. 9. 10. 10. Til hamingju pungurinn minn Wizard Svo ætlar hann að halda áfram næsta haust og taka stýrimanninn. Þetta er að verða hálfgert fræðasetur tvær útskriftir á einum mánuði, af þrem fjölskyldumeðlimum.

Svo fer nú að líða að einum leiðinlegasta degi ársins gamlársdegi alla vega finnst mér og henni Tinnu minni það, þolum ekki þessar bombur og sprengjur og svo eru margar minningar tengdar þessum degi ekki allar góðar. Og svo þarf ég nú endilega að eiga afmæli, einmitt þennan dag af 365  dögum ársins. En ég held að þetta bjargist í ár...... ég fór og fékk róandi fyrir hana Tinnu mína hjá dýralækni í dag, var búinn að ráðfæra mig við elskulega bloggvinkonu og hún mælti með þessu fyrir hana. Fékk tvær róandi og kl.21 á  gef ég Tinnu minni aðra töfluna...........

og tek svo sjálf inn hina, svo rússum við bara saman inn í nýja árið einhverstaðar undir rúmi í felum Sick

En elskurnar mínar ég verð heima til að taka á móti gjöfum og blómum til kl 17 á gamlársdag en þá þarf ég að mæta í vinnu en verð komin heim aftur kl 21. Wizard

Elsku bloggvinir og aðrir sem hafa heimsótt síðuna mína, ég þakka ykkur kærleik og elskulegheit  á árinu og óska ykkur velfarnaðar og alls hins besta á nýju ári HeartHeartHeart

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

TIL HAMINGJU MEÐ MANNI ÞINN ERNA MÍN OGTIL HAMIGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKAN ÞAÐ ER SAMA HÉR MEÐ GÁLÁRSKVÖLD EKKI GÓÐAR MINNINGAR. ÞÚ ERT DÁSAMLEG MANNESKJA. GLEÐILEGT NÝTT ÁR VONANDI HÆTTUR ÞÚ EKKI ÞÚ ERT ÓMISSANDI ÞAÐ FINNS MÉR KÆR KVEÐJA LJÚFUST. 

Kristín Katla Árnadóttir, 29.12.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Erna

Takk elsku Katla mín, gaman að sjá að þú heitir líka Kristín, Það nafn þykir mér vænt um en móðir mín heitin hét því nafni. Koss og áramótaknús elsku vinkona

Erna, 29.12.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já ég er sko búin að kýla út vömbina og fataskápurinn er næstum því ónýtur.. allt að verða of þröngt um mittið..en ég ætla að taka á því með trukki eftir áramót. Eins og ég talaði um á blogginu mínu að það verður farið á melónukúrinn.

En með gamlárskvöld að þá finnst mér svo gaman að sjá alla ljósadýrðina...ég horfi bara á og læt aðra um að skjóta.

En ég óska þér gleðilegs árs og vona að nýja árið verði þér til heilla, og takk fyrir bloggvináttuna og vona að þú haldir áfram á nýja árinu. Því að ég mun sakna þín.

Eigðu góðar stundir elsku vinkona og til hamingju með afmælið þann 31 des.

Knús og kram.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: egvania

 Elsku Erna mín ein ömmustelpan mín er fædd á síðasta degi ársins af öllum dögunum sem fram undan voru á nýju ári hafnaði hún og valdi þann síðasta ársins.

Kærleiks kveðja og við höldum áfram að blogga eftir áramót þú manst hvar þú ert í röðinni.

Ásgerður

egvania, 29.12.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Erna

Takk Gunna mín, það er ljótt með fataskápinn þinn, þú verður bara að fjárfesta í nýjum fataskáp einhverstaðar verður þú að geyma fötin þín. Meiri þrengslin í þessum fataskápum alltaf hreint

Gleðilegt ár vinkona og takk fyrir hress og skemmtileg blogg og komment á árinu sem er að líða. Áramótaknús gleðigjafinn minn

Erna, 30.12.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Erna

Takk elsku Auður, fór að þínum ráðum og fékk kvíðastillandi handa henni Tinnu minni. Hún er reyndar nú þegar ómöguleg og líður illa en ég leyfi henni að sofa fyrir framan rúmið okkar. Svo vona ég að gamlárskvöld geti liðið hjá henni án stress. En einhvernveginn er ég með hálfgert samviskubit yfir því að lauma í hana pillum. Knús Auður mín og góða nótt

Erna, 30.12.2008 kl. 00:36

7 Smámynd: Erna

Ásgerður ég get sagt þér það að elsku ömmustelpan þín á eftir að tuða yfir þessum afmælisdegi sínum, ég veit að vísu ekki hvað hún er gömul......en ég tala af reynslu það var ömurlegt að þurfa að bíða eftir bílprófinu, komast inn á böllin, og  síðast en ekki síst að fá athygli þennann dag, því þetta er jú gamlársdagur og allir uppteknir af því að skemmta sér og eitt stykki afmælisbarn verður útundan. Það munaði bara einum klukkutíma og korteri að ég væri fædd 1 jan.  Sjáum til eftir áramót Ásgerður min með bloggið en ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni ? Kveðja og knús

Erna, 30.12.2008 kl. 01:08

8 Smámynd: Erna

Elsku lady Vally ,takk takk ég fer að kommenta til þín fljótlega. Knús í bili

Erna, 30.12.2008 kl. 01:11

9 identicon

Til hamingju með þetta allt saman manninn og afmælið . Og gleðilegt ár.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín enn og aftur til hamingju með hann Bjössa þinn, þeir eru bestir þessir rólegu sem læða samt út úr sér, allavega er ekki hægt að plata hann.
Og dóttlan þín einnig svona flott.
Ég segi nú bara til hamingju með daginn á morgunn og við verðum örugglega í stíl elskan að drepast úr hræðslu, en eitt vitum við að það lýður hjá.

Er að hugsa um að loka mig með Neró inni í herbergi og njóta þagnar í 10 mínútur í kringum áramótin, Hún Ásthildur er að stinga upp á þessu við sína bloggvini.

GLEÐILEGT ÁR OG TAKK HJARTANLEGA FYRIR ÞAÐ GAMLA.
Ljós og kærleik til þín og þinna
Milla og Gísli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2008 kl. 14:26

11 identicon

Til hamingju með húsbandið Erna mín nú getur hann farið að sigla með þig út á hafið bláa. Hvað er þetta með sprengihræðsluna þarftu ekki bara að skjóta upp nokkrum bombum svo þú hættir að skríða undir rúmið. Það er nú ekki amalegt að eiga afmæli svona seint á árinu þegar maður er komin yfir vissan aldur. Ég er sem sagt lang yngst af mínum gömlu bekkjarfélögum komst að því um daginn. Svo er ég lang yngst af mínum systkinum þannig að ég er í góðum málum alltaf litla þæga stelpan.

Hafðu það gott á afmælisdaginn elsku Erna mín og ég vona að þú liggir ekki undir rúminu allan daginn. Hvernig er það getur þú ekki fengið þér eitt glas af serrý eða hvítvíni í staðinn fyrir þessar róandi. 

Knús og kveðjur og sérstakt afmælisknús til þín.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla á blogginu elsku vinkona.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:42

12 Smámynd: M

Innilega til hamingju með afmælið á morgun og njóttu áramótanna.

M, 30.12.2008 kl. 18:12

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með afmælið á morgun Erna mín, hafðu það gott um áramótin

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 21:30

14 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með afmælisdaginn á morgun 31 des kl 22:45. Og til hamingju með húsbandið.

Eigið góð og yndislegt gamlárskvöld.

Takk fyrir bloggvináttu á árinu og þín verður mikið saknað ef þu hættir sem ég vona að þú gerir ekki mín elskuleg.

Gleðilegt ár.

Aprílrós, 30.12.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Erna

Elskurnar mínar takk fyrir hamingjuóskirnar, ég ætlaði að vera búinn að kommenta áramótakveðjur til ykkar allra en hef ekki haft tíma, kom heim úr vinnunni kl 21 og fór þá að setja á tertur fyrir morgundaginn. Ég vildi óska að þið gætuð allar sem ein komið til mín á morgun  Ég fer að vinna kl.17 á morgun og verð til 21. En pungurinn minn verður heima og tekur á móti pökkum fyrir mig

Þakka ykkur yndislega bloggvináttu á árinu og megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði elsku vinkonur. Þið eruð frábærar

Kærleikur og knús til ykkar frá afmælisbarninu sprengjuhræddu

Erna, 31.12.2008 kl. 00:40

16 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með daginn Erna mín.

Alveg sjálfsagt að gefa dýrunum róandi á svona kvöldum

Anna Guðný , 31.12.2008 kl. 01:04

17 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ég þoli ekki sprengjur, í denn var ég alltaf á Svalbarði á gamlárskvöld og mér fanst liðið sprengja mikið. Vildi vera inni og var það oftast. Gleðilegt ár sjáumst á nýju ári.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:15

18 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið elsku Erna mín, eigðu yndislegan og góðan dag vinkona. Og vona að þú eigir góð og ljúf áramót.

Gleðilegt ár elskuleg.

Áramótakveðja. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:50

19 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið elsku Erna mín Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún Erna hún á afmæli í dag   

Eigðu góðan dag elskan mér þikir rosalega vænt um þig elsu Erna mín

Óla og vala og fjölskylda

Ólöf Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:13

20 Smámynd: Erna

Þakka ykkur öllum fyrir fallegar kveðjur og komment. Megi nýja árið færa ykkur öllum gæfu og gleði. Takk fyrir bloggvináttuna á gamla árinu. Kærleiksknús til ykkar

Erna, 2.1.2009 kl. 22:44

21 Smámynd: lady

hjartannlega til hamingju með afmælið vil ég um leið senda til þín nýjárskveðju Erna mín og takk fyrir kveðjuna

lady, 3.1.2009 kl. 12:13

22 Smámynd: Erna

Já já Dóra mín hellingur af leti hér

Ég mun ekki blogga meira í bráð en fylgist með ykkur og kommenta hjá ykkur elskurnar mínar

Erna, 4.1.2009 kl. 20:49

23 identicon

Hvað á að fara að skrifa eitthvað leynó hérna?

Hafðu það gott dúllan mín og sofðu vel í nótt.

Vona að þú sért ekki á næturvakt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 00:02

24 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlits-kvitt á þig elsku vinkona.

Vona að þú hafir haft það gott.

kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.1.2009 kl. 02:20

25 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Innlitskvitt og svoleiðis Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 9.1.2009 kl. 19:47

26 identicon

Sæl strympa mín. Langt síðan að þú bloggaðir,löngu orðið tímabært. Ég skrifaði afmæliskveðju í gestabókina. Vona að þú hafir það gott. Knús á alla þína. Magga.

magga (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:47

27 Smámynd: Erna

Valdís mín kæra þú ert alltaf jafn yndisleg. Knús til þín og takk fyrir að minna mig á jólin, hvað gerði ég án þín

Elsku Gunna mín takk fyrir kvittið og sömuleiðis

Óla mín trygg og trú ertu alltaf vinkona

Elsku Jónína ég á engin leyndarmál  

Erna, 9.1.2009 kl. 23:48

28 Smámynd: Erna

Magga mín Strympufrænka, er þig nú farið að langa í rautt  Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku frænka ég var búinn að sjá hana Ég kannski blogga eitthvað, einhverntímann það kemur í ljós. Knús til þín

Eitthvað fer nú að styttast í þinn dag

Erna, 10.1.2009 kl. 00:02

29 identicon

 Rautt hvað...... Ert þú að vinna nk.laugardag..ætla kannski á eyrina og gott væri að fá kaffi(tala ekki um rautt).

Verðum í sambandi mín kæra.  Frænkan.



 

magga (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 20:20

30 Smámynd: egvania

egvania, 11.1.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband