19.3.2008 | 20:50
Sviðalappaveisla.
Hér var að enda heljarinnar sviðalappaveisla étnar hvorki meira né minna en 35 lappir.Þetta er algjört hnossgæti og ekki auðvelt að fá sviðalappir í dag. Er svo heppin að mágkona mín vinnur í Fjallalambi og gat útvegað mér þetta.Ég bauð bróðir og mágkonu,móðurbróðir og konu hans sem öllum finnst þetta sælgæti. Unga fólkið fussar og sveijar yfir þessu og lét ekki sjá sig.Dóttir mín vill stofna samtök gegn svona viðbjóði
En við erum genginn í sviðalappavinafélagið.
Bless í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll systir og æðislegar þakkir lappaveisluna. Má ég vera yfirlappi í sviðalappavinafélaginu?
kv Lappi
Einir Örn Einisson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:34
Lappi minn þú mátt alveg vera yfirsviðalappi mín vegna. Þvi fylgir sá vafasami heiður að hreinsa þær 30 lappir sem eftir eru. Passaðu þig bara á því að fá ekki (að)svif yfir sviðunum. Takk fyrir innlitið Addi minn.
Erna, 26.3.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.