Fyrirhuguð fjallaferð.

Stefnan tekinn á fjöll á morgun. Ég ætla að fara með krökkunum mínum í jeppaferð og á snjósleða á morgun ef vel viðrar, þau eru mikið jeppa, snjósleða og útivistarfólk. Og nú á að taka æðsta Srump með og svei mér þá ég held bara að mig hlakki til. Ég tók þetta strumpapróf sem allir eru að tala um á netinu og vonaði að ég myndi fá útkomuna æðsti strumpur, þar sem ég geng undir því nafni hjá fjölskyldunni og viti menn útkoman: Ég er æðsti strumpur Grin ,,,,,eigum við að ræða það eitthvað Wink . Læt ykkur frétta af ferðinni í kringum Hvítasunnuna, miðað við afköst á blogginu undanfarið. Nú er ég farinn að græja nesti ekki ætla ég að verða hungurmorða uppi á fjöllum, ekki að ræða það. Svo verð ég líka að geta boðið björgunnarsveitarmönnum upp á eitthvað þegar þeir koma og bjarga mér.Frown .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Flott nafngift á þér. Ég ætti nú að kallast þetta líka því bíllinn okkar er kallaður strumpastrætó af krökkunum í hverfinu.Vonandi var rosa gaman í fjallaferðinni, fóru Haffi og Alma? Og hvert fóruð þið? Það þýðir nú lítið að bjóða mér í svona ferð. Ég er svo hrædd utanvega að þú getur ekki ímyndað þér það. En kemur þú ekki með á næsta blogghitting?

Anna Guðný , 13.4.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér Erna mín, er ekki búið að vera gaman, þetta eru bara ævintýraferðir, eða er kannski verið að bjarga þér?, nei bara spyr.
                           Knús kveðja
                            Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Anna Guðný

Þetta er þá spurning um að bíða fram að  Hvítasunnu og ef ég hef ekki séð til hennar í útidyrunum hjá sér hringi ég á björgunarsveitina. Kannski heldur langur tími. Erna mín, dastu ofan í gjótu?

Anna Guðný , 13.4.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Erna

Anna og Milla, þetta er búinn að vera frábær dagur fórum út á Grenivík og uppá Kaldbak fallega orkufjallið sem ég horfi svo oft á úr fjarlæð. Einstök veðurblíða sól og nánast logn og útsýnið var stórkostlegt. Reyndar fórum við ekki alveg efst upp,  taugakerfið í srumpnum þoldi ekki meira er alveg skelfilega bílhrædd og fannst alltaf eins og við værum að fara velta jeppanum  það er svo mikill bratti. Svo fórum við á snjósleða það fannst mér ferlega gaman. Við fórum fimm ég, Hafþór minn og Alma tengdadóttir, Íris mín og Baldur tengdasonur.Svo auðvitað hún Tinna mín heimasæta og Tæson ömmu hundur.Eldaði kjúlla og steikti franskar handa okkur þegar við komum heim.Og er að fara að skríða upp í rúm rjóð í kinnum og þreytt eftir yndislegan dag. Takk fyrir innlitið dúllurnar mínar

Erna, 13.4.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Erna

Takk fyrir að fylgjast með mér Anna mín ég vissi að ég gæti treyst á þig.

Erna, 13.4.2008 kl. 23:16

6 identicon

Til hamingju með Strumpa prófið þú ert vel að því komin. Ég frétti að Jólasveinar, Tröll og þeirra fjölskyldur hafi flúið Kaldbak þegar Æðsti Strumpur mætti á svæðið, ég vona að þetta sé ekki rétt því þú getur verið svo blíð og góð. Þetta er bara einhver misskilingur. Þetta gengur bara vel með bloggið hjá þér, maður á kannski von á 2-3 bloggfærslum fyrir jól.

Strumpakveðjur

Litli Strumpur 

Einir Örn Einisson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Erna

Elsku litli strumpur, ég væri ekki æðsti strumpur án þín . Takk fyrir innlitið yfir sviðalappi og litli strumpur.

Erna, 16.4.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég var einmitt að spá í hvort þú ættlaðir ekki að fara að fá þér mynd sem hæfir nafninu Strumpurinn. En þar sem þú flaugst í gegnum strumpaprófið þá ættirðu kannski að breyta nafninu í Æðstistrumpur sem hæfir jú myndinni. Vonandi eigiði fjölskyldan góða ferð á fjöllin. Það jafnast ekkert á við að vera úti í náttúrunni með vinum og fjölskildu.

Sölvi Breiðfjörð , 17.4.2008 kl. 01:38

9 Smámynd: Anna Guðný

Heyrðu Erna, gaurinn minn var með 3.ára frænku sinni i tölvunni í dag og var að sýna henni bloggið mitt. Sú litla sá ekkert annað en þennan strump og vildi endilega leika hann. Hélt að þetta væri tölvuleikur.

Anna Guðný , 18.4.2008 kl. 00:41

10 Smámynd: Erna

Sölvi ég er nú alltaf á leiðini að setja inn alvöru  mynd af mér,en kann bara ekkert á þetta fæ vonandi aðstoð við það fljótlega.Takk fyrir innlitið. .  Anna mín þetta er bara krúttlegt með tölvustrumpaleikinn. .

Erna, 19.4.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband