16.6.2008 | 16:03
Dagurinn minn
Ekki minn dagur í dag ég fór nú frekar snemma á fætur í morgun, veðrið ömurlegt rigning og rok sem er alveg dæmigert veður á frídögunum mínum, en ég er í einsdags fríi, búinn að vera á vöktum síðan á þriðjudagskvöldið. Byrjaði á því að fara út í garð og stoppa blómapottana af, en þeir voru farnir að hugsa sér til hreyfings í rokinu og kom þeim í skjól ásamt öðru lauslegu. Ákvað svo að fara að ryksuga og skúra sem var alveg komin tími á, hef ekkert verið að eyða tíma í það á meðan ég var að vinna og nú er ég líka laus við óþektarangann hundastrákinn minn, sem skyldi eftir fullt af hárum svona til minningar um sig. Eftir þetta voru garnirnar farnar að gaula og ég stakk mér inn í ískápinn til að sækja mér einhverja næringu, en þar var nánast allt fallið á tíma meira að segja mjólkin var best fyrir 14 jún, það eina sem ekki var útrunnið var tómatsósa, sinnep,egg, epli, kartöflur og hamsatólg. Ég skal viðurkenna það að ég er nú ekkert mjög dugleg að versla inn þegar ég er bara ein heima, borða bara í vinnunni. Þannig að ekki varð hjá því komst að fara í búð og bæta úr þessu ástandi. Ákvað að í leiðinni færi ég og gæfi kisunum sem ég er með í fóstri en til þeirra fer ég á hverjum deigi og dekra við þær, færi þeim harðfisk og soðna ýsu sem þau elska. Þau taka alltaf vel á móti mér mjálmandi og nánast organdi og ég reyni að telja mér trú um að þeim þykji svona vænt um mig og séu svona fegnar að sjá mig ,,,,en það er víst bara matarást ég gef þeim að éta og fyrir utan það er þeim alveg skítsama um mig. Þá er komið að innkaupaferðinni fór á Glerártorg og í nettó, verslaði inn í hungraða ískápinn minn og fékk mér svo eina með öllu áður en ég skundaði út í bíl. En þegar ég kem að bílnum hafði einhver milladóni lagt millajeppanum sínum svo nálægt mínum bíl að það var ekki viðlit að opna hurðina bílstjóramegin ég settist inn farþegamegin og beið ég ætaði sko að láta þennan tilitslausa dóna heyra það,samdi flotta ræðu í huganum en það leið og beið dóninn lét ekki sjá sig ég nennti þessu ekki lengur enda gæti dóninn verið í allan dag að eyða sínum peningum þarna inni, en hann fengi ekki að eyða mínum tíma lengur. Þannig að ég brölti yfir farþegasætið með miklum harmkvælum þar sem mjöðmin á mér mótmælti hástöfum, en ég er mjög slæm af slitgigt í annari mjöðminni. En þetta hafðist og heim komst ég og dróst út úr bílnum og haltraði inn með vörurnar,með viðbjóðslegan verk í mjöðminni, allt þessum dóna að kenna. Vona að hann fái hiksta. Nú er ég búinn að taka verkjalyf og ætla að leggja mig í smástund og vona að þetta skáni, ég nenni ekki að vera draghölt í vinnunni á morgun. Jæja elskurnar mínar þið sem nennið að lesa þetta eigið góðan dag og gleðilega þjóðhátíð á morgun
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú hefðir átt að taka mynd af dónanum og setja hérna inn. Nei, segi svona.
Ertu svo strax farin að vinna á morgun? Mikið er ég fegin að geta bara verið að vinna þegar ég vil. Ekki það að stundum þarf ég að hafa svolítið fyrir því að aga mig.
Vonandi fýkur ekkert og hafðu það gott.
Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 16:09
Já þeir geta stundum yljað mér um hjartarætur þessir trukkaeigendur. En eitt skaltu athuga að bílastæðin eru svo lítil að oft eru vandræði að koma stórum bíl fyrir og líka annað ef við leggjum ekki rétt í stæði þá getur sá næsti sem kemur ekki gert það og svona koll af kolli. Ehe minn er ekki neitt voðalega stór og ég geri alltaf mitt besta.
egvania, 16.6.2008 kl. 17:08
Það er rétt hjá þér Anna Guðný auðvitað hefði ég átt að taka mynd af bílnum Ég fattaði það bara ekki í ergelsinu Já ég fer að vinna á morgun og hinn svo kemur fimm daga FR'I . Takk fyrir innlitið vinkona
Erna, 16.6.2008 kl. 17:11
Ásgerður mín gaman að heyra frá þér Ég reyni líka að gera mitt besta í þessum málum, en þessi dóni gerði það svo sannarlega ekki. Og ég sé svo eftir því að hafa ekki fattað að taka mynd af þessu. Kveðja til þín Ásgerður mín og takk fyrir innlitið
Erna, 16.6.2008 kl. 17:25
Sko þið kunnið þetta ekki, en gerið næst, því ég segi ykkur klækinn.
Farið bara inn og látið kalla svona dóna upp í kallkerfi Glerártorgs, eða látið kalla á lögvaldið, þetta mundi mín gera og hafa gaman af, mundi ekki ergja mig, það er svo gaman að sjá svipinn á svona grobburum sem halda að þeir eigi heiminn þótt þeir eigi Jeppa, segir ein sem er nýkomin niður á jörðina,
og er BARA á stasion
Farðu svo vel með þig stelpa.
Þín Milla.
PS.
Erum að fara fram í Lauga á eftir. Ég held að hún Dóra vinkona þín og dóttir mín, haldi að ég sé að horfalla, en heldur þú ekki að það sé misskilningur í henni, held það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 11:52
Já svona eru bara sumir á þessum jeppadóti sínu....hugsunarleysi frá A-Ö
En gleðilegan þjóðhátíðardag og vona að þú eigir góðan dag í dag. Knús og kram á þig vinkona.
Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:27
Ehm Erna mín hvað hvað skal segja um þetta skelfilega jeppadrasl sem veður um allt og tekur af ykkur bílastæðin og það tvö í einu eitt ætti bara að vera nóg . Elsku Erna ég get bara sagt GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ
Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:03
Milla mín ég hugsaði bara ekki alveg rökrétt í þessari geðillsku minni, en nú veit ég alveg hvað ég geri ef þetta kemur fyrir aftur. Takk fyrir innlitið
Gunna, satt hjá þér vinkona þetta er hugsunarleysi og tillitsleysi. Sumir eru bara einir í heiminum. Eigðu góðan dag´
Kæra Ásgerður, þetta kennir mér líka að vanda mig þegar ég legg í þröng stæði, svo að aðrir lendi ekki í því sama og ég af mínum völdum Hafðu það sem allra best í dag og alla daga
Takk fyrir innlitið ladyVally mín. Kveðja til þín úr sólarleysinu á Akureyri
Elsku Kurr þú þarft sko ekkert að vera kisa til þess að fá hjá mér ýsu og harðfisk Ég skal glöð gefa þér fisk ef þú mætir í eigin persónu vertu æfinlega velkomin. Kveðja inn í daginn
Erna, 18.6.2008 kl. 09:28
ég kannast við þetta að það er lagt of nálægt manni ,,en takk fyrir þín yndisleg orð til mín,,ég mátti til að kvitta aðeins ,,það væri nú gaman að við hittumst við tækifæri,,,en ég skil þig með þessari blessaðir slitgigt,,og annað ,,en við stöndum saman ,þeir sem eiga við sjúkdóm að stríða,,,þú stendur þig bara vel elsku bloggvinkona kveðja Ólöf
lady, 19.6.2008 kl. 13:07
Takk lady mín
Erna, 21.6.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.