9.7.2008 | 21:52
Nauðsynleg gildra.
Þetta finnst mér gott ráð og framkvæmdin frábær. Þetta kemur vonandi alzheimers- sjúklingum og ekki síður aðstandendum til góða. Það hlýtur að vera skelfileg líðan að tína veikum ástvini og þurfa að láta leita að honum, vitandi það að sá hinn sami getur ekki á nokkurn hátt gert grein fyrir sér.
Gervibiðskýli er gildra fyrir sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hehehe...þetta er nú alveg brilll...það veitti ekki af að setja upp svona hér á landi..
Nei það er ekki gott að tína sínum ættingja eða vini sem er með þennann sjúkdóm..því mörg þeirra eiga ekkert alltof gott með að tjá sig..kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.7.2008 kl. 23:32
Frábær hugmynd, og flott að þeir komu henni i gagnið. Ég man eftir því í sveitinni þegar ég var yngri að það kom nákominn ættingi og gisti hjá okkur þegar hann þurfti til læknis á Akureyri. Hann var með Alzheimer. Og ég man að pabbi þorði varla að sofna á nóttunni, því gesturinn var ansi oft kominn af stað á göngu.
Hafðu það gott Erna mín.
Anna Guðný , 9.7.2008 kl. 23:56
Þetta er stórsniðugt, við ættum að taka þetta upp
Sölvi Breiðfjörð , 10.7.2008 kl. 09:58
Takk fyrir innlitin kæru vinir. Verð vonandi fljótlega í betra sambandi þegar leysist úr þessu tölvuveseni hjá mér.
Erna, 11.7.2008 kl. 20:14
Þetta er einföld lausn á hættulegu vandamáli, fólk getur einfaldlega farið sér að voða þegar svona er í pottinn búið
Ragnheiður , 12.7.2008 kl. 13:58
Frábær lausn og heldur gáfulegri en óhófleg lyfjagjöf, sem því miður er alltof oft lausnin til að of fáliðað og útkeyrt starfsfólkið ráði við vandann.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2008 kl. 20:41
Það er svo sorglegt að missa sína nánustu í heim alzheimer, þar sem engin landamæri eru og gengið er á meðan kraftar leyfa. Þetta er frábær lausn þar sem hún á við og gæti gefið starfsfólkinu sem vinnur sig oft í þrot, tíma til að anda léttara og geta svo gengið að fólkinu á vísum stað.
Það er svo merkilegt að á Íslandi í þessu velferða þjóðfélagi okkar er allt til sparað sem að málum aldaðra snýr og við horfum á fjármuni okkar fara í óþarfa.
Gleðjumst saman á stund og stað.
egvania, 13.7.2008 kl. 12:01
Innlits-kvitt og takk fyrir comment... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 11:56
Ég skil þetta alveg. Systir mín vinnur á deild fyrir altzeimer og verður að kynna sig sama fólkinu á hverjum degi árum saman. Það er t.d. búið að setja upp þykjast pósthús og banka inn á deildinni svo þau fái það sem þau vilja stundum. Ég kalla það að sýna veiku fólki virðingu og það gerir hún svo sanarlega, á skítakaupi..gott framtak þetta með skýlið og algjörlega rétt hugsað..
Óskar Arnórsson, 14.7.2008 kl. 14:41
Ég þekki mjög vel til þessa málaflokks, þar sem ég vinn á hjúkrunnardeild sem margir alzheimissjúklingar dvelja. Þetta er ekki auðveldasta starf sem hægt er að velja oft erfitt en einnig gefandi, það er rétt sem þú segir Óskar ekki eru launin til að hrópa húrra yfir og vaktirnar vanmannaðar. Svo þakka ég ykkur öllum fyrir innlitin. Lifið heil.
Erna, 14.7.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.