Flækingur komin heim.

Jæja þá er flækingurin ég komin heim í bili. Við fórum á austfirðina Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík,Eigilstaði, Kárahnjúka og enduðum í sumarbústað á Illaugasöðum. Þetta er búið að vera gott ferðalag veðrið gott allan tíman. Við vorum þrjá daga á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði og það var alveg toppurinn á ferðinni. Alveg ótrúlegt hvað svona lítið bæjarfélag getur boðið uppá í leik og skemmtun. Bærinn allur skreyttur varðeldur, brekkusöngur, flugeldasýning og allskonar menningaruppákomur. Bæjarbúar gestrisnir og fann maður vel hvað við vorum velkomin. Ég hafði aldrei komið þarna áður og þekki engan á þessum stað en það er nokkuð víst að þarna kem ég aftur á þennan fallega og einstaka stað. Takk fyrir mig austfirðingar. Nú er bara verið að dusta af sér ferðarykið og koma sér í égerheimagírinn, svo á ég von á gestum um helgina og svo verður sennilega farið á handverksýningu á Hrafnagili og á fiskidaginn mikla á Dalvík. Þetta fer ég nú að láta duga í bili, vona að þið séuð öll í góðum gír bloggvinir og aðrir og að þið eigið góðan dag. Knús á ykkur öll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Takk ladyVally mín og kærleikskveðjur til þín, vona að heilsan sé góð hjá þér

Erna, 7.8.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Anna Guðný

Velkomin heim Erna mína. Gaman að heyra hvað ferðalagið var gott hjá ykkur. Já, nú er það fiskidagurinn mikli. Það er víst heldur betur komið fullt af fólki þangað.Tjaldvagninn minn er farinn þangað, finn hann í dag. Sjáumst þar

Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Erna

Takk Anna, ég reikna nú ekki með að gista á Dalvík en vonandi hittumst við þar. Góða skemmtun  

Erna, 7.8.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: egvania

Velkomin heim Erna mín nú ertu í því að þvo þvott og viðra er það ekki alltaf gert eftir svona ferðalög. Mitt fellihýsi er komið til Dalvíkur húsbandið fór með hann í gær við áttum öruggt stæði en þvílíkur mannfjöldi sem er þar nú þegar.

 Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 7.8.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Erna

Já svo sannarlega rétt Ásgerður mín, hér er þveigið og viðrað af fullum krafti. Góða skemmtun á Dalvík um helgina

Erna, 7.8.2008 kl. 16:26

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Velkomin heim kæra vinkona...æðislegt að ferðin heppnaðist svona vel.. 

já það er alltaf nóg að þvo og solleis eftir ferðarlög...og hafa allt klárt fyrir það næsta... svo segi ég bara góða ferð og skemmtun á Dalvík næstu helgi..og hafðu það ógó gott... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:27

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim elsku Erna mín og stórt knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2008 kl. 18:02

8 Smámynd: Erna

Takk Gunna mín, ég segi sömuleiðis við þig gott að þú naust þín í þinni ferð norður, þó að dagskráin hafi verið strembin hjá ykkur. Kveðja til þín vinkona.

Elsku Katla mín TAKK Hugsaði til þín á ferðalaginu. Knús og hafðu það gott.

Erna, 7.8.2008 kl. 20:13

9 identicon

Datt niður á þessa síðu frænka mín, þú klikkar ekki og þú ert frábær penni!!!Ég er búin að lesa yfir allt og hlægja mikið. kannski við hittumst á fiskidögum. Þú hefðir átt að koma á mærudaga-bara snilld. Vonast til að hitta þig fljótlega en þetta árið hef ég farið meira austur í sveit en á Ak.

magga (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:07

10 Smámynd: Erna

Hæ elsku Magga mín, gaman að fá komment frá þér. Ætlar þú ekki að opna síðu? Þá getum við kommentað hjá hvor annari  við höfum nú áður skrifast á  Ég á nú bara alveg eftir að heimsækja Húsavík í sumar og ég stefni að því  Ég vona svo sannarlega að ég rekist á þig á fiskidögum frænka mín það væri gaman Vona að allt sé í lukkunarstandi hjá þér og þínum, sjáumst sem allra fyrst og góða helgi

Erna, 8.8.2008 kl. 12:16

11 identicon

Velkomin heim Erna mín ,ég vildi að þú hefðir verið fyrir austan núna um helgina ,ég var þar frá 31 júlí til 6 ágúst ,það var sko geggjað að vera þar mikið um að vera og fínasta veður bara ,Kveðja unga gamla konan

Unga gamla konan (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:58

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín ég er unga gamla konan

Ólöf Karlsdóttir, 8.8.2008 kl. 22:59

13 identicon

velkominn heim Erna mín verðum að fara að hittast.

Dóra (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband