Næturvakt og gleðivíma.

Þá er ég byrjuð aftur að vinna eftir sumarfrí, það er bara ágætt að letilífinu skuli vera lokið í bili. Þegar ég mætti í kvöld byrjaði ég á því að ná mér í vinnuföt sótti mér slopp og buxur og ætlaði að hafa fataskipti en tók þá eftir því að sloppurinn var of þröngur, ég hélt að ég hefði ekki tekið rétt númer, fór og náði mér í annan í mínu númeri en hann var líka of ......þröngur. Það var sem sagt ég sem hafði stækkað í sumarfríinu en númerin ekki minnkað Devil  Ég mátti reyndar alveg við því að stækka, en bara ekki í þessa átt. Nú verð ég bara að taka á þessu með stæl og minka aftur í mína stærð Wink  Svo horfði ég á yndislegu srákana okkar vinna Wizard  Það var góður endir á næturvaktinni og nú er ég kominn heim og get ekkert farið að sofa fyrir gleðivímu. Eigið góðan dag elskurnar Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Já þetta er frábær árangur hjá þeim, vonandi nærðu þér nú niður

Sölvi Breiðfjörð , 20.8.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

hehehehe.....sama vandamálið hér...ég hef stækkað líka en í vitlausa átt... en þegar kallinn fer á sjóinn að þá tekst ég á við þetta þar sem ég mátti ekki við þessu, þó svo að fólk sé að segja mér annað...hehehehe...

En ég sá ekki leikinn og var fúl að hann var ekki endursýndur, en ógó glöð yfir því að þeir unnu leikinn. Þeir eru flottir strákarnir okkar. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já og ég ga ekki vaknaðÞað var svo gott að sofa Svaf leikinn af mér

 Kveðja Söngelska Afdalakerlingin

Ólöf Karlsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín ferð bara í lífstílsbreytingu
ég fann ekki uppskriftina að hummusinu en ef þú rekst á einhverja láttu mig þá vita.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 19:00

5 Smámynd: Erna

Sölvi: Ég náði mér niður að lokum og nú er ég að magna upp spennuna fyrir næsta leik

ditta: Ég vona að þú hafir notið dagsins  Þeir eru snilld strákarnir okkar.

Gunna: Kallinn minn er farinn á sjóinn, svo nú er tækifærið fyrir mig að takast á við þetta. Fínt að geta kennt köllunum um þetta  Þú bara verður að sjá leikin á morgun Gunna mín, Þú lætur ekkert koma í veg fyrir það

Óla: Þú skalt bara sofa þér veitir ekkert af því að hvílast, þetta er örugglega uppsöfnuð þreyta, kvíði og áhyggjur sem þú ert að losna við elsku Óla mín. Farðu vel með þig

ladyVally: Ég þarf að gera athugasemdir við þvottahúsið og benda þeim á að þvo á minni hita, að minnsta kosti sloppana mína. Takk fyrir að benda mér á þetta dúllan mín

Milla: Ég er sko byrjuð  og ég ætla að taka þig til fyrirmyndar, vera jákvæð og bjartsýn. Gangi okkur vel

Dóra: Þú ert nú alltaf í stuði krúttið mitt  Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, en ég er ekki alveg svona bjartsýn  Spái að strákarnir okkar vinni með tveggja marka mun  Ég verð að vinna á föstudagskvöldið,en verð bara í stuði í þar. Fynnst þér það fyndið að sloppurinn passaði ekki  Ekki mér  Hafðu það gott dag sniðuga stelpa

Erna, 21.8.2008 kl. 10:35

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já Erna mín ég ætla að planta mér fyrir framan imbann á slaginu kl 12...leikurinn byrjar kl 12.15 og ætla sko ekki að missa af honum. Síðasti leikur var reyndar endursýndur um miðnætti í gærkvöldi, þannig að ég sá svona pínu af honum... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 11:24

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Erna mín góðan dag og gangi þér vel í vinnunni  Ég ætla sko að horfa á leikinn á morgunn.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 12:23

8 Smámynd: Anna Guðný

Svei mér ef ég kíki ekki bara á leikinn á morgun. Annars er ég rosalega ánægð með þá núna, get bara orðið ánægðari á morgun.

Anna Guðný , 21.8.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: egvania

Erna mín til hamingju með strákana og svo er það þetta með sloppinn fáðu þér bara stærri slopp og ekkert vesen.

Ég er lítil   Fat Woman 4 feit og ætla mér bara að vera það ef ég minnka þá verð ég að kaupa mér ný föt er að vísu alveg sama ég er ein af þeim sem er alltaf fatalaus og skólaus.

Kærleiks kveðja Ásgerður





egvania, 21.8.2008 kl. 22:27

10 Smámynd: M

Slopparnir hafa allir verið settir á suðu

M, 21.8.2008 kl. 22:59

11 identicon

Er þetta með sloppana almennt að ganga á stofnunum eða liggur þetta í ættum að stækka í fríum? Ég bara spyr.  Dásamlegt blogg hjá þér strympa mín. Það er nóg að kíkka á síðuna til að komast í gott skap.

Kveðja á línuna og helst daglegar færslur.

M.Þ.

magga (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:56

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín blogga núna þeir unnu strákarnir okkar ,þeir eru þrusugóðir fékk stöðuna í eyrað  er með talstöð sem ég þarf að hafa í vinnunni .Horfði á byrjun á leiknum  og get horft 

á einhver part svona annað slagið get stolist að imbanum að góna  bæ í bili

Ólöf Karlsdóttir, 22.8.2008 kl. 21:09

13 Smámynd: egvania

Erna mín nýtt lokk hjá mér húsbandið tók þessa mynd í Ásbyrgi er ég ekki bara flott þarna.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 22.8.2008 kl. 21:58

14 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Djö......eru strákarnir okkar frábærir...þeir stóðu sig stórkostlega..magnaður leikur. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.8.2008 kl. 22:17

15 Smámynd: Erna

M. Vinnur þú í þvottahúsinu?  Takk fyrir innlitið og góða helgi.

Erna, 23.8.2008 kl. 00:47

16 Smámynd: Erna

Magga mín þetta er einhver veirusloppasýking sem virðist ná hámarki á haustdögum víða um land. Þetta hef ég eftir landlækni, ég náði sambandi við hann út af þessari breidd og hann vonast til að þetta gangi yfir fljótlega.

Erna, 23.8.2008 kl. 01:06

17 Smámynd: M

Nei biddu fyrir þér   Tel þetta bara vera góða skýringu á viðbættu fituhlutfalli. Góða helgi sömuleiðis og takk fyrir beiðnina

M, 23.8.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband