Komin í vaktafrí loksins.

Þá er næturvaktar marþoninu lokið í bili, og ég get farið að vinda ofan af mér og koma mér á rétt ról. Er kominn í þriggja daga frí og fer suður í fyrramálið. Byrja svo aftur á föstudag og tek þá kvöldvaktir. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að kommenta mikið hjá ykkur elsku bloggvinir og hvað þá að blogga, enda ekki mikið annað hjá mér undanfarið enn að sofa og vinna. Ég hef ekki tekið neitt frí síðan ég byrjaði eftir sumarfrí 19 ágúst. Dóttir mín flutti suður í gær og ég varð döpur og leið eftir að hún fór, en huggaði mig við það að ég er að fara suður til að hjálpa henni við að koma sér fyrir og eins að aðstoða hana við að versla sér þvottavél og ýmislegt sem ungu fólki vanhagar um þegar það er að byrja að búa. Ekki það að hún sé ekki einfær um að gera þessa hluti sjálf, heldur ákváðum við að hafa þetta svona. Ég er kvíðin fyrir vetrinum og eitthvað svartsýn þessa stundina, en ég vonast að það lagist nú fljótlega. Kannski er ég bara þreytt og stressuð og þarf bara góða hvíld til að mér líði betur. En ég ætla að taka mér aðeins bloggfrí þangað til í næstu viku. Ég vona að þið hafið það gott á meðan elskurnar mínar Heart  Ætla að fara einn blogghring áður en ég fer að sofa Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Erna mín ekki vera döpur ég sendið þér ljós. Knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: M

Gangi þér sem best.  Það birtir alltaf aftur

M, 2.9.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Brynja skordal

Knús á þig og gangi þér vel í suðurferð hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Aprílrós

Eigðu gott frí elskuleg ;)knús knús.

Aprílrós, 2.9.2008 kl. 15:40

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Góða ferð suður Erna mín...og ég sendi þér ljós í hjartameð fullt af jákvæðni og vona að það birti hjá þér. Eigðu góða daga og hafðu það sem best... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku stelpan mín góða ferð suður, og mundu þú getur skroppið er þú villt,
svo koma jól og þetta verður liðið áður en þú veist af, en ég skil þig svo vel.
Knús kveðjur og kveðjur til snúllunnar þinnar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 18:34

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að við bloggvinir getum hjálpað hvort öðru gegnum myrkur veturins,  gangi þér vel í borgarferðinni.  Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 21:30

8 identicon

Blessuð besta frænka. Ekki hélt ég að "döpur"væri til í þinni orðabók. Hresstu þig við en mikið skil ég að erfitt sé að skiljast við dóttluna. Ég er búin að þakka mikið fyrir að hafa mínar hér á víkinni, vildi helst hafa öll okkar beggja en eigingirnin mín verður að víkja fyrir vali þeirra. Skrítð að fá ekki að ráða. Við mæðgur reynum aftur en það eru ekki mörg hús sem að skottan samþykkir að heimsækja,en hún segir alltaf já þegar að Erna frænka er nefnd.Farðu vel með þig og koss til allra. M

magga (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:53

9 Smámynd: Erna

Takk... þetta er ómetanlegur kærleikur frá ykkur. Guð gefi ykkur góða nótt

Erna, 2.9.2008 kl. 22:49

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Strumpurinn mín við komumst í gegn um þetta með hjálp hvor annararElskan mín þetta er vont en það venst smá saman en við fáum alltaf afturkipp það er í eðlinu held ég En þú sérð Dísan mín er búin að vera á Neskaupstað í rúm 2 ár en ég er að byrja að venjast því en henni líður vel og þá líður mér vel með það .Kveðja gamla hróið í Vikinni verð í sambandi stubbaknús

Ólöf Karlsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:52

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:27

12 identicon

Hæhæ mömmukrúttið mitt!

Úff er strax farin að sakna þín og pabba svo gríðalega mikið. Það sem þetta er þvílíkt erfitt!! Langaði mest til að fara á eftir ykkur áðan.

Mér finnst svo gott að koma hingað inn og lesa bloggið þitt, þá líður mér svo mun betur :)

Ég elska þig mestast :) Þú ert best !!

Þín Íris

Írisin þín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:41

13 Smámynd: egvania

Sjáðu nú Erna mín þessi söknuður er eins hjá ykkur báðum.

Það er vont en það venst eða gerist það ekki ?

Kærleiks knús Ásgerður

egvania, 5.9.2008 kl. 23:09

14 identicon

Sæl Erna mín.

Takk æðislega fyrir síðast.  Það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn og eiga góða kvöldstund með ykkur Bjössa.  Lillan fór í gallanum, sem þið gáfuð henni, í bæinn í dag, með mömmu sinni og pabba.  Hún er rosalega fín í honum.  Það verður gaman að geta fylgst aðeins með þér hérna á blogginu þínu.  Ég þekki líka þessa tilfinningu að sakna dóttur sinnar, þegar hún flytur að heiman.  Hún venst ekki en gleðin yfir því að hafa alið upp dóttur sem er fær um að bjarga sér í lífinu fjarri mömmsunni sinni er líka góð.  Svo fær maður alltaf gæða mæðgnastundir inn á milli.  Hafðu það gott Erna mín.

Kveðja Guðrún

Guðrún Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 22:39

15 Smámynd: egvania

Hæ, Erna mín ég saknaði þín á hittingnum í dag átti von á því að fá að sjá þig.

Kærleiks kveðja og góða nótt Ásgerður

egvania, 7.9.2008 kl. 00:22

16 Smámynd: egvania

Hæ Erna er alveg til í að fara með þér á kaffihús við tækifæri þekka þér fyrir.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 8.9.2008 kl. 22:44

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hæ Erna mín,ég fékk sendinguna frá þér og var mikið glöð,Þegar Dísa mín fór í dag leið mér eins og þér ,en ég er orðin skólaðri en þú í þessu enda komin lengri tími hjá mérÞetta er erfitt  stubbakveðja gamla hróið Óla

Ólöf Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 23:17

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín þegar þú bjóst hér fyrir sunnann þá vorum við sko ungar fallegar ,nú er ég bara feit og falleg gamalt hró ,best að flytja austur svo ég yngist upp aftur passaðu þig bara verð kanski bar yngri en þú eftir það hehe

Ólöf Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 23:28

19 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Bara að láta vita að ég er ekki búinn að gleima þér Erna, kom heim í stutt stopp, er að fara út á sjó kl:08:00. Kíki betur á síðuna hjá þér næst.

Sölvi Breiðfjörð , 9.9.2008 kl. 07:06

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:32

21 Smámynd: Erna

Takk kæru vinir, fyrir elskulegu kommentin ykkar

Erna, 10.9.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband