10.9.2008 | 12:33
Milla klukkaði mig.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Fiskvinnsla.
Bókasafn Glerárskóla.
Hótel og veitingastörf.
Ummönnun á hjúkrunarheimili.
-------------------------------------
Fjórar bíómyndir sem ég hef séð:
Með allt á hreinu.
Forest Gump.
Mamma mía.
Mýrin.
-----------------------------------
Fjórir staðir sem ég hef búið á :
Keflavík.
Öxarfjörður.
Húsavík.
Akureyri.
--------------------------------------
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Monk.
Útsvar.
Út og suður.
Friends.
----------------------------------------
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn.
Potúgal.
Danmörk.
Fáskrúðsfjörður.
-----------------------------------------
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
visir.is
dagskráin.is
akureyri.is
-------------------------------------------
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Þorramatur.
Sviðalappir.
Lambalæri.
Plokkfiskur.
------------------------------------------
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
Ég lifi.
Fátækt fólk.
Dýragarðsbörn.
Salka Valka.
------------------------------------------
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ásgerður.
Sölvi.
Óla.
Gunna.
Þá er þetta komið hjá mér. Eins og einhverjum komi þetta við. En ég skorast nú ekki undan áskorun af þessu tagi. Þá er ég kvitt Milla mín.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég var líka klukkuð og setti það á´bloggið en hendi því eftir smá tíma.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2008 kl. 13:39
Takk Erna mín já við erum kvitt en ég held að þetta sé komið að minsta kosti 2 hringi.
Knús til þín Erna mín þú mátt alveg koma í heimsókn ef þér leiðist
Þín vina Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 14:50
Takk fyrir innlitin stelpur mínar
Mér er bara ekkert farið að leiðast ennþá En takk fyrir boðið elsku Milla.
Erna, 10.9.2008 kl. 15:30
Það er gott elskan en bara ef það mundi gerast.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 17:03
Dóra mín og ladyvally, sko ég var búinn að segja ykkur að ég væri í bloggpásu Ég var sko ekkert búinn að gleyma ykkur bara orðin svolítið leið á ykkur nei nei ég er að grínast mér þykir vænt um ykkur með norðlenskum enda hreinræktuð. Góða nótt vinkonur
Erna, 10.9.2008 kl. 23:05
Erna, ertu enn að tala um Bláu könnuna? Við vorum nefninlega á Kaffi Karolínu.
Annars bara, hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 10.9.2008 kl. 23:17
Æji ég ruglaðist Anna mín. Takk fyrir að benda mér á þetta Ég vona að mér fyrirgefist enda orðin gömul kona Fer ekki að líða að Ítalíuferð hjá þer Anna.
Erna, 10.9.2008 kl. 23:53
Það er nefninlega það Vally mín, ég varð aldrei heil aftur, eftir veru mína í Keflavík Búinn að vera hálf síðan
Erna, 11.9.2008 kl. 00:49
Ítalía segirðu. Sú ferð var felld niður af ferðaskrfistofunni. Í staðinn er ferðinni heitið til Berlínar. Að vísu einum degi styttri ferð en hlakka mikið. Hef heyrt að Berlín sé að taka yfir af París sem ferðamannahöfuðborg Evrópu. En við förum 26. þannig að það styttist
Anna Guðný , 11.9.2008 kl. 08:16
Hæ Strumpur bara að láta vita að ég er vöknuð og sofnuðKveðja hróið þitt
Ólöf Karlsdóttir, 12.9.2008 kl. 20:22
Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 22:03
Hæ Erna mín, ég er komin aftur úr smá bloggpásu. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:17
Erna mín það er þetta klukk ég hef ekki hugmynd um hvernig á að meðhöndla þetta.
Góða helgi Erna mín og segðu mér eitt var þetta klukk.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 13.9.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.