24.11.2008 | 21:42
Jólaról.
Frábær helgi liðinn, og margt sér til gamans gert. Fór bloggvinahitting með Dóru vinkonu sem var í helgarorlofi hjá mér með dropana sína. Svo var farið á Vélsmiðjuna á ball með viðkomu áður hjá brósa mínum og mágkonu og drukkin nokkur berjaskot,sem virkuðu alveg niður í báðar stórutær
Svo var tjúttað á ballinu og staulast heim um fjögur eftir skemmtilegt ball og koddinn faðmaður
Vaknaði ekki fyrr en undir hádegi á sunnudaginn, ég hef nú oft vaknað hressari
Eldaði handa okkur sunnudagsteikina og nýttist hún sem morgunmatur, hádegismatur og miðdegiskaffi, þar sem við borðuðum ekki fyrr en klukkan hálf tvö
Það var líka tölverður gestagangur um þessa daga, Milla mín og Gísli litu við og svo komu ættingjar og tengdafólk í heimsókn. Góð og skemmtileg helgi sem leið allt of fljótt. Svo eru við í jólaundirbúning og gardínustússi í kvöld en bóndinn fer út á sjó á morgun og reynum að klára sem mest af. Takk fyrir indæla samverustund bloggarar kærir sem hittumst um helgina. Dóra mín og stelpur, takk fyrir helgarheimsóknina
Hafið það gott bloggvinir og aðrir sem líta hér við á síðuna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Aprílrós, 24.11.2008 kl. 21:47
Takk fyrir laugardaginn Erna mín. Kíki á þig fljótlega
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 25.11.2008 kl. 00:37
Sömuleiðis Erna mín og það er nú ekkert skrýtið að fólk sæki til þín eins yndislegt andrúmsloftið er hjá ykkur.
Ljós og kærleik til þín og Tinnu eruð þið ekki bara tvö í kotinu eins og er.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 07:26
Takk fyrir síðast Erna mín
Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 08:02
Bara að kasta kveðju á þig
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:05
Takk fyrir innlitið stelpur
Milla mín: Frændi þinn fer á sjóinn í kvöld og tengdamamma er hjá mér og verður eitthvað áfram á meðan tengdapabbi er á spítalanum. En hann er komin af gjörgæslu og hefur það sæmilegt.
Erna, 25.11.2008 kl. 11:58
Það hefur verið stuð á ykkur stelpunum um helgina en það er verst með þennan dag á eftir hann getur verið dálítið erfiður.
En hafðu það gott og ljósið og englarnir veri með þér eins og áður.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:28
Já Jónína það var mikið stuð og sennilega hefði verið betra fyrir mig að drekka yndislegu blómadropana þína Knús og kærleikur til þín
Erna, 25.11.2008 kl. 15:02
Guð voru þið að drekkaaaaaaaaaaaaaaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!??????????????????
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 19:15
Gaman hjá ykkur það er gott að heyra Þið hafið verið englar með blómadropanaKnús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:18
komin aftur eftir netleysi semvar frekar langt og erfitt en mikið hefur þetta verið æðisleg helgi hjá ykkur og bara ball og skemmtileg heit og ekki amarlegt að vakna við hrygg og næs eftir góðan svefn flott bara hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 26.11.2008 kl. 13:36
Búin að þræða allar búðir í Kringlunni uppi og niðri og búin að eyða töluverðum peningum. Það er alltaf gaman að eyða peningum og sjá aðra gera það sama. Er það ekki annars tilgangur lífsins?
Hafðu það gott mín kæra vinkona.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.