Ég vildi að ég væri skógarbjörn.

Í þessu lífi er ég kona.

Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.

Ég gæti lifað með því.

Áður en þú legst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.

Ég gæti líkað lifað með því.

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðir þú ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.

Ég get sko alveg lifað með því.

Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.

Ég gæti lifað með þessu.

Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!!!

Og ég bæti við: Skógarbjörn þarf aldrei að moka snjó, skafa af bílnum eða að mæta í vinnu.

 

Kveðjur til ykkar úr snjóa og óveðurstaðnum Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég er til í þetta allt Erna min. En þetta síðasta,

Og ég bæti við: Skógarbjörn þarf aldrei að moka snjó, skafa af bílnum eða að mæta í vinnu.

Ég slapp líka við það í morgun. Sit hér eins og fín frú og bíð eftir að dúnúlpan mín þorni í þurrkaranum. Þá fer ég líka út.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 27.11.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi elskan veit að þetta er slæmt, en það eitt veistu að það líður hjá.
Ég sit hér í snarbrjáluðu veðri og er að dunda mér í jólaskrautinu.
Bakaði 2 brauð í morgun, Gísli skipti á rúmunum og svona gengur lífið.
Hitti tengdamóður þína á tónleikunum í gærkveldi var hún síðan að drífa sig heim fyrir veðrið.
Knús kveðjur til þín ljúfan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2008 kl. 14:42

3 identicon

Var að skutla vinnufélaga sonar míns í veg fyrir hann í Borgarnesi. Sonurinn var að koma að norðan og bíllinn var ansi snjóugur og veðurbarinn greiið. Ég sé að veðrið er mjög VONT hjá ykkur, æi hvað ég vorkenni ykkur, ekki gott að fara út og skafa af rúðunum og setjast í kaldan bílinn. Hér er reyndar hávaða rok þó að ég verði lítið vör við norðanáttina inni þar sem íbúðin stendur þannig.

Hafðu það gott Erna mín og mundu eftir að hafa englana með í jólainnkaupunum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús og kærleiks kveðjur Erna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: egvania

Hafðu það gott Erna mín í þessu brjálaða veðri það gerð ég.

egvania, 27.11.2008 kl. 20:20

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Hvar búið þið? Hér á skerinu er bara aðeins leiðinlegt veður og mjög lítill snjór(sýnist mér út um gluggann)Ég væri samt allveg til í að leggjast í dvala í nokkra mánuði.

Kvitt og knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 27.11.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Aprílrós

Væri til í allt saman en bara ég er svo hrædd um að verða skotin af mannfólkinu . Kærleiksknús

Aprílrós, 27.11.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Brynja skordal

snilld þú ert að skrifa um mig eða svona næstum því  knús í kotið þitt ljúfust og góða nóttina

Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 22:54

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín ég vildi líka vera Skógarbjörn eða bara bjarnarungi,það væri notalegt 

en ég fór í skólan í morgun og byrjaði að skoða mbl .sá veðrið ykkar ,það var 

bara smá gola hér ,en byrjaði að blása aðeins seinnipartinn  

Knús og faðlag á þig mín kæra  Óla í vestur

Ólöf Karlsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:06

10 identicon

Ég tek undir með þér mamma mín, ég vildi að ég væri skógarbjörn. En ég hef það svosem fínt ;) Bara skilja eftir smá loppufar. Elska þig.

Þín Íris :)

Íris (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:09

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn ljúfust
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 08:26

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:21

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:42

14 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Æji elsku Erna mín..ég vona að ástandið þarna á AK fari að skána.. Hér er bara skítakuldi og ég er ekki að þola hann...hvað þá allt hitt.

Hafðu það gott mín kæra þrátt fyrir allt.

Góða nótt og ljúfa drauma.

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:30

15 identicon

Já´´aáaaa alveg sammála ,, var á ferðinni og hvert sinn sem eg fór út úr bílnum þurfti eg  að skafa eða sópa  öllu heldur. ufffff

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:02

16 identicon

Ertu nokkuð skriðin ofan í holu og orðin skógarbjörn Erna mín.

Eigðu gott kvöld elskuleg

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:30

17 Smámynd: Erna

Enginn hola Jónína mín bara annríki  Fór að elta englana sem þú sendir mér til að hjálpa mér við jólagjafirnar og þeir stóðu sig vel og vísuðu mér á réttu gjafirnar. Ég er að verða langt komin í þessum innkaupum

Erna, 2.12.2008 kl. 19:47

18 identicon

Jæja það er gott að heyra að þú hefur bara verið á harða hlaupum á eftir englunum svona til þess að ná að fylgja þeim eftir. Já og þú bara að verða búin með jólagjafirnar það er kraftur í minni.

Knús og kveðjur til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:12

19 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Erna mín knús

Ólöf Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband