29.12.2008 | 20:09
Síðasta bloggið.
Þetta verður síðasta bloggið mitt á þessu ári.....sé svo til hvort framhald verður á nýja árinu.
Jólin mín voru ágæt var mikið að vinna en átti góðar samverustundir með fjölskyldunni á milli. Fór í jólaboð á jóladag og hitti þar ættingja og vini, einn ástvin vantaði í hópinn og fann ég vel hvað hans var saknað, en ég veit að hann var hjá okkur, þetta jólaboð er og hefur alltaf verið haldið heima hjá honum. Guð blessi minningu þína elsku frændi minn. Ég fékk margar fallegar jólagjafir m.a. Tvær bækur, diskana með Rúnari Júl og Vilhjálmi Vilhjálms, snyrtivörur að sjálfsögðu frá förðunarfræðingnum nú á gamla að fara punta sig leðurstígvél, skyrtu, nú fer mín að slá gegn Tvo yndislega engla alvöru sko jólakúlu og jólaóróann2008 í safnið mitt... Svo hef ég nú passað vel upp á það að kýla vömbina hvort sem ég er heima eða í vinnunni og hef nákvæmlega ekki neitt samviskubit yfir því hef bara notið þess,og ég ætla að halda áfram að borða góðan mat og tertur fram yfir áramót.
Svo er nú kallinn minn orðinn pungur fékk skírteini um það í dag, en hann hefur verið í fjarnámi í vetur til að ná sér í réttindi. Fékk frábærar einkunnir úr þessum fjórum fögum sem hann var í. 9. 9. 10. 10. Til hamingju pungurinn minn Svo ætlar hann að halda áfram næsta haust og taka stýrimanninn. Þetta er að verða hálfgert fræðasetur tvær útskriftir á einum mánuði, af þrem fjölskyldumeðlimum.
Svo fer nú að líða að einum leiðinlegasta degi ársins gamlársdegi alla vega finnst mér og henni Tinnu minni það, þolum ekki þessar bombur og sprengjur og svo eru margar minningar tengdar þessum degi ekki allar góðar. Og svo þarf ég nú endilega að eiga afmæli, einmitt þennan dag af 365 dögum ársins. En ég held að þetta bjargist í ár...... ég fór og fékk róandi fyrir hana Tinnu mína hjá dýralækni í dag, var búinn að ráðfæra mig við elskulega bloggvinkonu og hún mælti með þessu fyrir hana. Fékk tvær róandi og kl.21 á gef ég Tinnu minni aðra töfluna...........
og tek svo sjálf inn hina, svo rússum við bara saman inn í nýja árið einhverstaðar undir rúmi í felum
En elskurnar mínar ég verð heima til að taka á móti gjöfum og blómum til kl 17 á gamlársdag en þá þarf ég að mæta í vinnu en verð komin heim aftur kl 21.
Elsku bloggvinir og aðrir sem hafa heimsótt síðuna mína, ég þakka ykkur kærleik og elskulegheit á árinu og óska ykkur velfarnaðar og alls hins besta á nýju ári
23.12.2008 | 16:50
Jólakveðja
Sendi ykkur elsku bloggvinir og öðrum sem líta hér við, mínar bestu jólakveðjur og ég vona að þið hafið það sem allra best um jólin í faðmi fjölskyldna og vina.
Kærleiks og jólaknús til ykkar allra
21.12.2008 | 13:40
Jólin koma.
16.12.2008 | 23:54
Pása.
12.12.2008 | 12:44
Jóla-hvað.
Það er nú meira tímaleysið hjá mér þessa dagana. Ég afar upptekinn við að gera ekki neitt Það er þetta tímabil í gangi hjá mér að ég æði úr einu í annað og klára ekkert verk. Ég er að þrífa í einu herberginu, pakka inn jólagjöfum í öðru, skreyta í stofunni, skrifa á jólakort í eldhúsinu og man ekki neitt stundinni lengur hvað ég var að gera. Fæ með reglulegu millibili svitakóf af angist yfir því hvað ég á mikið eftir að gera. Þetta kallast víst stress Reynið ekki að segja mér að slappa af, jólin komi samt þó ekki sé allt 100 prósent hjá mér. Ég nefnilega veit það að jólin eru að koma, annars væri ég ekki svona stressuð
Dóttir mín útskrifaðist í gær með flottar einkunnir og mamma er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. Til hamingju elsku Íris mín ég hlakka til að faðma þig og knúsa þegar þú kemur heim en það styttist nú óðum
Best að fara halda áfram við að klára eitthvað af þessum verkum mínum, eða kannski byrja ég bara á einhverju nýju verki, ég á til dæmis alveg eftir baðherbergið Knús og kærleikur til ykkar allra og vonandi get ég nú farið að kvitta hjá ykkur
Suðrnesjaruglurnar: Takk fyrir afmæliskortið og jólakortið þið eruð yndislegar svolítið ruglaðar en samt yndislegar
8.12.2008 | 00:10
Helgarlok.
Enn ein helgin að líða undir lok. Þessi helgi hefur verið mjög góð hjá mér, en lítið hef ég verið í jólaundirbúning. Tengdapabbi fékk útivistarleyfi frá sjúkrahúsinu á laugardag og sunnudag í nokkra klukkutíma í senn. Ég náði í hann á spítalan og hann var hjá mér og það var frábært að sjá hvað hann lifnaði allur við og hresstist við að koma í annað umhverfi. Hafþór fór með afa sinn í örlitla göngu hér fyrir framan húsið hjá mér og kom hann endurnærður til baka. En fara verður afar varlega því þrekið á langt í land og þolinmæðin hjá elsku tengdapabba líka. Helst vill hann fara að hlaupa um enda mikill harðjaxl. En allt hefur sinn tíma. Bakaði nokkrar vöfflur í dag með kaffinu, sem er nú ekki mikið til frásagnar, en er að gera henni Tinnu minni eitthvað slæmt, hún fékk örlítið að smakka sem hún hefur greinilega ekki þolað og rekur við í laumi og fnykurinn eftir því Svo skaust ég á jólahlaðaborð í gærkvöldi, en það var haldið í Sveinbjarnargerði, frábær matur en allt of margir réttir var algjörlega sprungin þegar kom að eftirréttunum en þeir voru BARA SJÖ....... Fékk mér bara kaffisopa og svo var farið heim og beint upp í rúm
Svo fer nú að styttast að elsku dóttlan mín komi heim, en hún útskrifast 11 des sem förðunarfræðingur Og mikið hlakka ég til að hitta hana
Hafið það gott elsku vinir og takk fyrir öll innlitin
4.12.2008 | 23:12
Afmælisbörn.
Það er nú meira hvað þetta er vinsæll afmælisdagur 4 desember. Það hefur verið farið að lifna aðeins yfir fólki með hækkandi sól þegar getnaður fór fram og ég veit allavega um tvenna tvíbura sem fæddir eru þennan dag. Tvíburaystkin mín og tvíburabræður hans Tiger bloggvinar. Svo á hún Dóra mín afmæli og Ingimundur hennar Brynju bloggvinkonu.
En ég vil óska öllum afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn
27.11.2008 | 14:14
Ég vildi að ég væri skógarbjörn.
Í þessu lífi er ég kona.
Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.
Ég gæti lifað með því.
Áður en þú legst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.
Ég gæti líkað lifað með því.
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðir þú ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég get sko alveg lifað með því.
Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu.
Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!!!
Og ég bæti við: Skógarbjörn þarf aldrei að moka snjó, skafa af bílnum eða að mæta í vinnu.
Kveðjur til ykkar úr snjóa og óveðurstaðnum Akureyri.
24.11.2008 | 21:42
Jólaról.
14.11.2008 | 01:02