Taka tvö.

Ég var skrifa hér færslu áðan þegar allt datt út og ekki séns að ég nenni að skrifa allt aftur. En bara að láta ykkur vita að ég er í góðu lagi og allt með kyrrum kjörum hjá mér, eru það ekki bara bestu kjörin í dag. Ég var að vinna um helgina á kvöldvöktum og gerði lítið annað. Alla vega eyddi ég ekki tímanum við blogg....... já já ég veit að þið tókuð eftir því. Það liggur bara vel á mér þessa stundina, ég var að koma úr mat hjá brósa mínum en hann bauð mér í heitt slátur, sem er með því besta sem ég fæ. Svo er nú bóndinn að koma heim í nótt eða fyrramálið en fer sennilega aftur út á sjó annað kvöld. Svo eins gott að nota tímann á meðan hann stoppar heima Wink Ég er í tveggja daga fríi núna. Það er líka ánægjulegt að snjórinn er að hverfa og veðrið gott. Bara jákvæðni í gangi hjá mér þessa stundina Whistling  Kveðja til ykkar rúsínurnar mínar og sveskjurnar líka Heart

Góðir vinir eru eins og stjörnurnar.......Sjást ekki alltaf en eru þarna samt.

 


Góð helgi og mánudagurinn líka.

Helgin mín var bara ljúf og róleg. Að vísu örlítill æsingur á meðan Liverpool leikurinn stóð yfir sem breyttist í gleði að leik loknum. Ég var í helgarfríi og aldrei þessu vant kom ekkert útkall, sem gerist nú oftar en ekki þegar ég á frí. Ég var ein heima í kotinu með Tinnu minni og var þetta ósköp ljúft hjá okkur, nema þegar hún þurfti út til að gera sitt. Það reyndist henni frekar erfitt að finna nákvæmlega þann stað sem hún vildi heiðra í það skiptið, vegna fannfergis allt komið á bólakaf og hvergi auð jörð. En eftir miklar tilfæringar hafðist þetta hjá henni og flýtti hún sér að þessu loknu inn í hlýjuna. Ég fór í matarboð á laugardagskvöldi hjá henni Kollu, en hún var gift elsku frænda sem kvaddi í síðasta mánuði.  Það var notaleg samverustund og frábær matur að hætti Kollu en hún er frábær kokkur og yndisleg manneskja. Svo var mér aftur boðið í mat á sunnudagskvöldið hjá brósa mínum og mágkonu þar át ég á mig gat og fór heim og sofnaði snemma. Var svo vöknuð fyrir allar aldir í morgun og hef verið að nota daginn í tiltekt og þrif, mín bara dugleg á mánudegi. Fór í Bónus og verslaði aðeins inn, hitti þar gamla vinkonu mína og fórum við og fengum okkur kakó saman og spjölluðum út í eitt. Sem sagt, bara góðir dagar undanfarið hjá mér. Vona að þið hafið átt góða helgi kæru vinir. Sendi ykkur góðar kveðjur Heart

 


Liverpool stóð sig vel.

Hamingjóskir til okkar Liverpool aðdáenda. Vonandi fá þeir að verma efsta sætið til enda leiktíðar.

Horfði á þennan frábæra leik í dag Wizard


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjór.

Þá er hann kominn þessi leiðindafylgifiskur vetrarins hér fyrir norðan snjórinn. Ég er ekki par hrifinn af þessari sendingu að ofan. Mér finnst ekki gaman að moka snjó ekki heldur að sópa af bílnum og skafa rúður í mokandi snjókomu í hvert skipti sem ég þarf að nota hann. Það er líka hundleiðinlegt að þurfa að troða sér í úlpu, kuldaskó og setja á sig húfu og vettlinga. Það er heldur ekki gaman að komast ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. En sumum finnst þetta æðislegt Errm alveg óskaplega gaman, tala um hraustmenni og bla, bla. Ég býð þeim að koma og moka fyrir mig, þeir geta þá sannað hreysti sitt Grin Ég á reyndar ekki von á að neinn láti sjá sig en ef það gerist þá býð ég upp á kaffisopa eftir moksturinn Wink Þetta er nú ekki beint jákvæð færsla hjá mér, en stundum verður maður að blása. Það eru nú ekki alltaf jólin. Talandi um jólin þá vona ég að þau verði rauð í ár Grin Nú verður einhver alveg brjálaður LoL Knús elskurnar Heart

 


Ég er mætt.

Sæl verið þið elskurnar mínar. Þá kemur hér smá bloggfærsla, þó fyrr hefði verið hugsar einhver. En ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir fallegar kveðjur, komment, skilaboð og símtöl til mín þið eruð frábær og það yndislegt að finna svona samhug. Ferðin mín var frábær í alla staði, hver dagur var ævintýri og ég segi ykkur meira frá ferðinni seinna. En ég kom heim fyrir viku síðan með töskuna sem ég týndi ekki Wink  hvorki á útleið eða heimleið. Ég hef ekki getað kíkt á ykkur öll síðan ég kom heim en ég reyni að líta við hjá ykkur öllum og skilja eftir spor fljótlega. Bóndinn hefur verið heima síðustu viku og yfirtók tölvuna á heimilinu, en hann er í fjarnámi og var að vinna verkefni og fleira í sambandi við námið, áður en að hann færi út á sjó aftur. Ég ákvað bara að láta hann um tölvuna og bíða bara róleg þangað til að ég kæmist að og það tókst næstum því. Ég var að farinn að ókyrrast yfir þessari endalausu setu hjá honum við tölvuna og bauðst til að hjálpa honum við námið. Eins og ég viti eitthvað um siglingarfræði og eða stöðugleika skipa, en það má alltaf reyna að vera til staðar. Hann afþakkaði pent og horfði á mig með augnaráði sem sagði: Farðu nú bara að sofa, en ég gafst ekki upp baráttuandinn alltaf til staðar og í góðmennsku minni bauð honum að lesa með honum yfir verkefnin og hlýða honum svo yfir á eftir.......en ykkur að segja þá féll það ekki í góðan jarðveg. Ég var alveg rosalega snögg að koma mér í bólið það kvöld. En nú er ég bara alveg með tölvuna fyrir mig, hann fór á sjóinn í gær þessi elska. Knús og kveðjur til ykkar allra í bili.

Farin erlendis.

Elskurnar mínar, þið verðið að fyrirgefa bloggleysi og lítið innlit til ykkar undanfarið. Í tilhlökun og gleði sem ríkti hér á heimilinu yfir ferðalaginu og trúlofun sonarins, þá bankaði sorgin upp á. Ástkær frændi kvaddi. Það dimmdi yfir og sorgin réði ríkjum, en allt birtir upp um síðir. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann og vera hjá honum og yndislegu fjölskyldu hans sem mér þykir svo vænt um þegar hann kvaddi. Það hefði orðið erfitt fyrir mig ef ég hefði verði komin erlendis þegar þetta gerðist. Þetta bar brátt að og banalegan stutt. Hann var mér afar kær og var mér svo miklu meira en frændi hann var eins eldri bróðir minn. Fjölskylda hans á erfitt núna en þau eru dugleg og standa saman í þessari ótímabæru sorg. Ég ætla að halda mínu striki og fara í ferðalagið það hefði hann viljað. Legg af stað í dag. Kveð ykkur núna í bili elsku blokkvinir og aðrir vinir. Verið góð við hvort annað mér þykir vænt um ykkur Heart

Ferðataskan mín.

Það er nú bara rólegt hjá mér þessa dagana og fátt sem ég get bloggað um. Það eru farnar að berast kvartanir til mín um að síðasta blogg mitt sé orðið eldgamalt. Ég reyni þá að bæta úr því. Það styttist í ferðalagið og ég verð að vinna alla daga þangað til. Þarf að vinna af mér nokkra frídaga sem ég nota úti. Það er mikil tilhlökkun í gangi hjá mér ásamt smá kvíðatilfinningu. Það er nefnilega þannig með mig að ég á við einhverskonar kvíðaröskun að etja í sambandi við farangurinn minn. Fæ það að á tifinninguna að ég og taskan mín verðum viðskila, að hún týnist lendi með annarri vél, eða eitthvað álíka. Þetta byrjar þegar ég horfi á eftir henni inn færibandið við innritun. Þá er ég viss um að hún fari í einhverja allt aðra vél en þá sem ég fer með. Ég merki hana að sjálfsögðu í bak og fyrir með minnst þrem merkispjöldum og einu sem ég set ofan í hana. Allur er varinn góður Grin  Svo er ég sífellt að hugsa um það á leiðinni út hvort hún sé nú ekki örugglegga með. Ég veit að það yrði mín síðasta hugsun ef vélin væri að farast, er taskan mín ekki um borð Frown  Svo byrjar angistin þegar lent er og biðin eftir töskunum við færibandið tekur við. Ég treðst stjórnlaust áfram og ryðst fram fyrir fólk, við litlar vinsældir, með brjálæðisglampa í augunum til að komast sem næst færibandinu. Fæ áfall ef hún er ekki ein að fyrstu fimm töskunum og fell næstum í yfirlið ef þær eru orðnar fleiri en fimmtán án þess að mín láti sjá sig. Skima óróleg á töskur annarra ferðalanga sem eru búnir að heimta sínar töskur af færibandinu, til að fullvissa mig um að þeir hafi ekki tekið mína í misgripum. En þegar sturlunin er að ná hámarki þá kemur mín siglandi eftir færibandinu ALLTAF. Ég hef aldrei tapað tösku á ferðalögum mínum, þannig að þetta er óskiljanlegt ástand á mér. Þegar ég svo hef heimt mína elskuðu tösku, fer ég í einhverja óútskýranlega sæluvímu og ferðalagið er hafið hjá mér og ég brosi hringinn þangað til kemur að heimferð. Þá hefst þetta sama ferli aftur. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur Grin  Fólk er að líta á mig hornauga ef það rekst á mig og hugsar með sér, þarna er þessi brjálaða á flugvellinum Blush  Góða helgi elskurnar mínar Heart

Styttist í draumaferðina.

Var að fá farseðilinn til Ítalíu á dag og legg í hann 25 nk. Farinn að hlakka mikið til, þetta verður heimikið ferðalag. Við fljúgum til Frankfurt og gistum eina nótt, í keyrum við yfir Brennerskarð inn í Ítalíu um suður Tíról. Endum i Riva del Garda við Gardavatn og þar gistum við í fimm nætur. Þá daga notum við í að fara meðal annars til Feneyja, siglingu á Gardavatni, heimsækjum fallega staði við Gardavatnið Limone og Malcesina. Förum líka til Veróna. Frá Ítalíu förum við til Austurríkis og til Seefeld sem er bær í Tíról. Þar verðum við í þrjá daga og þaðan verður farið til Innsbruck, sem er elsta höfuðborg Tíról og þar er hægt að taka kláf upp upp á fjall. Ég ætla sko ekki að sleppa því. Svo síðustu tvo dagana verðum við í Wurzburg sem er í Franken vínhéraðinu. Komum heim 6.okt. Þetta er ferð sem mig hefur dreymt um að komast í lengi. Og elskulega fólkið mitt lét hann verða að veruleika og gáfu mér þessa ferð í fimmtugsafmælisgjöf. Takk elsku börn, tengdabörn, systkini,og Bjössi. Þið eruð yndisleg. Ef einhver hefur farið í svona ferð eða er á leiðinni, sem les þetta, þá væri gaman að heyrast. Kveðja í bili elskurnar Heart


Dugleg kona.

Hún hefur nú ekki haldið að sér höndunum um ævina þessi kona og ekki fótunum heldur. Smile
mbl.is Nítjánda barnið kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég

Já já elskurnar mínar ég veit að ég er farin að skulda ykkur blokk og komment. Það var bara gott að taka smá blogg pásu. Suðurferðin var æðisleg við gerðum mikið og margt með dóttur og tengdasyni, tíminn var bara allt of fljótur að líða, ég er ekki frá því klukkan gangi hraðar þarna fyrir sunnan. Svo heimsótti ég glænýja, yndislega litla frænku heima hjá Valda bróðir og Guðrúnu mágkonu. En dóttir þeirra Ragnheiður var að gera þau að ömmu og afa og mig að afasystur Wizard  Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér og engin leiðindi, sem ég átti von á. Ég heyri í dóttlu á hverjum degi og hún er mjög ánægð í skólanum. Helgin hjá mér það sem er af henni er liðið er búin að vera frábær. Á föstudag kallaði Anna mín frábæra bloggvinkona  í mig frá svölunum sínum og bauð mér í kaffi og kleinur, en við búum svo nálægt hvor annari að við getum kallast á. það vissum við ekki þegar við urðum bloggvinkonur. Svo fór ég  í deildarpartý heima hjá Rönnu minni sem bauð okkur vinnufélögum heim í grill og heitan pott, frábær matur og ljúf samverustund í góðra vina hópi. Svo er það stóri dagurinn í dag..........Mætti á Kaffi Akureyri til að sjá leik Liverpool og Man. United. Var að sjálfsögðu í mínum flotta Liverpoolbol, við litlar vinsældir hjá þeim sem við borðið sátu, enda júnædid híhí....aðdáendur. Það vita nú´flestir hvernig leikurinn fór, en fyrir þá sem ekki vita þá unnu Liverpool  veðskuldaðan sigur Whistling   Eftir leik keyrði ég einn tapsáran heim sem bað mig vinsamlegast að taka þetta glott Grin   í burtu, en ég brosti bara breiðar LoL  En ég verð að hætta núna því það eru komnir gestir. Vona að þið njótið kvöldsins og eigið góðan dag á morgun. Guð geymi ykkur og mér þykir vænt um ykkur Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband