Helgarfrí.

Jæja mín kominn í helgarfrí og ætla að njóta helgarinnar í botn.Er á leiðinni í klippingu og dekur, svo fer ég á þorrablót á vinnustaðnum mínum í kvöld þar sem ég ætla að borða á við tvo allavega.Dásamlegur matur þessi þorramatur sérstaklega hákarlinn en af honum fæ ég aldrei nóg af. Á morgun ætla ég að dekra við yndislegu stelpuna mína hana Írisi en hún verður tvítug á morgun.Svo stendur til að fara á ljósmyndasýningu sem er í minjasafninu.Og toppurinn.....fara á Greifann með afmælisbarninu og fá sér æðislega djúsí steik namm.Þannig að helgin lítur vel út hjá mér og ég vona ykkur líka.

Hugmynd.

Væri ekki upplagt fyrir Villa Viðutan að taka sér nokkra mánaða veikindaleyfi til að leita sér hjálpar hjá fagaðilum minnisveikra og reyna að styrkja og efla minnið.Mæta svo aftur með vottorð uppá vasann, endurnærður á sál og líkama og leysa núverandi borgarstjóra af sem sennilega veitir ekki af að komast í sjúkraþjálfun á sálinni og málið er dautt. Þetta er nú bara svona mín hugmynd.

jamm ekki að ganga hjá mér

búinn að sitja og skrifa færslu í klukkutíma sem datt útAngry

Þorláksmessa.

Ég elska þoláksmessu það er dagurinn sem sem lagt er lokahönd á undirbúning jóla á mínu heimili og sennilega mörgum öðrum heimilum.Eldaði saltfisk og siginfisk í hádeiginu og bauð bróðir og mágkonu í mat,þetta var náttúrulega alltof gott og ég át eins og venjulega yfir mig.Meðan á borðhaldi stóð var hringt í minn mann og honum boðið í skötuveislu sem hann þáði á augabragði,stóð upp frá borðinu kvaddi og lét sig hverfa á náðir skötuilmsins á Friðriki fimmta.Síðan hefur ekkert til hans spurts hefur sennilega fengið að leggja sig hjá þeim eftir þetta tvöfalda át.Ég er að fara í kirkjugarðinn á eftir með ljós handa ástvinunum sem þar hvíla,hef venjulega farið á aðfangadag en verð að vinna núna í ár og kem ekki heim í jólafriðinn fyrr en kl.23.En nú eru það yndislegu jólakveðjurnar í útvarpinu fer ekki í almennilegan jólafiling fyrr en ég hlusta á þær,og skipta á rúmum og skúra þá er þetta komið.Svo óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla árs og friðar.Erna

Gengur hægt.

Eitthvað fer þetta blogg mitt nú rólega af stað, ég er bara ekki alveg að kunna á þetta.En ég held áfram að prufa þetta í rólegheitum.Það fer nú lítið fyrir jólasressi hjá mér núna það er gengið yfir ætla að njóta dagsins og gera eitthvað skemmtilegt þar sem ég er í fríi,en ég vinn vaktavinnu.Það er nú ekki alveg beint jólalegt veður núna allt marautt og hiti úti,en mér er nokkuð sama er ekki hrifinn af snjónum fáum hann örugglega með vorinu eins og venjulega.Læt þetta duga núna bless í bili og njótið dagsins stresslaus.

Sæl verið þið

Jæja þá er komið að því.Búinn að lesa hinar og þessar bloggsíður og hafa gaman að.Núna ætla ég að prufa að halda úti bloggi til ykkar sem áhuga hafa.Ég er alger nýgræðingur á þessu sviði og getur verið að þetta verði eitthvað skrítið hjá mér til að byrja með.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband