8.5.2008 | 12:20
Hvað er eiginlega hægt að ganga langt ?
Ég segi nú eins og faðir unga mannsins hvað verður það næst? Ætli verði farið að rukka heimilslausa um gjöld fyrir afnot af bekkjunum sem þeir sitja á, á daginn og kúra svo kannski undir á næturnar. Sú gjaldtaka verður þá kannski nefnd tveggjahæða lúxusgjald. Og kannski verður farið að rukka endurnar á tjörninni um viðverugjald. Hvað veit maður?
Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 00:14
Jæja þá er komið blogg.
Það er víst komið að bloggfærslu hjá mér, ég var jú búinn að minnast á að næsta færsla yrði um Hvítasunnuna en þar sem ég ætla mér að hafa gott veður þá og vera í fríi er ekki víst að ég hafi tíma þá. Vegna þess að ég ætla að þrífa allt að innan sem utan eins og Milla bloggvinkona með ediki meira að segja. Ætli sólpallurinn þoli edik? Svo fer nú að styttast í spánarferðina mína
vá hvað ég hlakka til, bara 16 dagar í það. Hef samt áhyggjur af tíkinni minni henni Tinnu sem á að fara að lóða og ég ætlaði að lofa henni að freista gæfunnar einu sinni, er búinn að velja hund sem bíður óþreyjufullur en ekkert gerist hjá minni
En þessu get ég nú ekki breytt dýrin hafa sinn hátt á. Það er ég viss um að hún á eftir að njóta lífsins á meðan ég verð ekki heima og hleypa hverjum sem er...... þið vitið.
. Kveð í bili læt ykkur heyra frá mér áður en hverf af landi brott.
21.4.2008 | 10:16
Hvað er listrænt við fósturlát?
Hvað getur talist listrænt við við fósturlát? Mér er bara ekki nokkur leið að finna eitthvað listrænt við þetta, finn bara til ógleði yfir þessu. Þetta getur ekki verið til framdráttar fyrir listina.
Lygar sem listaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2008 | 00:44
Fyrirhuguð fjallaferð.
Stefnan tekinn á fjöll á morgun. Ég ætla að fara með krökkunum mínum í jeppaferð og á snjósleða á morgun ef vel viðrar, þau eru mikið jeppa, snjósleða og útivistarfólk. Og nú á að taka æðsta Srump með og svei mér þá ég held bara að mig hlakki til. Ég tók þetta strumpapróf sem allir eru að tala um á netinu og vonaði að ég myndi fá útkomuna æðsti strumpur, þar sem ég geng undir því nafni hjá fjölskyldunni og viti menn útkoman: Ég er æðsti strumpur
,,,,,eigum við að ræða það eitthvað
. Læt ykkur frétta af ferðinni í kringum Hvítasunnuna, miðað við afköst á blogginu undanfarið. Nú er ég farinn að græja nesti ekki ætla ég að verða hungurmorða uppi á fjöllum, ekki að ræða það. Svo verð ég líka að geta boðið björgunnarsveitarmönnum upp á eitthvað þegar þeir koma og bjarga mér.
.
25.3.2008 | 00:07
Skrítinn smekkur.
Ekkert skrítið að hjólhýsið splundraðist.....
Mannabein eiga öllu jöfnu að hvíla í vígðri mold en ekki að notast sem öskubakkar eða sem einhverjir skrautmunir í híbýlum fólks.Ekki lái ég upphaflega eiganda kúpunar að hafa látið til skarar skríða.
.Gott hjá honum. Svo virðist sem að þessu fólki hafi þótt sjálfsagt að nota höfuðkúpu af dýri sem öskubakka
Ætli hafi verið spáð og spegúlerað yfir kaffi og sígó af hvaða dýri kúpan væri, huggulegt eða hitt þá heldur.
.
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2008 | 11:49
Róleg páskahelgi hjá mér.
Það verða engin hátíðarhöld um páskana á þessum bæ, ástæðan er sú að ég er ein heima og verð þar að auki að vinna alla páskadagana á kvöldvöktum en verð þó komin í frí á annan í páskum.Bóndinn út á sjó og börnin nánast farinn að heiman.En ég ætla nú að hóa í hópinn minn á annan í páskum og bjóða þeim í mat þessum elskum.En þangað til verður bara letilíf fram að hádegi og svo vinna seinnipartinn. Gleðilega páska.
19.3.2008 | 20:50
Sviðalappaveisla.
Hér var að enda heljarinnar sviðalappaveisla étnar hvorki meira né minna en 35 lappir.Þetta er algjört hnossgæti og ekki auðvelt að fá sviðalappir í dag. Er svo heppin að mágkona mín vinnur í Fjallalambi og gat útvegað mér þetta.Ég bauð bróðir og mágkonu,móðurbróðir og konu hans sem öllum finnst þetta sælgæti. Unga fólkið fussar og sveijar yfir þessu og lét ekki sjá sig.Dóttir mín vill stofna samtök gegn svona viðbjóði
En við erum genginn í sviðalappavinafélagið.
Bless í bili.
11.3.2008 | 11:40
Dýr dropi.
Aldrei má maður reyna að bjarga sér.
Sektaður fyrir landabrugg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2008 | 23:50
Frábært.
Til hamingju M.A. Þið stóðuð ykkur eins og hetjur.Svo bara að að klára þetta og vonandi verður það hér á akureyri.
Menntaskólinn á Akureyri kominn í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 10:13
Vanþakklæti.
Hún hefði nú getað þegið blómin og stefnumótið og séð svo til með framhaldið.Gæinn greinilega ástfanginn upp fyrir haus. Nægur tími til að hringja á lögguna ef þetta hefði ekki getað gengið.
Rómantískur ræningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |