Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.8.2008 | 08:36
Næturvakt og gleðivíma.
16.8.2008 | 14:19
spennuleikur
16.8.2008 | 10:05
Laugardagsmorgun.
7.8.2008 | 09:03
Flækingur komin heim.
22.7.2008 | 11:44
Hitt og þetta.
18.7.2008 | 18:55
Þrír á palli.
14.7.2008 | 19:48
Tölvuleiðindi og sólarleysi.
26.6.2008 | 21:57
Spánverjar bestir.
Spánn mætir Þýskalandi í úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2008 | 16:03
Dagurinn minn
Ekki minn dagur í dag ég fór nú frekar snemma á fætur í morgun, veðrið ömurlegt rigning og rok sem er alveg dæmigert veður á frídögunum mínum, en ég er í einsdags fríi, búinn að vera á vöktum síðan á þriðjudagskvöldið. Byrjaði á því að fara út í garð og stoppa blómapottana af, en þeir voru farnir að hugsa sér til hreyfings í rokinu og kom þeim í skjól ásamt öðru lauslegu. Ákvað svo að fara að ryksuga og skúra sem var alveg komin tími á, hef ekkert verið að eyða tíma í það á meðan ég var að vinna og nú er ég líka laus við óþektarangann hundastrákinn minn, sem skyldi eftir fullt af hárum svona til minningar um sig. Eftir þetta voru garnirnar farnar að gaula og ég stakk mér inn í ískápinn til að sækja mér einhverja næringu, en þar var nánast allt fallið á tíma meira að segja mjólkin var best fyrir 14 jún, það eina sem ekki var útrunnið var tómatsósa, sinnep,egg, epli, kartöflur og hamsatólg. Ég skal viðurkenna það að ég er nú ekkert mjög dugleg að versla inn þegar ég er bara ein heima, borða bara í vinnunni. Þannig að ekki varð hjá því komst að fara í búð og bæta úr þessu ástandi. Ákvað að í leiðinni færi ég og gæfi kisunum sem ég er með í fóstri en til þeirra fer ég á hverjum deigi og dekra við þær, færi þeim harðfisk og soðna ýsu sem þau elska. Þau taka alltaf vel á móti mér mjálmandi og nánast organdi og ég reyni að telja mér trú um að þeim þykji svona vænt um mig og séu svona fegnar að sjá mig ,,,,en það er víst bara matarást ég gef þeim að éta og fyrir utan það er þeim alveg skítsama um mig. Þá er komið að innkaupaferðinni fór á Glerártorg og í nettó, verslaði inn í hungraða ískápinn minn og fékk mér svo eina með öllu áður en ég skundaði út í bíl. En þegar ég kem að bílnum hafði einhver milladóni lagt millajeppanum sínum svo nálægt mínum bíl að það var ekki viðlit að opna hurðina bílstjóramegin ég settist inn farþegamegin og beið ég ætaði sko að láta þennan tilitslausa dóna heyra það,samdi flotta ræðu í huganum en það leið og beið dóninn lét ekki sjá sig ég nennti þessu ekki lengur enda gæti dóninn verið í allan dag að eyða sínum peningum þarna inni, en hann fengi ekki að eyða mínum tíma lengur. Þannig að ég brölti yfir farþegasætið með miklum harmkvælum þar sem mjöðmin á mér mótmælti hástöfum, en ég er mjög slæm af slitgigt í annari mjöðminni. En þetta hafðist og heim komst ég og dróst út úr bílnum og haltraði inn með vörurnar,með viðbjóðslegan verk í mjöðminni, allt þessum dóna að kenna. Vona að hann fái hiksta. Nú er ég búinn að taka verkjalyf og ætla að leggja mig í smástund og vona að þetta skáni, ég nenni ekki að vera draghölt í vinnunni á morgun. Jæja elskurnar mínar þið sem nennið að lesa þetta eigið góðan dag og gleðilega þjóðhátíð á morgun
8.6.2008 | 11:02