Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Næturvakt og gleðivíma.

Þá er ég byrjuð aftur að vinna eftir sumarfrí, það er bara ágætt að letilífinu skuli vera lokið í bili. Þegar ég mætti í kvöld byrjaði ég á því að ná mér í vinnuföt sótti mér slopp og buxur og ætlaði að hafa fataskipti en tók þá eftir því að sloppurinn var of þröngur, ég hélt að ég hefði ekki tekið rétt númer, fór og náði mér í annan í mínu númeri en hann var líka of ......þröngur. Það var sem sagt ég sem hafði stækkað í sumarfríinu en númerin ekki minnkað Devil  Ég mátti reyndar alveg við því að stækka, en bara ekki í þessa átt. Nú verð ég bara að taka á þessu með stæl og minka aftur í mína stærð Wink  Svo horfði ég á yndislegu srákana okkar vinna Wizard  Það var góður endir á næturvaktinni og nú er ég kominn heim og get ekkert farið að sofa fyrir gleðivímu. Eigið góðan dag elskurnar Heart

spennuleikur

Komnir áfram strákarnir okkar Wizard Wizard  Þvílíkur leikur. Þið getið ímyndað ykkur gleðina hjá minni núna.Whistling

Laugardagsmorgun.

Góðan daginn Þið sem eruð vöknuð og líka þið letingjarnir sem eruð ennþá sofandi. Ég var vöknuð fyrir allar aldir í morgun, jú ástæðan fyrir því er að ég var sofnuð fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Ég ætlaði að hafa það náðugt og horfa á sjónvarpið eitthvað fram eftir kvöldi en sveif inn í draumheiminn mjög fljótlega en sjónvarpið er mitt svefnlyf og þetta kemur nú æði oft fyrir hjá mér, nema þegar strákarnir okkar eru að spila. En þeir eiga einmitt að fara að spila við Dani á eftir og það verður engin hætta á að ég sofni yfir þeim leik Whistling  Ég heiðraði s-þingeyjasýslu með með heimsókn minni í gær, en þá fór ég að hitta hana Dóru mína sem á heima á Laugum í Reykjadal. Það var notaleg stund sem við áttum saman ég og þessi yndislega vinkona mín. Takk fyrir það Dóra mín Heart Þessu sældarlífi fer nú að ljúka hjá mér, ég byrja að vinna eftir sumarfrí á þriðjudagskvöld og tek þá næturvakt. Allt tekur víst enda Woundering  En ég á nú alveg eftir að heimsækja Húsavík í sumar og hver veit, það er nú ekki farið að snjóa ennþá Wink  Magga og Milla  hafið það í huga Wizard  Njótið svo helgarinnar elsku vinir og gleymið ekki að horfa á strákana okkar á eftir og hugsa hlýtt til þeirra.

Flækingur komin heim.

Jæja þá er flækingurin ég komin heim í bili. Við fórum á austfirðina Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík,Eigilstaði, Kárahnjúka og enduðum í sumarbústað á Illaugasöðum. Þetta er búið að vera gott ferðalag veðrið gott allan tíman. Við vorum þrjá daga á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði og það var alveg toppurinn á ferðinni. Alveg ótrúlegt hvað svona lítið bæjarfélag getur boðið uppá í leik og skemmtun. Bærinn allur skreyttur varðeldur, brekkusöngur, flugeldasýning og allskonar menningaruppákomur. Bæjarbúar gestrisnir og fann maður vel hvað við vorum velkomin. Ég hafði aldrei komið þarna áður og þekki engan á þessum stað en það er nokkuð víst að þarna kem ég aftur á þennan fallega og einstaka stað. Takk fyrir mig austfirðingar. Nú er bara verið að dusta af sér ferðarykið og koma sér í égerheimagírinn, svo á ég von á gestum um helgina og svo verður sennilega farið á handverksýningu á Hrafnagili og á fiskidaginn mikla á Dalvík. Þetta fer ég nú að láta duga í bili, vona að þið séuð öll í góðum gír bloggvinir og aðrir og að þið eigið góðan dag. Knús á ykkur öll.

Hitt og þetta.

Ég verð nú seint valin sem duglegasti bloggarinn  hér í bloggheimum. Ég er bara ekki að nenna þessu og það er ekkert sem bendir til að einhver breyting verði þar á. Ég er að fara á flakk veit ekkert hvert ég fer en reyni að vera þar sem sólin skín, Bjössi er að koma heim í frí og og ég tek hann með, hvað annað, ekki er hægt að hafa hann einan heima, hann veit reyndar ekkert um þetta plan mitt og það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróastWhistling   Helgin var fín frábært veður kíkkaði í búðir, fór í göngutúra og að sjálfsögðu var fjör á pallinum, gestir litu við og sumir gistu. Í gær ringdi þessi ósköp og þegar kvöldaði  fór ég út að tína ánamaðka á lóðinni, það gekk nú frekar illa því þeir eru sneggri en andsk,,,, þessir ormar að stinga sér ofaní moldina ef þeir verða einhvers var, en nokkrum náði ég feitum og flottum Wink sem duga fyrir veiðina sem brósi minn er að fara í, en það var fyrir hann sem ég var í þessari ormatínslu. Seint mundi ég leggja þetta fyrir mig Errm Svo í nótt voru það ánamaðka draumar, mér fannst ég vera komin með fullt af ormum sem ég réði ekkert við þeir sluppu upp úr dollunni og eg missti þá úr höndunum á mér og ég var eltandi þá um alla lóð og út á götu Devil   Ekki skemmtilegar draumfarir. Ég veit ekkert hvenær ég nenni að blogga næst  þetta verður að duga eitthvað. Elsku bloggvinir takk fyrir öll innlitin og kommentin hjá mér og síðast en ekki síst fyrir þolinmæðina, þó að ekki komi ný færsla dögum saman hjá mér, þá eruð þið samt að kíkka og kvitta þið eruð yndisleg og mér þykir vænt um ykkur InLove

Þrír á palli.

Nú hef ég náð þremur dögum í sól á pallinum Cool  hitastigið hefur að vísu ekki farið mikið yfir 10 gráður. En ég er sátt annað er bara ekki í boði hér á Akureyri Smile . Eins og þið hafið sennilega rekið ykkur á kæru bloggvinir þá er ég komin með tölvu sem virkar og það er allt elsku brósa mínum að þakka. Hann sá að þetta gæti ekki gengið lengur og bjargaði Strumpnum sínum. Takk elsku Addi minn Heart  Það er gott að eiga góða að. Annars er bara allt við það sama hjá mér, ég er bjartsýn á helgina það er verið að lofa okkur norðlendingum SÓL um helgina og ég ætla að njóta hennar og jafnvel skreppa á sveitamarkað, eða að gera eitthvað skemmtilegt. Góða helgi elskurnar mínarHeart

Tölvuleiðindi og sólarleysi.

Smá fréttir af mér, talvan mín enn í verkfalli og ég veit ekkert hvenær því líkur. En ég fæ stundum afnot af tölvuni hennar dóttur minnar.Annars er bara allt gott að frétta komin í sumarfrí en sólina vantar, mér finnst nú sunnanmenn farnir að vera ansi frekir á hana. Í gærkvöldi komu börnin og tengdabörnin í mat til mín sem var yndislegt. Svo komu skemmtilegir og kærir gestir í dag, enginn önnur en Milla mín uppáhaldsbloggari og engillin hennar hann Gísli með þeim voru Dóra mín vinkona og droparnir hennar tveir Guðrún Emilía og Sigrún Lea. Það fylgir þeim svo mikil gleði hlátur og kærleikur, sem ég finn liggja í loftinu löngu eftir að þau eru farinn. Takk fyrir komuna frábæru vinir. Ég er nú eiginlega farinn að bíða eftir honum Bjössa mínum að hann komist í frí en hann kemur sennilega ekki í land fyrr en í næstu viku, þá get ég vonandi dreigið hann á eitthvað flakk með mér. Læt þetta duga í bili og vonandi hættir talva gamla í verkfalli fljótlega. Knús á ykkur og njótið lífsins elsku vinir.

Spánverjar bestir.

Auðvitað unnu mínir menn að sjálfsögðu. Nú eru það bara Þjóðverjar eftir og ég vona það besta. Svo voru nú stelpurnar okkar að standa sig frábærlega unnu Grikkland 7- 0. Til hamingju með það stelpur.
mbl.is Spánn mætir Þýskalandi í úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn minn

Ekki minn dagur í dag ég fór nú frekar snemma á fætur í morgun, veðrið ömurlegt rigning og rok sem er alveg dæmigert veður á frídögunum mínum,Devil en ég er í einsdags fríi, búinn að vera á vöktum síðan á þriðjudagskvöldið. Byrjaði á því að fara út í garð og stoppa blómapottana af, en þeir voru farnir að hugsa sér til hreyfings í rokinu og kom þeim í skjól ásamt öðru lauslegu. Ákvað svo að fara að ryksuga og skúra sem var alveg komin tími á, hef ekkert verið að eyða tíma í það á meðan ég var að vinna og nú er ég líka laus við óþektarangann hundastrákinn minn, sem skyldi eftir fullt af hárum svona til minningar um sig. Eftir þetta voru garnirnar farnar að gaula og ég stakk mér inn í ískápinn til að sækja mér einhverja næringu, en þar var nánast allt fallið á tíma meira að segja mjólkin var best fyrir 14 jún,Angry það eina sem ekki var útrunnið var tómatsósa, sinnep,egg, epli, kartöflur og hamsatólg. Ég skal  viðurkenna það að ég er nú ekkert mjög dugleg að versla inn þegar ég er bara ein heima, borða bara í vinnunni. Þannig að ekki varð hjá því komst að fara í búð og bæta úr þessu ástandi. Ákvað að í leiðinni færi ég og gæfi kisunum sem ég er með í fóstri en til þeirra fer ég á hverjum deigi og dekra við þær, færi þeim harðfisk og soðna ýsu sem þau elska. Þau taka alltaf vel á móti mér mjálmandi og nánast organdi og ég reyni að telja mér trú um að þeim þykji svona vænt um mig og séu svona fegnar að sjá mig ,,,,en það er víst bara matarást ég gef þeim að éta og fyrir utan það er þeim alveg skítsama um mig.Whistling Þá er komið að innkaupaferðinni fór á Glerártorg og í nettó, verslaði inn í hungraða ískápinn minn og fékk mér svo eina með öllu áður en ég skundaði út í bíl. En þegar ég kem að bílnum hafði einhver milladóni lagt millajeppanum sínum svo nálægt mínum bíl að það var ekki viðlit að opna hurðina bílstjóramegin AngryDevilDevil ég settist inn farþegamegin og beið ég ætaði sko að láta þennan tilitslausa dóna heyra það,samdi flotta ræðu í huganum en það leið og beið dóninn lét ekki sjá sigAngry ég nennti þessu ekki lengur enda gæti dóninn verið í allan dag að eyða sínum peningum þarna inni, en hann fengi ekki að eyða mínum tíma lengur. Þannig að ég brölti yfir farþegasætið með miklum harmkvælum þar sem mjöðmin á mér mótmælti hástöfum, en ég er mjög slæm af slitgigt í annari mjöðminni. En þetta hafðist og heim komst ég og dróst út úr bílnum og haltraði inn með vörurnar,með viðbjóðslegan verk í mjöðminni, allt þessum dóna að kennaDevil. Vona að hann fái hiksta. Nú er ég búinn að taka verkjalyf Sick og ætla að leggja mig í smástund og vona að þetta skáni, ég nenni ekki að vera draghölt í vinnunni á morgun. Jæja elskurnar mínar þið sem nennið að lesa þetta eigið góðan dag og gleðilega þjóðhátíð á morgun WhistlingWizardHeart

 

 

 

 


Nú er úti veður vott.

Góðan daginn þá er nú blessuð rigningin mætt á svæðið, ég er búinn að senda sólina suður yfir heiðar, en fæ hana aftur til baka um miðja vikuna ef LadyVally tímir að skila mér henni Wink  Hér á bæ er nú frekar rólegt ég er með hundaömmustrákinn í pössun en hann er óþægðarangi, ég er nú að reyna að siða hann til en hann bræðir mig jafnharðan með sínum brúnu fallegu raunamæddu augum, alveg hissa á því að ég skuli vara að skamma sig. Tinna mín er með þóttasvip yfir þessu öllu og þykist yfir hann hafinn, en hún er nú ekki dannaðri en það en hún kútveltist með honum út í garði í leik og uppátækjum þegar hún heldur að ég sjá ekki til. Svo bætist við í vikunni tvær kisur sem ég ætla að passa á meðan brósi minn og fjölsylda verða erlendis en þær verða nú ekki hér á heimilinu ég fer til þeirra og sinni þeim þar, en þetta eru yndislegar innikisur og sérvitrar með afbrigðum. Ég vona nú samt að ég fari ekki alveg í hund og kött. Jæja nú þarf ég að fara að taka inn hundana hundblauta og gefa þeim morgunmatinn. Eigið góðan dag elskurnar Heart Ég er farinn í hundanaSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband