Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.10.2008 | 18:00
Góð helgi og mánudagurinn líka.
Helgin mín var bara ljúf og róleg. Að vísu örlítill æsingur á meðan Liverpool leikurinn stóð yfir sem breyttist í gleði að leik loknum. Ég var í helgarfríi og aldrei þessu vant kom ekkert útkall, sem gerist nú oftar en ekki þegar ég á frí. Ég var ein heima í kotinu með Tinnu minni og var þetta ósköp ljúft hjá okkur, nema þegar hún þurfti út til að gera sitt. Það reyndist henni frekar erfitt að finna nákvæmlega þann stað sem hún vildi heiðra í það skiptið, vegna fannfergis allt komið á bólakaf og hvergi auð jörð. En eftir miklar tilfæringar hafðist þetta hjá henni og flýtti hún sér að þessu loknu inn í hlýjuna. Ég fór í matarboð á laugardagskvöldi hjá henni Kollu, en hún var gift elsku frænda sem kvaddi í síðasta mánuði. Það var notaleg samverustund og frábær matur að hætti Kollu en hún er frábær kokkur og yndisleg manneskja. Svo var mér aftur boðið í mat á sunnudagskvöldið hjá brósa mínum og mágkonu þar át ég á mig gat og fór heim og sofnaði snemma. Var svo vöknuð fyrir allar aldir í morgun og hef verið að nota daginn í tiltekt og þrif, mín bara dugleg á mánudegi. Fór í Bónus og verslaði aðeins inn, hitti þar gamla vinkonu mína og fórum við og fengum okkur kakó saman og spjölluðum út í eitt. Sem sagt, bara góðir dagar undanfarið hjá mér. Vona að þið hafið átt góða helgi kæru vinir. Sendi ykkur góðar kveðjur
23.10.2008 | 14:10
Snjór.
Þá er hann kominn þessi leiðindafylgifiskur vetrarins hér fyrir norðan snjórinn. Ég er ekki par hrifinn af þessari sendingu að ofan. Mér finnst ekki gaman að moka snjó ekki heldur að sópa af bílnum og skafa rúður í mokandi snjókomu í hvert skipti sem ég þarf að nota hann. Það er líka hundleiðinlegt að þurfa að troða sér í úlpu, kuldaskó og setja á sig húfu og vettlinga. Það er heldur ekki gaman að komast ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. En sumum finnst þetta æðislegt alveg óskaplega gaman, tala um hraustmenni og bla, bla. Ég býð þeim að koma og moka fyrir mig, þeir geta þá sannað hreysti sitt Ég á reyndar ekki von á að neinn láti sjá sig en ef það gerist þá býð ég upp á kaffisopa eftir moksturinn Þetta er nú ekki beint jákvæð færsla hjá mér, en stundum verður maður að blása. Það eru nú ekki alltaf jólin. Talandi um jólin þá vona ég að þau verði rauð í ár Nú verður einhver alveg brjálaður Knús elskurnar
15.10.2008 | 19:19
Ég er mætt.
24.9.2008 | 10:11
Farin erlendis.
19.9.2008 | 21:54
Ferðataskan mín.
13.9.2008 | 22:11
ég
10.9.2008 | 12:33
Milla klukkaði mig.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Fiskvinnsla.
Bókasafn Glerárskóla.
Hótel og veitingastörf.
Ummönnun á hjúkrunarheimili.
-------------------------------------
Fjórar bíómyndir sem ég hef séð:
Með allt á hreinu.
Forest Gump.
Mamma mía.
Mýrin.
-----------------------------------
Fjórir staðir sem ég hef búið á :
Keflavík.
Öxarfjörður.
Húsavík.
Akureyri.
--------------------------------------
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Monk.
Útsvar.
Út og suður.
Friends.
----------------------------------------
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn.
Potúgal.
Danmörk.
Fáskrúðsfjörður.
-----------------------------------------
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
visir.is
dagskráin.is
akureyri.is
-------------------------------------------
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Þorramatur.
Sviðalappir.
Lambalæri.
Plokkfiskur.
------------------------------------------
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
Ég lifi.
Fátækt fólk.
Dýragarðsbörn.
Salka Valka.
------------------------------------------
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ásgerður.
Sölvi.
Óla.
Gunna.
Þá er þetta komið hjá mér. Eins og einhverjum komi þetta við. En ég skorast nú ekki undan áskorun af þessu tagi. Þá er ég kvitt Milla mín.
2.9.2008 | 10:12
Komin í vaktafrí loksins.
30.8.2008 | 18:33
Illa áttuð.
27.8.2008 | 03:59