Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Góð helgi og mánudagurinn líka.

Helgin mín var bara ljúf og róleg. Að vísu örlítill æsingur á meðan Liverpool leikurinn stóð yfir sem breyttist í gleði að leik loknum. Ég var í helgarfríi og aldrei þessu vant kom ekkert útkall, sem gerist nú oftar en ekki þegar ég á frí. Ég var ein heima í kotinu með Tinnu minni og var þetta ósköp ljúft hjá okkur, nema þegar hún þurfti út til að gera sitt. Það reyndist henni frekar erfitt að finna nákvæmlega þann stað sem hún vildi heiðra í það skiptið, vegna fannfergis allt komið á bólakaf og hvergi auð jörð. En eftir miklar tilfæringar hafðist þetta hjá henni og flýtti hún sér að þessu loknu inn í hlýjuna. Ég fór í matarboð á laugardagskvöldi hjá henni Kollu, en hún var gift elsku frænda sem kvaddi í síðasta mánuði.  Það var notaleg samverustund og frábær matur að hætti Kollu en hún er frábær kokkur og yndisleg manneskja. Svo var mér aftur boðið í mat á sunnudagskvöldið hjá brósa mínum og mágkonu þar át ég á mig gat og fór heim og sofnaði snemma. Var svo vöknuð fyrir allar aldir í morgun og hef verið að nota daginn í tiltekt og þrif, mín bara dugleg á mánudegi. Fór í Bónus og verslaði aðeins inn, hitti þar gamla vinkonu mína og fórum við og fengum okkur kakó saman og spjölluðum út í eitt. Sem sagt, bara góðir dagar undanfarið hjá mér. Vona að þið hafið átt góða helgi kæru vinir. Sendi ykkur góðar kveðjur Heart

 


Snjór.

Þá er hann kominn þessi leiðindafylgifiskur vetrarins hér fyrir norðan snjórinn. Ég er ekki par hrifinn af þessari sendingu að ofan. Mér finnst ekki gaman að moka snjó ekki heldur að sópa af bílnum og skafa rúður í mokandi snjókomu í hvert skipti sem ég þarf að nota hann. Það er líka hundleiðinlegt að þurfa að troða sér í úlpu, kuldaskó og setja á sig húfu og vettlinga. Það er heldur ekki gaman að komast ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. En sumum finnst þetta æðislegt Errm alveg óskaplega gaman, tala um hraustmenni og bla, bla. Ég býð þeim að koma og moka fyrir mig, þeir geta þá sannað hreysti sitt Grin Ég á reyndar ekki von á að neinn láti sjá sig en ef það gerist þá býð ég upp á kaffisopa eftir moksturinn Wink Þetta er nú ekki beint jákvæð færsla hjá mér, en stundum verður maður að blása. Það eru nú ekki alltaf jólin. Talandi um jólin þá vona ég að þau verði rauð í ár Grin Nú verður einhver alveg brjálaður LoL Knús elskurnar Heart

 


Ég er mætt.

Sæl verið þið elskurnar mínar. Þá kemur hér smá bloggfærsla, þó fyrr hefði verið hugsar einhver. En ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir fallegar kveðjur, komment, skilaboð og símtöl til mín þið eruð frábær og það yndislegt að finna svona samhug. Ferðin mín var frábær í alla staði, hver dagur var ævintýri og ég segi ykkur meira frá ferðinni seinna. En ég kom heim fyrir viku síðan með töskuna sem ég týndi ekki Wink  hvorki á útleið eða heimleið. Ég hef ekki getað kíkt á ykkur öll síðan ég kom heim en ég reyni að líta við hjá ykkur öllum og skilja eftir spor fljótlega. Bóndinn hefur verið heima síðustu viku og yfirtók tölvuna á heimilinu, en hann er í fjarnámi og var að vinna verkefni og fleira í sambandi við námið, áður en að hann færi út á sjó aftur. Ég ákvað bara að láta hann um tölvuna og bíða bara róleg þangað til að ég kæmist að og það tókst næstum því. Ég var að farinn að ókyrrast yfir þessari endalausu setu hjá honum við tölvuna og bauðst til að hjálpa honum við námið. Eins og ég viti eitthvað um siglingarfræði og eða stöðugleika skipa, en það má alltaf reyna að vera til staðar. Hann afþakkaði pent og horfði á mig með augnaráði sem sagði: Farðu nú bara að sofa, en ég gafst ekki upp baráttuandinn alltaf til staðar og í góðmennsku minni bauð honum að lesa með honum yfir verkefnin og hlýða honum svo yfir á eftir.......en ykkur að segja þá féll það ekki í góðan jarðveg. Ég var alveg rosalega snögg að koma mér í bólið það kvöld. En nú er ég bara alveg með tölvuna fyrir mig, hann fór á sjóinn í gær þessi elska. Knús og kveðjur til ykkar allra í bili.

Farin erlendis.

Elskurnar mínar, þið verðið að fyrirgefa bloggleysi og lítið innlit til ykkar undanfarið. Í tilhlökun og gleði sem ríkti hér á heimilinu yfir ferðalaginu og trúlofun sonarins, þá bankaði sorgin upp á. Ástkær frændi kvaddi. Það dimmdi yfir og sorgin réði ríkjum, en allt birtir upp um síðir. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann og vera hjá honum og yndislegu fjölskyldu hans sem mér þykir svo vænt um þegar hann kvaddi. Það hefði orðið erfitt fyrir mig ef ég hefði verði komin erlendis þegar þetta gerðist. Þetta bar brátt að og banalegan stutt. Hann var mér afar kær og var mér svo miklu meira en frændi hann var eins eldri bróðir minn. Fjölskylda hans á erfitt núna en þau eru dugleg og standa saman í þessari ótímabæru sorg. Ég ætla að halda mínu striki og fara í ferðalagið það hefði hann viljað. Legg af stað í dag. Kveð ykkur núna í bili elsku blokkvinir og aðrir vinir. Verið góð við hvort annað mér þykir vænt um ykkur Heart

Ferðataskan mín.

Það er nú bara rólegt hjá mér þessa dagana og fátt sem ég get bloggað um. Það eru farnar að berast kvartanir til mín um að síðasta blogg mitt sé orðið eldgamalt. Ég reyni þá að bæta úr því. Það styttist í ferðalagið og ég verð að vinna alla daga þangað til. Þarf að vinna af mér nokkra frídaga sem ég nota úti. Það er mikil tilhlökkun í gangi hjá mér ásamt smá kvíðatilfinningu. Það er nefnilega þannig með mig að ég á við einhverskonar kvíðaröskun að etja í sambandi við farangurinn minn. Fæ það að á tifinninguna að ég og taskan mín verðum viðskila, að hún týnist lendi með annarri vél, eða eitthvað álíka. Þetta byrjar þegar ég horfi á eftir henni inn færibandið við innritun. Þá er ég viss um að hún fari í einhverja allt aðra vél en þá sem ég fer með. Ég merki hana að sjálfsögðu í bak og fyrir með minnst þrem merkispjöldum og einu sem ég set ofan í hana. Allur er varinn góður Grin  Svo er ég sífellt að hugsa um það á leiðinni út hvort hún sé nú ekki örugglegga með. Ég veit að það yrði mín síðasta hugsun ef vélin væri að farast, er taskan mín ekki um borð Frown  Svo byrjar angistin þegar lent er og biðin eftir töskunum við færibandið tekur við. Ég treðst stjórnlaust áfram og ryðst fram fyrir fólk, við litlar vinsældir, með brjálæðisglampa í augunum til að komast sem næst færibandinu. Fæ áfall ef hún er ekki ein að fyrstu fimm töskunum og fell næstum í yfirlið ef þær eru orðnar fleiri en fimmtán án þess að mín láti sjá sig. Skima óróleg á töskur annarra ferðalanga sem eru búnir að heimta sínar töskur af færibandinu, til að fullvissa mig um að þeir hafi ekki tekið mína í misgripum. En þegar sturlunin er að ná hámarki þá kemur mín siglandi eftir færibandinu ALLTAF. Ég hef aldrei tapað tösku á ferðalögum mínum, þannig að þetta er óskiljanlegt ástand á mér. Þegar ég svo hef heimt mína elskuðu tösku, fer ég í einhverja óútskýranlega sæluvímu og ferðalagið er hafið hjá mér og ég brosi hringinn þangað til kemur að heimferð. Þá hefst þetta sama ferli aftur. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur Grin  Fólk er að líta á mig hornauga ef það rekst á mig og hugsar með sér, þarna er þessi brjálaða á flugvellinum Blush  Góða helgi elskurnar mínar Heart

ég

Já já elskurnar mínar ég veit að ég er farin að skulda ykkur blokk og komment. Það var bara gott að taka smá blogg pásu. Suðurferðin var æðisleg við gerðum mikið og margt með dóttur og tengdasyni, tíminn var bara allt of fljótur að líða, ég er ekki frá því klukkan gangi hraðar þarna fyrir sunnan. Svo heimsótti ég glænýja, yndislega litla frænku heima hjá Valda bróðir og Guðrúnu mágkonu. En dóttir þeirra Ragnheiður var að gera þau að ömmu og afa og mig að afasystur Wizard  Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér og engin leiðindi, sem ég átti von á. Ég heyri í dóttlu á hverjum degi og hún er mjög ánægð í skólanum. Helgin hjá mér það sem er af henni er liðið er búin að vera frábær. Á föstudag kallaði Anna mín frábæra bloggvinkona  í mig frá svölunum sínum og bauð mér í kaffi og kleinur, en við búum svo nálægt hvor annari að við getum kallast á. það vissum við ekki þegar við urðum bloggvinkonur. Svo fór ég  í deildarpartý heima hjá Rönnu minni sem bauð okkur vinnufélögum heim í grill og heitan pott, frábær matur og ljúf samverustund í góðra vina hópi. Svo er það stóri dagurinn í dag..........Mætti á Kaffi Akureyri til að sjá leik Liverpool og Man. United. Var að sjálfsögðu í mínum flotta Liverpoolbol, við litlar vinsældir hjá þeim sem við borðið sátu, enda júnædid híhí....aðdáendur. Það vita nú´flestir hvernig leikurinn fór, en fyrir þá sem ekki vita þá unnu Liverpool  veðskuldaðan sigur Whistling   Eftir leik keyrði ég einn tapsáran heim sem bað mig vinsamlegast að taka þetta glott Grin   í burtu, en ég brosti bara breiðar LoL  En ég verð að hætta núna því það eru komnir gestir. Vona að þið njótið kvöldsins og eigið góðan dag á morgun. Guð geymi ykkur og mér þykir vænt um ykkur Heart

Milla klukkaði mig.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Fiskvinnsla.

Bókasafn Glerárskóla.

Hótel og veitingastörf.

Ummönnun á hjúkrunarheimili.

-------------------------------------

Fjórar bíómyndir sem ég hef séð:

Með allt á hreinu.

Forest Gump.

Mamma mía.

Mýrin.

-----------------------------------

Fjórir staðir sem ég hef búið á :

Keflavík.

Öxarfjörður.

Húsavík.

Akureyri.

--------------------------------------

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Monk.

Útsvar.

Út og suður.

Friends.

----------------------------------------

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Spánn.

Potúgal.

Danmörk.

Fáskrúðsfjörður.

-----------------------------------------

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

mbl.is

visir.is

dagskráin.is

akureyri.is

-------------------------------------------

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Þorramatur.

Sviðalappir.

Lambalæri.

Plokkfiskur.

------------------------------------------

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

Ég lifi.

Fátækt fólk.

Dýragarðsbörn.

Salka Valka.

------------------------------------------

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Ásgerður.

Sölvi.

Óla.

Gunna.

Þá er þetta komið hjá mér. Eins og einhverjum komi þetta við. En ég skorast nú ekki undan áskorun af þessu tagi. Þá er ég kvitt Milla mín.


Komin í vaktafrí loksins.

Þá er næturvaktar marþoninu lokið í bili, og ég get farið að vinda ofan af mér og koma mér á rétt ról. Er kominn í þriggja daga frí og fer suður í fyrramálið. Byrja svo aftur á föstudag og tek þá kvöldvaktir. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að kommenta mikið hjá ykkur elsku bloggvinir og hvað þá að blogga, enda ekki mikið annað hjá mér undanfarið enn að sofa og vinna. Ég hef ekki tekið neitt frí síðan ég byrjaði eftir sumarfrí 19 ágúst. Dóttir mín flutti suður í gær og ég varð döpur og leið eftir að hún fór, en huggaði mig við það að ég er að fara suður til að hjálpa henni við að koma sér fyrir og eins að aðstoða hana við að versla sér þvottavél og ýmislegt sem ungu fólki vanhagar um þegar það er að byrja að búa. Ekki það að hún sé ekki einfær um að gera þessa hluti sjálf, heldur ákváðum við að hafa þetta svona. Ég er kvíðin fyrir vetrinum og eitthvað svartsýn þessa stundina, en ég vonast að það lagist nú fljótlega. Kannski er ég bara þreytt og stressuð og þarf bara góða hvíld til að mér líði betur. En ég ætla að taka mér aðeins bloggfrí þangað til í næstu viku. Ég vona að þið hafið það gott á meðan elskurnar mínar Heart  Ætla að fara einn blogghring áður en ég fer að sofa Sleeping

Illa áttuð.

Næturvaktir gera mig ruglaða,Frown ég veit stundum ekkert hvaða dagur er þegar ég vakna og allt slær saman hjá mér Sideways  Ég tala um eitthvað sem gerðist í gær eins og það hafi verið fyrir tveim dögum og það sem ég ætla að gera á morgun sunnud þá tala ég um mánud eða þriðjud. Fólkið mitt hristir bara hausinn og segjir mér að sofa lengur Sleeping  Rétt eftir að ég vaknaði í dag hringdi bóndin utan af sjó og ég get svarið það að hann hefur haldið að ég væri í annarlegu ástandi, ég rausaði bara tómt malbik, það voru undarlegar þagnir hjá honum í símanum þegar hann var að meta ástandið á mér Blush  En þetta lagast nú aðeins þegar ég er búinn að fá mér kaffi og bíp....íþróttablys, þá uppfærist minnið aðeins Whistling  ég veit að vísu ekkert hvaða dagur er núna, en það er eitt dagblað í lúgunni og það hlýtur að vera blaðið í dag, ég ætla að líta í það á eftir og þá veit ég fyrir víst hvaða dagur er. Ég get aldrei sofið í marga klukkutíma eftir næturvaktir mesta lagi þrjá til fjóra tíma um morgunin og svo sofna ég aftur í tvo til þrjá áður en ég mæti. Það er held ég þetta sem ruglar mig. Já ég segji það lengi getur vont versnað elskurnar mínar, og ég á ennþá eftir þrjár vaktir, en ég skal nú ekkert reyna að tjá mig við ykkur þegar þeim er lokið Pinch  Svo stefni ég á að keyra suður á þriðjud Wizard  ....Ég veit alveg hvað þið hugsið núna......Almáttugur hvar endar hún!!!! Hún sem ratar ekki á milli ljósastaura í Reykjavík, en þið skuluð bara vera róleg því bóndinn verður kominn í land og tekur að sér aksturinn. Ég á að vísu eftir að reyna að segja honum til vegar eftir að suður er komið, því ég þykist alltaf vita hvar við erum stödd og vil endilega taka að mér að leiðbeina honum þó að ég hafi ekki grænan grun hvar við erum stödd í það skiptið FootinMouth  Ég fullyrti einu sinni að við værum í Ármúlanum, þegar við vorum stödd í Kópavogi Grin  hann er löngu hættur að vilja mig sem fararstjóra og reddar þessu sjálfur. En ég get nú ekki hætt og er annað slagið að benda honum á hvar hann eigi að taka beygju og svo frammvegis, en einu viðbrögðin hjá honum eru einhverskonar andvörp og stunur. Manni getur nú sárnað Angry     Góða helgi elskurnar Heart

Næturvaktarblogg.

Það er búið að vera afar mikið að gera hjá mér síðan ég byrjaði að vinna. Ég hef verið að taka aukavaktir fyrir utan mínar föstu vaktir, svo hefur verið annríki heima við. Ég hef því lítin tíma haft til að kíkka á ykkur kæru bloggvinir. En ég er núna á næturvakt og ætla að reyna að fara blogghring og kommenta, ef tími vinnst til. Ég verð að vinna alla daga fram til mánaðarmóta en þá tek ég mér smá frí og fer suður. Ég ætla að fylgja dóttur minni úr hlaði en hún er að flytja suður til að fara í skóla.Og auðvitað verð ég náttúrulega, að fylgjast með að allt fari samkvæmt áætlun hjá henni Wink  Það er ágætt að fá aukavaktir núna því ég er að safna mér fyrir gjaldeyri, fyrir Ítalíu ferðina mín í lok sept. Ég segji ykkur betur frá því seinna. Hef þetta ekki lengra núna, ég vona að þið eigið öll góðan dag og takk fyrir öll kommentin ykkar þið eruð frábær.InLove

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband