Næturvaktarblogg.

Það er búið að vera afar mikið að gera hjá mér síðan ég byrjaði að vinna. Ég hef verið að taka aukavaktir fyrir utan mínar föstu vaktir, svo hefur verið annríki heima við. Ég hef því lítin tíma haft til að kíkka á ykkur kæru bloggvinir. En ég er núna á næturvakt og ætla að reyna að fara blogghring og kommenta, ef tími vinnst til. Ég verð að vinna alla daga fram til mánaðarmóta en þá tek ég mér smá frí og fer suður. Ég ætla að fylgja dóttur minni úr hlaði en hún er að flytja suður til að fara í skóla.Og auðvitað verð ég náttúrulega, að fylgjast með að allt fari samkvæmt áætlun hjá henni Wink  Það er ágætt að fá aukavaktir núna því ég er að safna mér fyrir gjaldeyri, fyrir Ítalíu ferðina mín í lok sept. Ég segji ykkur betur frá því seinna. Hef þetta ekki lengra núna, ég vona að þið eigið öll góðan dag og takk fyrir öll kommentin ykkar þið eruð frábær.InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Held ég myndi gera slíkt hið sama, fylgja dótturinni og vera með puttana í því sem hún fer að gera Annars hóta þau börnin að flytja erlendis, sem ég lýst ekki á. Gerði það nú samt sjálf um tíma

Tilhlökkun hjá þér með Ítalíuferð Öfundsverð.

M, 27.8.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín auðvitað fylgir þú stelpunni suður, þú verður nú að sjá hvernig hún býr og svoleiðis.

Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þú ert hörkudugleg Erna mín...en passaðu samt að vinna ekki yfir þig..það kemur niðrá þér seinna meir. Ég þekki það dæmi MJÖG vel. Ég skil þig vel að þú viljir fylgja dóttur þinni suður, það er alltaf erfitt þegar börnin manns fara að heiman. Eigðu góðan dag vinkona, knús og klemm. Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 27.8.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: egvania

Erna mín það er þannig þetta líf einu sinni mamma alltaf mamma !

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 27.8.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Aprílrós

Já nkl er ég sammála síðasta ræðumanni, Einu sinni mamma , ávalt mamma. ;)

Aprílrós, 27.8.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlitskvitt og ORKU-sending..... hehehe...kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Passaðu bara að ofkeyra þér ekki, og góða ferð suður, vonandi gengur allt að óskum

Sölvi Breiðfjörð , 28.8.2008 kl. 16:26

9 Smámynd: egvania

Sæl Erna mín er á bloggvina flakki núna

egvania, 29.8.2008 kl. 08:23

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mig var að dreima ,að ég vara að koma akandi frá Norfyrði og kom við á Akyreyri og var að leita að símanúmerinu þínu ,fannst ég vera búin að tína því og var að leita í símaklefa Voða skrítin draumur Afdalakerlingin

Ólöf Karlsdóttir, 30.8.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband