24.8.2008 | 07:40
Hugsum hlýtt til strákanna okkar og kveikjum á kertum.
Góðan daginn elskurnar mínar, nú er stóra stundin að renna upp. Nú kveikjum við á kertum og hugsum hlýtt til srákanna okkar. Vona að við eigum eftir að upplifa ógleymanlega stund í dag.
Áfram Ísland
Athugasemdir
Við munum upplifa ógleymanlega stund, en hún er alveg ógleymanleg þó þeir vinni ekki, bara það að vera að spila um gullið er toppurinn.
Sendi þeim allar góðar hugsanir og strauma.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 08:20
Strákarnir voru frábærir flott að fá silfrið gaman að fá gullið en það gekk ekki upp. Eru á lista sem bestir í heiminum getur ekki verið betra búið og gert ég er mjög ánægð með þá.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 24.8.2008 kl. 12:09
Er ánægð með silfrið. Strákarnir gerðu sitt besta og er stolt af þeim
M, 24.8.2008 kl. 14:05
Þeir eru flottir og ég er mjög ánægð með þá. Takk fyrir innlitin elskurnar
Erna, 24.8.2008 kl. 16:39
Ha,ha,ha. Gott að landlæknir hafi skilninginn í lagi og enn betra að þú sért í góðu sambandi við hann. Færslan hjá þér er 07.40. Eg var í bústað ásamt fleirum og ekki að ég ætlaði að horfa á en 06.45 gat Heiðar rétt stoppað það af að ég vekti liðið. Ég lá svo í góðri bók,dormaði á milli og fór svo bara til að horfa á úrslitinn. En mikið stóðu þeir sig vel.
Vonast eftir hitting sem fyrst.
Góða nótt flotta frænka mín. M
magga (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:21
Mæðgur tvær,önnur mjög svo kaffiþyrst bönkuðu uppá hjá þér í dag. Gripum í tómt. Dóttlan sagði að þetta væri rétt íbúð (kíkti inn um eldhúsgluggann)þegar að ég efaðist--vegna þess að enginn kom tl dyra Við vorum á Glerártorginu og skimaði ég hæ/vi hort að ég þekkti e-n sem að gæti sagt frá Við gefumst ekki upp og hittumst fljótlega. M
magga (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:26
Æi elsku Magga mín ég var að vinna frá 15-23 aukavakt. Þú skalt hringja áður en þú ræðst til atlögu næst frænka mín, Því ef ég er ekki að vinna mínar vaktir þá er ég á endalausum aukavöktum . Hef ekki fengið frídag síðan ég byrjaði eftir sumarfrí. Ekki gefast upp það kemur að hitting og þá verður gaman Kveðja og góða nótt
Erna, 26.8.2008 kl. 00:16
Strákarnir eru bestir en hvað heldur heldur þú ekki að ég hafi sofið yfir mig sofnaði seint og man ekki að hafa fiktað í klukkuni og breitt tímanum skil það bara ekki Það vorru allir hissa í vinnunni hvað er að hjá Ólu ,það var horft á mig bara þegar ég mætti kl 9 það skildi engin neitt í neinu og ekki ég sjálf heldurþað er svo vont að vakna svona dagurinn er bara ónýturKveðja afdalahróið í KEF
Ólöf Karlsdóttir, 26.8.2008 kl. 00:30
ladyVally....Takk fyrir innlitið jólarósin mín
Óla mín...Ég skil þig það er eitt af því versta sem kemur fyrir mig þegar ég vakna of seint og eins og þú segjir þá er dagurinn hreinlega ónýtur og ómögulegur. Sem betur fer kemur það afar sjaldan fyrir. Hafðu það gott hróið mitt og takk fyrir innlitið
Erna, 26.8.2008 kl. 00:56
Ég náði að vakna til að horfa á strákana okkar, var reyndar bara búin að sofa í ca klukkutíma áður en leikurinn byrjaði , en hafði það að vakna og fór svo aftur að sofa eftir leikinn. Ég ætlaði sko ekki að missa af honum.
Eigðu góðan dag og knús og klemm..kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:44
Sæl Erna mín og vonandi áttu góðan dag.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 26.8.2008 kl. 13:47
Takk fyrir bloggvináttu mín kæra
Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 14:14
Yndislegt með strákana. Kær kveðja elsku Erna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2008 kl. 19:28
Takk elskurnar.
Brynja...Sömuleiðis.
Erna, 27.8.2008 kl. 05:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.