30.8.2008 | 18:33
Illa áttuð.
Næturvaktir gera mig ruglaða,
ég veit stundum ekkert hvaða dagur er þegar ég vakna og allt slær saman hjá mér
Ég tala um eitthvað sem gerðist í gær eins og það hafi verið fyrir tveim dögum og það sem ég ætla að gera á morgun sunnud þá tala ég um mánud eða þriðjud. Fólkið mitt hristir bara hausinn og segjir mér að sofa lengur
Rétt eftir að ég vaknaði í dag hringdi bóndin utan af sjó og ég get svarið það að hann hefur haldið að ég væri í annarlegu ástandi, ég rausaði bara tómt malbik, það voru undarlegar þagnir hjá honum í símanum þegar hann var að meta ástandið á mér
En þetta lagast nú aðeins þegar ég er búinn að fá mér kaffi og bíp....íþróttablys, þá uppfærist minnið aðeins
ég veit að vísu ekkert hvaða dagur er núna, en það er eitt dagblað í lúgunni og það hlýtur að vera blaðið í dag, ég ætla að líta í það á eftir og þá veit ég fyrir víst hvaða dagur er. Ég get aldrei sofið í marga klukkutíma eftir næturvaktir mesta lagi þrjá til fjóra tíma um morgunin og svo sofna ég aftur í tvo til þrjá áður en ég mæti. Það er held ég þetta sem ruglar mig. Já ég segji það lengi getur vont versnað elskurnar mínar, og ég á ennþá eftir þrjár vaktir, en ég skal nú ekkert reyna að tjá mig við ykkur þegar þeim er lokið
Svo stefni ég á að keyra suður á þriðjud
....Ég veit alveg hvað þið hugsið núna......Almáttugur hvar endar hún!!!! Hún sem ratar ekki á milli ljósastaura í Reykjavík, en þið skuluð bara vera róleg því bóndinn verður kominn í land og tekur að sér aksturinn. Ég á að vísu eftir að reyna að segja honum til vegar eftir að suður er komið, því ég þykist alltaf vita hvar við erum stödd og vil endilega taka að mér að leiðbeina honum þó að ég hafi ekki grænan grun hvar við erum stödd í það skiptið
Ég fullyrti einu sinni að við værum í Ármúlanum, þegar við vorum stödd í Kópavogi
hann er löngu hættur að vilja mig sem fararstjóra og reddar þessu sjálfur. En ég get nú ekki hætt og er annað slagið að benda honum á hvar hann eigi að taka beygju og svo frammvegis, en einu viðbrögðin hjá honum eru einhverskonar andvörp og stunur. Manni getur nú sárnað
Góða helgi elskurnar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu elskan Bjössi hlýtur að vera orðin vanur, hvað ertu búin að vera lengi á næturvöktum veit að þú ert sofandi, en er þú vaknar þá er ég farin að sofa,
er frekar þreytt eftir helgina, svo er ég að fara á skólasetninguna fram í Lauga
á morgunn, er nú bara montin yfir úthaldinu.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.8.2008 kl. 18:43
Vann vaktarvinnu fyrir mörgum árum og gat aldrei vanist þeim. Fannst næturvaktirnar hryllingur.
Góða helgi strumpurinn minn.
M, 30.8.2008 kl. 19:02
Vann í mörg herrans ár BARA næturvaktir, tók ekkert eftir sérstöku rugli en það hefur samt vísast verið eitthvað hehe
Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 19:43
Það hefur sem sagt verið á svona stundu sem ég flautaði á þig þegar ég keyri fram hjá. Og þú stóðst þarna og horfðir .?.?.?.?.?. augum á bílinn. Svo sagði unglingurinn að þú hefðir rankað við þér þegar við vorum komin út á næsta götuhorn og vinkað.
Anna Guðný , 31.8.2008 kl. 11:41
Elskan mín ég ætti að kannast við þetta vann lengi á næturvöktum.
Kærleiks kveðja til þín Erna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 16:36
ÉG hefði örugglega aldrei getað unnið á næturvöktum, verð rugluð ef ég þarf að vaka að nóttu til. Gaman að fá þig í blogghópinn kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 19:37
Ég vann vaktavinnur á yngri árum og verst fannst mér að fara úr nætuvakt yfir á dagvakt, já var á svona þrískipta vöktum. En gangi þér vel að ná áttum það gengur ekki að vera svona áttavillt...
Knús og klemm og orku-sending til þín. Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:40
ERna mín, bloggkaffi um helgina. Kíktu á síðuna hjá mér.
Anna Guðný , 1.9.2008 kl. 20:37
Þið eruð yndislegar allar sem ein Takk kærlega fyrir kommentin ykkar
Erna, 2.9.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.