Snjór.

Þá er hann kominn þessi leiðindafylgifiskur vetrarins hér fyrir norðan snjórinn. Ég er ekki par hrifinn af þessari sendingu að ofan. Mér finnst ekki gaman að moka snjó ekki heldur að sópa af bílnum og skafa rúður í mokandi snjókomu í hvert skipti sem ég þarf að nota hann. Það er líka hundleiðinlegt að þurfa að troða sér í úlpu, kuldaskó og setja á sig húfu og vettlinga. Það er heldur ekki gaman að komast ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. En sumum finnst þetta æðislegt Errm alveg óskaplega gaman, tala um hraustmenni og bla, bla. Ég býð þeim að koma og moka fyrir mig, þeir geta þá sannað hreysti sitt Grin Ég á reyndar ekki von á að neinn láti sjá sig en ef það gerist þá býð ég upp á kaffisopa eftir moksturinn Wink Þetta er nú ekki beint jákvæð færsla hjá mér, en stundum verður maður að blása. Það eru nú ekki alltaf jólin. Talandi um jólin þá vona ég að þau verði rauð í ár Grin Nú verður einhver alveg brjálaður LoL Knús elskurnar Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

ladyVally: Já ég er svo sannarlega alveg í snjókasti, alla vega í dag

Erna, 23.10.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Mikið óskaplega er ég þér innilega sammála Erna mín....ég þoli ekki þennan hvíta skít. Mig hryllti þegar ég vaknaði í gærmorgun og sá hann, og svo heldur hann bara áfram að drita niður. eins og honum sé borgað fyrir það,  Það er greinilega engin kreppa hjá honum, allavega ekki þessa stundina. Ég heimta SNJÓKREPPU.

Eigðu samt góðan dag elsku vinkona.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Sko við Guðrún Ágústa heimtum snjókreppu og það mikið af henni Það er bara smá föl hérna en LOGN hum hvaðan kemur það veit ekki Knúsí knús Snjókerlingin

Ólöf Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:57

4 identicon

Sæl og blessuð nýja bloggvinkona ég má nú bara til að setja athugasemd hjá þér vegna þess að ég er komin í hálfgert jólastuð við það að sjá snjóinn langar bara að vera í búðarrölti og svoleiðis, koma við á kaffihúsum og fá heitt kakó með rjóma. Nei það má víst ekki þetta síðasta nema þegar jólin eru komin. En það er hætt að snjóa í höfuðborginni en ég er komin þangað núna og er búin að versla frá mér allt vit í alsnægtabúð Hagkaupa í Smáralindinni. Engin kreppa þar allt tax free fyrir blessaða Bretana sem eru hingað komnir í jólagjafkaupin.

Knús og snjókveðjur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:34

5 identicon

æææ Erna eigum við ekki bara að fara á Tenerife

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Erna

Elsku Gunna mín, það er gott að heyra að þú sért mér sammála  Ég sé að við höfum verið að kommenta hjá hvor annarri á sama tíma í dag, einhver tenging í gangi hjá okkur vinkona  Reyndar er langt síðan mér fannst ég eiga eitthvað sameiginlegt með þér, án þess að ég geti eitthvað útskýrt það. Þannig bara er það og mér þykir vænt um þig

Erna, 23.10.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Erna

Óla mín það verður enginn snjókreppa í ár því miður, alla vega ekki hér fyrir norðan. Bara fullt af annarskonar kreppu. Knús hróið mitt

Erna, 23.10.2008 kl. 22:07

8 Smámynd: Erna

Hæ Jónína jólastelpa, ég kemst nú alveg í jólagírinn þó að ekki sé snjór. En það er nú langt til jóla enn þá. Varstu kannski að kaupa þér jólasteikina í borginni í dag  Kannski að það sé vissara að fara að tryggja sér jólasteikina áður en Bretarnir klára allan þennan ódýra varning hér á landi og flytja með sér út  kveðja og knús

Erna, 23.10.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: Erna

Unnur og Dóra ég er sko alveg til í sólina látið þig mig bara vita hvenær við eigum að fara  Knús á ykkur

Erna, 23.10.2008 kl. 22:23

10 Smámynd: Erna

ladyVally ......Það er nú svo langt síðan að þú fórst í jólastuð, mig minnir að það hafi verið einhvern tíman í sumar. En þá hlýtur þú að hafa verið með sólsting eftir sólina sem þú fékkst lánaða héðan að norðan og gleymdir að skila  Knús

Erna, 23.10.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Tiger

 Uss, ég elska snjóinn og vil helst hafa mikinn snjó og tilheyrandi ófærð - frá sirka 1. nóv til 1. apríl ... hreinlega er forfallinn snjóáhugamaður!

Knús og kreist strumpurinn minn ...

Tiger, 23.10.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: Erna

Vertu velkominn norður Tiger minn. Þú getur fengið lánaðan snjósleðan, skíðin og allskonar vetrargræjur sem til er á þessu heimili. En sonur minn er tækjafrík þegar kemur að snjósporti. Er íbúðin á spáni sem þú minntist á um daginn enn til leigu ????  Knús

Erna, 23.10.2008 kl. 23:58

13 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já það er greinilega einhver tenging í gangi Erna mín.. Og ég held að það sé eitthvað sem við eigum sameiginlegt en get ekki heldur útskýrt það eitthvað frekar.  Ef ég álpast einhvern tímann norður að þá væri það ekki svo galin hugmynd að hittast yfir góðum kaffibolla.

Takk fyrir fallegt komment elsku vinkona og góða nótt.

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 00:50

14 Smámynd: Brynja skordal

það á bara að koma smá snjór kl 6 á aðfangadag svo rest bara sem mynd á jólakorti punktur.  hafðu góða nótt elskuleg

Brynja skordal, 24.10.2008 kl. 01:37

15 Smámynd: Anna Guðný

Á skíðum skemmti ég mér tra la la la.........

Hafðu það gott ljúfan og ekki snjóa í kaf.

Anna Guðný , 24.10.2008 kl. 12:04

16 Smámynd: Erna

Brynja mín þitt komment fær mitt atkvæði

Já já Anna mín þú skalt bara skemmta þér á skíðum, skautum, sleðum og öllu sem rennur þú mátt meira að segja fá þakrennuna mína. Ef ég snjóa í kaf þá líklegast skemmtir þú þér við, að moka mig upp kæri snjóelski nágranni minn

Erna, 24.10.2008 kl. 13:42

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Sko Erna mín ég elska bara snjóin þegar ég fer Austur og sé fjölskyldurnar leika sér á skíðum ég bara elska það .Það kemur einhver svo mikil ró yfifr mann þar Kveðja og knús til´þín rugludalladós fyrir Norðan rugludósin fyrir sunnan

Ólöf Karlsdóttir, 24.10.2008 kl. 14:43

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Erna mín Ég er sammála þér með snjóinn hann er leiðinlegur og sammála Brynju allt í lagi á aðfangadag að hafa smá snjó. Hjartans kveðjur.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 16:31

19 Smámynd: egvania

Erna mín ég skal  þiggja kaffið og ég skal moka fyrir þig ef að þú mokar fyrir mig.

Gott að fá þig á bloggið aftur.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 25.10.2008 kl. 20:58

20 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Komin á nagla vantar bara snjó viljið þið selja mér smá Ruglan er orðin gjaldmiðill Knús rugludósin í fjöleignarblokkinni í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 22:15

21 Smámynd: Erna

Auður: Á jólunum má hann láta sjá sig að vísu í litlu magni. Takk Auður mín fyrir hlýhug til mín

Dóra mín: Hef bara svo lítið verið heima í dag, ætlaði að vera búinn að kasta á þig kveðju og óska þér góðs gengis í kvöld. Ég vona að blátoppurinn virki vel í kvöld  og góða skemmtun krúttið mitt

Erna, 25.10.2008 kl. 23:49

22 Smámynd: Erna

Egvania: Ef þú heldur elsku vinkona að ég fari að moka allan múlan til að koma þér til bjargar þá gleymdu því  En kaffi skal ég gefa þér ef þú kemur og þú þaft ekkert að moka, ég rétti þér það bara í gegnum blaðalúguna ef hún verður þá ekki komin í kaf

Óla og Vally suðurnesjadísirnar mínar, sendi ykkur fullt af snjó og kærleik

Erna, 26.10.2008 kl. 00:03

23 Smámynd: egvania

Erna þú ert yndisleg ég þigg kaffisopann út um bréfa lúguna en ekki get ég mokað fyrir þig og ekki kemst ég að bréfalúgunni ef ekki er mokað.

Eitt Erna mín ég heiti Ásgerður en ekki egvania.

Þú er frábær og gott að fá þig aftur.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 26.10.2008 kl. 15:07

24 Smámynd: M

Ég hef nú lúmskt gaman af snjónum þó hann komin kannski alltaf aðeins of snemma

Hvít jól takk fyrir

M, 26.10.2008 kl. 15:56

25 Smámynd: Erna

Ásgerður mín auðvitað veit ég hvað þú heitir, hef bara verið eitthvað utan við mig sorry

Emm: Það eru alltaf einhverjir sem gleðjast yfir honum og það er nú bara í góðu lagi. En ég get ekki sagt að ég hafi brosað hringinn í morgun þegar ég var að moka upp bílinn minn  Góðar stundir vinkona

Erna, 26.10.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband