Góð helgi og mánudagurinn líka.

Helgin mín var bara ljúf og róleg. Að vísu örlítill æsingur á meðan Liverpool leikurinn stóð yfir sem breyttist í gleði að leik loknum. Ég var í helgarfríi og aldrei þessu vant kom ekkert útkall, sem gerist nú oftar en ekki þegar ég á frí. Ég var ein heima í kotinu með Tinnu minni og var þetta ósköp ljúft hjá okkur, nema þegar hún þurfti út til að gera sitt. Það reyndist henni frekar erfitt að finna nákvæmlega þann stað sem hún vildi heiðra í það skiptið, vegna fannfergis allt komið á bólakaf og hvergi auð jörð. En eftir miklar tilfæringar hafðist þetta hjá henni og flýtti hún sér að þessu loknu inn í hlýjuna. Ég fór í matarboð á laugardagskvöldi hjá henni Kollu, en hún var gift elsku frænda sem kvaddi í síðasta mánuði.  Það var notaleg samverustund og frábær matur að hætti Kollu en hún er frábær kokkur og yndisleg manneskja. Svo var mér aftur boðið í mat á sunnudagskvöldið hjá brósa mínum og mágkonu þar át ég á mig gat og fór heim og sofnaði snemma. Var svo vöknuð fyrir allar aldir í morgun og hef verið að nota daginn í tiltekt og þrif, mín bara dugleg á mánudegi. Fór í Bónus og verslaði aðeins inn, hitti þar gamla vinkonu mína og fórum við og fengum okkur kakó saman og spjölluðum út í eitt. Sem sagt, bara góðir dagar undanfarið hjá mér. Vona að þið hafið átt góða helgi kæru vinir. Sendi ykkur góðar kveðjur Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var gott að helgin var góð hjá þér Erna mín Hún Tinna þín er eins og Bjartur. Hann fer alltaf á sama stað til þess gera sitt líka, en honum finns svo gaman í snjónum og hann hleypur svo hratt. pilturinn.

Kær kveðja elsku Erna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Erna mín og knúsaðu Kollu þína stuðningsknús frá mér Kærleikskveðja frá rugludósinni í fjöleignarblokkinni í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Erna mín erum sko búin að hafa það gott hér um helgina. Var svolítið að nota englana mína í dag, svona smá að undirbúa jólin, en er nú ekki að gera svo mikið núorðið, geri frekar hreint á vorin, ef ég geri það þá.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Erna

Katla mín, hann Bjartur þinn er lipurtá miðað við brussuna mína  hún er nánast föst í sköflunum og hoppar eins og kengúra í snjónum þessi elska. Knús Katla mín

Dóra mín við erum flottastar og bestastar er einhver að efast um það ? 

Elsku Óla mín þetta er fallega sagt, þú þekkir sporin sem hún er í núna. Stuðningsknúsinu skila ég frá þér. Takk Óla mín og ég ætla að heyra í þér fljótlega

Milla mín gott að þú gast notið helgarinnar, þú áttir það skilið. Milla mín englar hjálpa......alltaf

Erna, 27.10.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús á þig ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Aprílrós

Nóg hefurðu fengið að borða um helgina Erna mín :)

KNús og kreist á þig :)

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 16:18

7 identicon

Búin að eiga góða helgi og mánudaginn líka.

Hafðu það yndislegt í kvöld með kertaljós og allt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

æææ hvað það var gott að helgin hafi verið svona ljúf og góð, alltaf gott að kúra með eitthvað lítið og loðið....(þá er ég að tala um hundinn sko) ég á tvo fjórfættlinga sem eru að vísu kettir og annar er blandaður skógarköttur eða persi...svo notalegt að hafa eitthvað svona til að kúra með....

Eigðu gott kvöld elsku vinkona.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Erna mín og ég hugsa til (Kollu)sendi henni stuðning með huganum 

Kærleikskveðja rugludósin í fjöleignarblokkinni í vesturbænum 

Ólöf Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:03

10 Smámynd: Erna

Takk fyrir innlitin skvísur, ég er á næturvakt núna og ég ætla að reyna að kíkja og kvitta hjá ykkur ef tími vinnst til í nótt. Góða nótt allar saman og dreymi ykkur vel

Erna, 29.10.2008 kl. 00:49

11 Smámynd: Tiger

 Það er nú reyndar kominn miðvikudagur hjá mér núna - en jamm, góða viku bara ...

Helgin mín var sko frekar busy og jamm hellingur um að vera. Var að vinna í 5 veislum og alles - en hún var góð samt.

Hafðu það ljúft bara og knúserí á þig ...

Tiger, 29.10.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: egvania

Hæ, Erna mín !

Ég ákveð á hverjum degi að nú ætli ég að vera dugleg að blogga, það er að segja þetta ákveð ég á heimleiðinni, hendi mér í sófann og ekkert gerist.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 29.10.2008 kl. 19:47

13 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Erna mínrugludósin í fjöleignarhúsinu í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:15

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

É, dúdda mía, þær þessar skjóður mínar mundu liggja í gólfinu fyrir liverpool.
En elska ykkur samt.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 07:00

15 identicon

Gott að eiga góða helgi eftir vinnutörn, þó nú se komin mið-vika og við öruglega báðar komnar í vinnu törn. Eigðu góða daga Erna mín.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 07:46

16 Smámynd: Brynja skordal

Góða nóttina ljúfust

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 23:39

17 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín ég þarf ekki hjálparsveitina núna Ástþór er búin að bjarga ömmu með tölvuna og imban

Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:57

18 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Góða helgi Erna mín og hafðu það sem best.

Góða nótt og ljúfa drauma.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:58

19 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Erna mín skál

Ólöf Karlsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:36

20 Smámynd: egvania

Kærleiks kveðja frá mér

egvania, 2.11.2008 kl. 01:41

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 2.11.2008 kl. 11:43

22 Smámynd: egvania

egvania, 2.11.2008 kl. 12:19

23 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gat ekki klárað dósina þú verður að fá restinaÉg 

Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:52

24 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín það er farið að rotna hjá þér mín kæra Það fær ekki inngöngu á elliheimili það er svo slæmt Knús

Ólöf Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband