Glimergella.

Hæ elsku vinir, bara að láta ykkur vita að ég er hérna megin og allt í lagi með mig og mína. Ég er bara upptekin þessa dagana við vinnu og föndurgerð, ég veit að þið fyrirgefið mér afskiptaleysið þegar þið fáið föndraða jólakortið frá mér Wink  glimergellunni. En ég fékk það viðurnefni þegar ég mætti í vinnuna í dag, eins og nýfallinn glitrandi jólasnjór, sem vakti mikla kátínu hjá vinnufélögum.(Það er alltaf gaman að geta glatt aðra)Blush En þannig var það að ég var svo upptekinn með mína listrænu hæfileika í kortagerð að ég gleymdi tímanum og varð næstum of sein í vinnuna. í flýtinum  gleymdi ég að líta í spegil áður en ég stökk af stað og var með frekar óskipulegan glimmerfarða í andlitinu. En ég er búin að lofa að koma með rétt hlutföll af gylltum glimmer í augabrúnunum á morgun Grin  Takk öll elsku vinir fyrir komment og skilaboð þið eruð frábær Heart  Ég verð eitthvað upptekin áfram en það er engin hætta á að ég gleymi ykkur. Takk fyrir að vera til InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

kvitt ;) Eigðu góðan dag mín kæra ;)

Aprílrós, 14.11.2008 kl. 06:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu elsku Erna mín þú mátt svo sem alveg koma með smá glimmer framan í þér á hittinginn en þú ert bara rosa dugleg.
Hlakka til að sjá þig um næstu helgi.
Ljós og kærleik til þín og Tinnu.
Millaog c/o

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þú ert virkilega dugleg Erna mín og átt mikið hrós skilið.

Eigðu góða helgi Erna mín.

knús og klemm, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.11.2008 kl. 16:16

4 identicon

Það er ótrúlega gefandi að gera jólakortin sjálfur þetta dútl kemur manni bara í jólaskapið.

Eigðu góða helgi ljósið mitt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:11

5 identicon

Já Erna nú fer að líða að hittingi. Það verður gaman að sjá þig aftur

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 02:08

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þvílíkur dugnaður og ekki skemmir að geta skemmt vinnufélögunum líka.  Kvitt og knús frá Skerinu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 18:45

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða helgi Erna mín Ég er búin að hafa það gott Konni minn er búin að dúllast við mig Knús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dugnaðar kona Erna mín stórt knús og góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.11.2008 kl. 11:15

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín þetta er geggjað gott leikrit ,og svalega vel leikið Kveðja Óla

Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 14:06

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Á auðvitað að vera svakalega vel leikið  

Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:45

11 Smámynd: egvania

Elsku Erna  





egvania, 16.11.2008 kl. 23:51

12 identicon

Hæ hó :) Langt síðan ég leit hingað inn....verð að vera duglegri við þetta ;) Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.

Hafðu það sem allra best múttan mín. Knús og kossar.

Íris (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:14

13 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlits-kvitt...... góða nótt og ljúfa drauma vinkona.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 00:28

14 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Knús á þig Erna mín

Ólöf Karlsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:13

15 identicon

Sá einhverstaðar að það eru veikindi í fjölskyldunni hjá þér ég vona að það gangi allt vel.

Risaknús til þín og ég bið um að ljósverurnar verði að verki allt í kringum ykkur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:47

16 Smámynd: Erna

Takk elsku bloggvinir. Ef þið bara vissuð hvað mér þykir vænt um umhyggju ykkar og kærleik  Það er ómetanlegt á erfiðum stundum að finna hlýhug og lesa fallegar kveðjur frá ykkur, í kommentum, skilaboðum og símtölum. Þið eruð yndisleg og ég vona svo sannarlega að ég verði til staðar fyrir ykkur þegar á bjátar hjá ykkur

En undir kvöld fengum við jákvæðar fréttir og allt lítur vel út. Við erum þakklát almættinu og læknum, og erum bjartsýn og vongóð

Erna, 19.11.2008 kl. 23:39

17 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Jákvæðar fréttir eru alltaf góðar fréttir...ég sendi allan minn styrk og engla...

Kærleikskveðjur til þín og þinna..

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:58

18 Smámynd: egvania

Það er gott að þú hefur góðar fréttir það léttir á okkur þegar að eitthvað erfitt er í gangi.

Erna þú ert minn fyrsti bloggvinur ég hlakka til að hitta þig.

Vonandi kemurðu.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 20.11.2008 kl. 16:52

19 identicon

Mikið er gott að heyra það elsku Erna mín að það er allt í rétta átt, það er svo gleðilegt þegar hlutirnir þróast í þá áttina.

Eigðu góða helgi elskulega vinkona með ljós og hlýju í hjarta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:00

20 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Elsku Erna mín mikið er gott að þetta sé að fara á betri veginn Sendi ljós til ykkar Ég verð með ykkur í huganum á hittingnum Knúss á ykkur allar Óla 

Ólöf Karlsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:04

21 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín Sleeping Knús Óla





Ólöf Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband