Ferðataskan mín.

Það er nú bara rólegt hjá mér þessa dagana og fátt sem ég get bloggað um. Það eru farnar að berast kvartanir til mín um að síðasta blogg mitt sé orðið eldgamalt. Ég reyni þá að bæta úr því. Það styttist í ferðalagið og ég verð að vinna alla daga þangað til. Þarf að vinna af mér nokkra frídaga sem ég nota úti. Það er mikil tilhlökkun í gangi hjá mér ásamt smá kvíðatilfinningu. Það er nefnilega þannig með mig að ég á við einhverskonar kvíðaröskun að etja í sambandi við farangurinn minn. Fæ það að á tifinninguna að ég og taskan mín verðum viðskila, að hún týnist lendi með annarri vél, eða eitthvað álíka. Þetta byrjar þegar ég horfi á eftir henni inn færibandið við innritun. Þá er ég viss um að hún fari í einhverja allt aðra vél en þá sem ég fer með. Ég merki hana að sjálfsögðu í bak og fyrir með minnst þrem merkispjöldum og einu sem ég set ofan í hana. Allur er varinn góður Grin  Svo er ég sífellt að hugsa um það á leiðinni út hvort hún sé nú ekki örugglegga með. Ég veit að það yrði mín síðasta hugsun ef vélin væri að farast, er taskan mín ekki um borð Frown  Svo byrjar angistin þegar lent er og biðin eftir töskunum við færibandið tekur við. Ég treðst stjórnlaust áfram og ryðst fram fyrir fólk, við litlar vinsældir, með brjálæðisglampa í augunum til að komast sem næst færibandinu. Fæ áfall ef hún er ekki ein að fyrstu fimm töskunum og fell næstum í yfirlið ef þær eru orðnar fleiri en fimmtán án þess að mín láti sjá sig. Skima óróleg á töskur annarra ferðalanga sem eru búnir að heimta sínar töskur af færibandinu, til að fullvissa mig um að þeir hafi ekki tekið mína í misgripum. En þegar sturlunin er að ná hámarki þá kemur mín siglandi eftir færibandinu ALLTAF. Ég hef aldrei tapað tösku á ferðalögum mínum, þannig að þetta er óskiljanlegt ástand á mér. Þegar ég svo hef heimt mína elskuðu tösku, fer ég í einhverja óútskýranlega sæluvímu og ferðalagið er hafið hjá mér og ég brosi hringinn þangað til kemur að heimferð. Þá hefst þetta sama ferli aftur. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur Grin  Fólk er að líta á mig hornauga ef það rekst á mig og hugsar með sér, þarna er þessi brjálaða á flugvellinum Blush  Góða helgi elskurnar mínar Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Ferðatösku-kvíðaröskun ;) Ekki er þetta gott. Taktu einn dag í einu og reyndu að vera ekki að hugsa fram í tímann, Vertu í núinu. ;) Góða helgi elskan mín. ;)

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Jæja svo þú ert þessi tösku gribbaManni er bara hennt frá taskan taskan mín Nú get ég passað mig ef við verðum 

einhverntímasamanáflugvellinum Kveðja dúllan mín kerlingin

Ólöf Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Erna

Takk ditta, þessi ferðatöskuröskun er ekkert grín þegar hún er í gangi

Dóra mín, Þú færð sko ekki mína tösku nema að ég fái þína krúttið mitt

Elsku Krútta, þetta er nú meira í gamni en alvöru, en samt...satt. Takk fyrir umhyggjuna

Ha ha.... Óla mín, ég er nákvæmlega þessi töskugribba sem þú ert að lýsa, hefur þú lent í einhverri svona  Vona að þú svarir játandi

En í alvöru stelpur mínar þá var ég nú bara að gera grín að sjálfri mér. Þið þurfið ekkert að leggja ofuráherslu á mig í bænum ykkar í kvöld. En munið samt eftir mér

Erna, 20.9.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan hafðu bara með þér hið minnsta sem þú getur þá skiptir ekki máli hvort fjandans taskan týnist eður ei
'Eg er búin að ákveða að kalla ykkur villingana, en þá var mér tilkynnt að ég væri í þeim hóp, en ég er nú bara stolt af því, villingarnir ykkar. Demit
Knúsi knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Erna

Velkomin í villingahópinn Milla mín, þú smellur þar inn, eins og flís við rass.

Erna, 20.9.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Það er eins gott að töskurnar komi allar með reglulegu millibili á færibandinu, það yrði ljótt ef að það kæmi smá pása frá því að síðasta taska kom á færibandið og þar til að þín kemur. Þú yrðir bara.... ég sé þig alveg fyrir mér sko hehehehehe smá djókur hérna. En góða helgi Erna mín og hafðu það gott. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:28

7 identicon

Sæl Erna mín.

Ég veit að ferðin þín á eftir að verða vel heppnuð og skemmtileg með eða án tösku.  Við fjölskyldan lentum einu sinni í því í vikuferð til Portúgals að töskurnar okkar komu ekki fyrr en eftir nokkra daga og þá ein og ein í einu.  Sú síðasta kom daginn áður en við fórum heim.  Það var einmitt taskan með skólabókunum hennar Ragnheiðar, en hún hafði ætlað sér að lesa undir stúdentsprófin sem biðu heima.  Ferðin var samt æðisleg og stelpan náði meira að segja stúdentsprófunum með glæsibrag

Skírnin í gær  var þvílíkt hátíðleg. Ég er ekkert smá ánægð með nöfnuna mína.  Þetta var óvæntur heiður sem ég fékk.

Góða ferð út Erna mín.  Bestu kveðjur Guðrún

Guðrún Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Erna mín mér finnst það ekkert leyðinlegt

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 20:31

9 identicon

Blessuð Erna mín. Þú ert greinilega steingeit,ha,ha,ha. Þetta með ferðatöskurnar er svo eðlilegt í mínum huga. En mundu að fara vel yfir veskið þitt(,amk.10 sinnum)er passinn,peningaveskið,síminn,flumiðarnir osrfv.öruglega með. Ég er byrjuð áður en að ég kemst út úr götunni hjá mér að athuga þessi mál,þegar að ég er komin út fyrir pípuhliðið er ég búin að skoða veskið nokkrum sinnum og fjölskyldan búin að hrista af sér höfuðið.

En njóttu ferðarinnar mín kæra. Töskur þínar verða í bænum mínum.

Hittumst kátar. Magga.

magga (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:04

10 identicon

Ætlaði að hafa það "örugglega"með.

magga

magga (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:06

11 Smámynd: Erna

Gunna mín, já það er sko eins gott að ekki komi löng pása á milli hehe, Takk fyrir kíkkið og gaman að heyra frá þér vinkona

Elsku Guðrún innilegar hamingjuóskir með litlu nöfnuna þína þú átt alveg þennan heiður skilið  Ég stefni í að hitta ykkur þegar ég kem að utan, en ég ætla að stoppa aðeins hjá Írisi minni þegar ég kem heim. Takk fyrir innlitið og bestu kveðjur til ykkar og knús á Guðrúnu Margréti frá afasystur

Milla mín þú verður yfirvillingur

Erna, 20.9.2008 kl. 22:12

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú ert klárlega með ferðatöskuviðskilnaðarkvíðaröskun Vonandi rætist það ekki hjá þér

Huld S. Ringsted, 20.9.2008 kl. 22:20

13 Smámynd: Erna

Hæ Magga, sæl Magga,  Það er alltaf vissara að hafa allt á hreinu með undirskrift, eins og allt annað hjá okkur steingeitunum. Þú þarft nú ekkert að minna mig á að yfirfara veskið ég er þegar byrjuð  Dásamlegt að þú skiljir þetta svona vel og ég þekki þetta með haushristingin   En annars fréttir hér af bæ, Sponni þinn var að trúlofa sig í dag  sú heppna heiti Alma og eru þau búinn að vera saman í tvö ár. Svo vona ég að nú fari fljótlega að stropa hjá þeim orðin hundleið á þessu ömmuleysi hjá mér. Takk elsku frænka fyrir innlitið og stefnum á hitting eftir lendingu á Akureyri í næsta mánuði. Kveðja til þín og þinna Magga mín

Erna, 20.9.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Erna

Huld, ferðatöskuviðskilnaðarkvíðaröskun.....Þú ert snillingur

Dóra krúttið mitt, ég fer ekki norður fyrr en 7.okt. En ég veit ekki hvort ég hef tíma til að hitta ykkur. Klukkan hvað ætlið þið að hittast?  Ég hringi í þig á mánud.

Erna, 20.9.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín ég hef verið í þessar deild sá tösskuna mína á kerruni ónýta það var búið að keyra yfir hana var sko með tárin í augunum flotta stóra taskan mínKveðja gamla hróið

Ólöf Karlsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:59

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yfirvillingurinn skipar Ernu að gefa sér tíma til að fara á hittinginn.

Erna mín takk fyrir að hafa skipað mig yfirvilling, varstu búin að halda skilaboðafund um málið?
Eða er þetta kannski bara að því að ég er elst, anganóran mín bíddu bara.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 09:15

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi að allt gangi vel hjá þér elsku Erna mín. Stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 18:05

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín búin að setja númerið þitt í símann minnVar ekki gaman að hitta þau vildi að ég hefði verið með þeimEn heyrðu bjórar ég 2 Stína 3 og þið rest ekki aldeilis góða mín rest af 5, við Stína förum best beð þetta erum hænuhausar

Ólöf Karlsdóttir, 21.9.2008 kl. 19:40

19 identicon

Til hamingju með Sponnann minn og dömuna hans. Já ömmubarn þarft þú að fara að fá. Kysstu hann frá mér--- sko Sponna. Litla ömmudúllan mín var í helgarpakka og er það bara gaman. Það heyrist ekki í henni nema þegar að við erum að kljást. Afinn og móðursystirin eru meðfærilegri.

Enn og aftur njóttu lífsins í ferðinni og hittingur sem fyrst.

                              Magga.

magga (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:43

20 Smámynd: egvania

Erna mín elsku kerlingin þetta er skelfingar ástand á þér er ekki hægt að fara í " medferd " við þessari ferðatöskuviðskilnaðarkvíðaröskun

 Pilot 

Erna mín þú ert heppinn, þú þekkist ekki ef þú færð ferðafélaga úr bloggheiminum þar sem að þú ert strumpurinn og allir halda að þú lítir þannig út, vertu bara þú sjálf með þínar töskur og allt verður í lagi.

Erna mín ég óska þér alls góðs í ferðinni og njóttu lífsins.

Kærleiks kveðja Ásgerður













egvania, 21.9.2008 kl. 21:53

21 Smámynd: egvania

Erna mín alveg satt hjá henni ég hef svo gaman af því að fara´burtu frá þessari eyju svona í smá tíma hér er ég alveg LOST.

egvania, 22.9.2008 kl. 22:34

22 Smámynd: egvania

Erna mín svo verð ég aldrei blönk ég á einn eysýring og eina flotkrónu.

egvania, 22.9.2008 kl. 22:37

23 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 23.9.2008 kl. 00:11

24 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Erna mín það er farið að slá í bloggið þittEn ef þú ert flogin burt er þér fyrirgefið Svefnþurkan

Ólöf Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband