Farin erlendis.

Elskurnar mínar, þið verðið að fyrirgefa bloggleysi og lítið innlit til ykkar undanfarið. Í tilhlökun og gleði sem ríkti hér á heimilinu yfir ferðalaginu og trúlofun sonarins, þá bankaði sorgin upp á. Ástkær frændi kvaddi. Það dimmdi yfir og sorgin réði ríkjum, en allt birtir upp um síðir. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann og vera hjá honum og yndislegu fjölskyldu hans sem mér þykir svo vænt um þegar hann kvaddi. Það hefði orðið erfitt fyrir mig ef ég hefði verði komin erlendis þegar þetta gerðist. Þetta bar brátt að og banalegan stutt. Hann var mér afar kær og var mér svo miklu meira en frændi hann var eins eldri bróðir minn. Fjölskylda hans á erfitt núna en þau eru dugleg og standa saman í þessari ótímabæru sorg. Ég ætla að halda mínu striki og fara í ferðalagið það hefði hann viljað. Legg af stað í dag. Kveð ykkur núna í bili elsku blokkvinir og aðrir vinir. Verið góð við hvort annað mér þykir vænt um ykkur Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskulega Erna mín, við erum búnar að tala saman í þessari sorg þinni, en bara smá inn í ferðalagið þitt, njóttu þess bara það hefði hann viljað, var það ekki það sem hann sagði við þig.
Við munum heimsækja þig um leið og þú kemur heim.
Elska þig Erna mín sem þú værir mín eigin.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Anna Guðný

Hmm..... sdonur þinn að setja upp hringana. Var það þá frænka min? Þú sérð hvað það er mikið samband. Ég frétti orðið flest í gegnum bloggið

Leiðinlegt að heyra þetta með frænda þinn.

Annars bara eigðu góða ferð  í útlandinu.

Anna Guðný , 24.9.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: M

Kæra Erna.  Samhryggist þér innilega með frænda þinn.

Til hamingju með soninn og hans heittelskuðu og njóttu þín í ferðalaginu

M, 24.9.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Ragnheiður

Samhryggist þér mín kæra.. viðskilnaður er alltaf  svo erfiður.

knús

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Elsku Erna mín..ég samhryggist þér innilega það er alltaf sárt að missa sina nánustu.

En góða ferð út og hafðu það virkilega gott og njóttu þess að vera til.

Knús og klemm kæra vinkona  kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:26

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Erna mín ég samhryggist þér með frænda þinn.

Guð gefi þér góða ferð út.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Elsku Erna mín votta þér mína dýpstu samúð, Vegna fráfalls frænda þíns,sendi þér stórt knús

sko stóra knúskveðju Óla Kef  

Ólöf Karlsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:29

8 Smámynd: Aprílrós

Samhryggist þér Erna mín. Knús ;)

Aprílrós, 25.9.2008 kl. 18:57

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:34

10 identicon

Já það er skammt á milli sorgar og gleði. Votta þer samúðar vegna frænda.

Hins vegar óska eg þer til hamingju með soninn. Og skemmtu þer vel í útlöndum. Hlakka til að heyra ferðasöguna.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:16

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð styrki þig elskulegust. Hafðu það gott og við sjáumst og heyrumst í bloggheimum fljótlega.  Knús og góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 19:27

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 26.9.2008 kl. 23:52

13 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:49

14 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Bara kvitta kvitta nóg á meðan þú spókerar úti kveðja kellan suður með snjó

Ólöf Karlsdóttir, 1.10.2008 kl. 01:05

15 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:43

16 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Er farin að sakna þín dúllan mínKveðja og knús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:45

17 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 7.10.2008 kl. 13:29

18 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég samhryggist þér innilega. Megirðu eiga góðar stundir á erlendri grundu.

Sölvi Breiðfjörð , 7.10.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband